Færsluflokkur: Dægurmál

Siðblint ofbeldisfólk og aðrir nágrannar

Eftir að hafa lesið um sögu Aratúnsmálsins og hvaða ummæli fólk var dæmt fyrir, þá er Púkinn feginn að nágranni hans í næsta húsi er sauðmeinlaus...

...jafnvel þótt hann sé Hæstaréttardómari.


mbl.is Hæstiréttur lækkaði miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfir hundaeigendur

dangerous-dog-415x275.jpgPúkinn er þeirrar skoðunar að það sé ekki hundurinn sem er vandamálið, heldur eigandinn.

Það er eitthvað verulega mikið að fólki sem leyfir hundunum sínum að ganga lausum þegar þeir eru með hegðunarvandamál eins og umræddur Golíat.

Samkvæmt fréttinni virðist hundurinn ítrekað hafa strokið, en það er á ábyrgð eigandans að halda honum innandyra, á afgirtu svæði eða tjóðruðum.

Afsakanir um að hundurinn sé bara strokgjarn eru ekki ásættanlegar - svona fólk kemur óorði á ábyrga hundaeigendur.

Hvernig væri að sekta svona eigendur um einhverja sæmilega upphæð - einhverjar tugþúsundir í hvert sinn sem hundurinn "strýkur "?


mbl.is Hundurinn Golíat fær að lifa lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg frétt - bara ekki rétt.

Morgunblaðið lét gabba sig - eins og fleiri fjölmiðlar - gerði "frétt" úr auglýsingabrellu. 

Sjá hér: http://www.guardian.co.uk/politics/reality-check-with-polly-curtis/2011/oct/20/monster-slipper-stunt?CMP=twt_gu


mbl.is Fékk tveggja metra inniskó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoffín og skuggabaldur?

skoffin_postur.jpgPúkinn veltir fyrir sér hvort einhverjar af þeim þjóðsögum sem eru til um skoffín og skuggabaldra mætti rekja til þess að hingað hafi fyrr á öldum slæðst einn og einn minkur með skipi.

Skoffín og skuggabaldrar áttu að vera grimm dýr, afkvæmi refa og katta - þótt slíkt sé erfðafræðilega útilokað, þá er það spurning hvort lýsingin gæti ekki komið heim við minkinn - grimmur ferfætlingur sem augljóslega var hvorki köttur né refur.


mbl.is Minkur með Norrænu til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostirnir við Google+

google.jpgPúkinn er frekar hrifinn af Google+, því það leysir á snyrtilegan hátt nokkur helstu vandamál Facebook.

Google+ býður notandanum upp á að skilgreina á mjög þægilegan hátt hópa (hringi) notenda sem þú deilir efni með - eða sem deila efni með þér.  

Ólíkt Facebook, þá er þetta ekki samhverft - þ.e.a.s. Þú getur deilt efni til einhverra án þess að sjá nokkuð af því sem þeir deila - svona svipað Twitter að þessu leyti.

Þegar efni er deilt þá má velja á hvaða hring(i) því er dreift -  en þeir sem taka við efninu hafa líka sína hringi og geta mun auðveldar stýrt því hvað þeir sjá.

Maður situr þess vegna ekki uppi með "vini" sem maður þekkir varla og deila aldrei neinu sem maður hefur áhuga á - það má bara setja þannig fólk í sérstakan hring sem maður skoðar aldrei - eða halda þeim bara utan allra hringja.


mbl.is Segir Google+ ekki hafa neina notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóbak, khat og önnur fíkniefni

380px-rational_scale_to_assess_the_harm_of_drugs_mean_physical_harm_and_mean_dependence_svg.pngÞað er næsta víst að ef á vesturlöndum væri ekki hefð fyrir neyslu tóbaks og það væri fyrst að berast hingað núna, þá væri það umsvifalaust flokkað sem hættulegt fíkniefni og við sæjum sennilega í blöðunum fréttir um að tóbakssmyglarar hefðu verið gripnir og þeirra biði fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en á sama tíma væri allt í góðu gengi hjá ÁKVR, Áfengis og Khat verslun ríkisins.

Það er nefnilega þannig að vegna sögulegs slyss er tóbak þolað í okkar þjóðfélagi, en önnur fíkniefni (sem jafnvel eru minna skaðleg eða minna vanabindandi) eru bönnuð.

Púkinn er alls ekki að leggja til að sala á þeim efnum verði leyfð, heldur að minna á að að það eru í raun engar áðstæður aðrar en hefð fyrir því að leyfa tóbak yfirhöfuð.

Púkans vegna mætti gjarnan banna tóbak alfarið, en veita samt skráðum tóbaksfíklum einhvern aðlögunartím.  Hugmyndin um að selja tóbak í apótekum höfðar hins vegar ekki til Púkans - svona vara á ekki heima þar.


mbl.is „Heimskulegt frumvarp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dræm kjörsókn í tilgangslausum kosningum?

Kjörsóknin er kannski dræm vegna þess að margir eru á þeirri skoðun að stjórnlagaþingið sé einfaldlega tilgangslaust.

Það gildir nefnilega einu að hvaða niðurstöðu fulltrúar komast - Alþingi getur ákveðið að hunsa þær eða breyta að vild.

Heldur einhver í alvöru að jafnvel þótt stjórnlagaþing myndi leggja til róttækar breytingar eins og að gera landið að einu kjördæmi að alþingismenn myndu samþykkja slíkar breytingar?

 


mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um gengistryggðu lánin og ábyrgð bankanna.

bank_robbery_for_dummies.jpgPúkinn hefur áður gagnrýnt þá sem tóku gengistryggð lán en nú er kominn tími til að horfa á hina hliðina - ábyrgð banka og fjármögnunarfyrirtækja á þeirri stöðu sem komin er upp.

Það er sennilegt að mörgum lántakendum hafi ekki verið ljós sú áhætta sem fólst í því að taka gengistryggt lán, án þess að vera með tekjur í erlendum gjaldmiðli.  Það má líka vera að sumir lántakendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að vegna vissra ákvarðana Alþingis og Seðlabankans var gengi krónunnar allt, allt of hátt - og aðeins spurning um tíma hvenær það félli og lánin snarhækkuðu í íslenskum krónum.

Nei, sumum lántakenda var þetta ef til vill ekki ljóst og héldu í einhverjum barnaskap að þetta væru hagstæð lán, en fjármálafyrirtækjunum átti að vera þetta ljóst - og hefði borið að vara lántakendur við hættunni.

Mörg fjármálafyrirtækjanna gerðu sér fulla grein fyrir að krónan var allt, allt of hátt skráð og tóku skipulega stöðu gegn henni - vissu sem var að hún myndi falla verulega.  Það má reyndar segja að sú stöðutaka hafi verið eðlileg, því þeim bar jú (eins og öðrum fyrirtækjum) að verja sína eigin hagsmuni - enn og aftur - fjármálafyrirtæki eru ekki góðgerðarstofnanir.

Það sem er hins vegar ekki eðlilegt er að á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu sjálf á fall krónunnar, voru þau skipulega að ota gengistryggðum lánum að fólki - án þess að upplýsa viðskiptavinina um að 50-100% hækkun lánanna í íslenskum krónum væri fyrirsjáanleg.

Í sumum löndum er fólk rekið úr starfi eða fangelsað fyrir minni sakir.

Það má líka horfa á þetta frá annarri hlið, sem byggir á eftirfarandi þumalputtareglu:

Til lengri tíma litið er allt lánsfé jafn dýrt, sama í hvaða gjaldmiðli það er.


Þessi regla þarfnast nánari útskýringa.  Ef í boði er t.d. lán í gjaldmiðli X á 2% vöxtum og gjaldmiðli Y á 10% vöxtum, þá mætti halda að lán í gjaldmiðli X væri hagkvæmara.  Svo er þó ekki.  Til lengri tíma litið mun gengi gjaldmiðlanna breytast þannig að ekki skiptir máli hvort lánið er tekið.  Annars væri hægt að búa til verðmæti "úr engu",  með því að taka lán í gjaldmiðli X, lána þann pening í gjaldmiðli Y, greiða að lokum upp lánið í gjaldmiðli X og hirða mismuninn.

Þetta gengur ekki upp til lengri tíma litið - en til skemmri tíma séð er þetta mögulegt, ef lántakandinn nær að greiða upp lánið áður en gengið breytist...en það er happdrætti.

Fjármálafyrirtækin brugðust gersamlega í að gera viðskiptavinum sínum grein fyrir áhættunni og því að vegna yfirvofandi gengisfalls krónunnar væri í raun ósennilegt að lágvaxta gengistryggðu lánin væru nokkuð betri en íslensku lánin, svona til lengri tíma litið.

Annað sem brást var að gera lánasamningana þannig að þeir stæðust íslensk lög.  Þetta er í raun óskiljanlegt klúður, því það hefði verið svo einfalt að búa þannig um hnútana að lánin væru fyllilega lögleg.

Það eina sem fyrirtækin hefðu þurft að gera hefði verið að lána beint í erlendum gjaldmiðli - að lánin væru í jenum eða svissneskum frönkum, en með klausu um að afborganir væru í íslenskum krónum miðað við gengi Seðlabankans.  Slík lán hefðu verið fyllilega lögleg og lántakendur hefðu þá setið áfram í þeirri stöðu sem þeir voru í fyrir nýfallinn dóm.

Þetta klúður er alfarið á ábyrgð fjármálafyrirtækjanna, en það er mikilvægt að hafa í huga að ólögleiki lánanna stafar í raun bara af tæknilegu atriði - klúðri í útfærslu lánasamninga.  Sumir bloggarar hafa láið falla stóryrði um skipulagða glæpastarfsemi, en eins og Robert A. Heinlein sagði:

Never attribute to malice that which can be adequately explained by stupidity.


Þriðja atriðið sem má saka fjármálafyrirtækin um er að hafa farið offari í veitingu lánanna.  Starfsmenn sem sáu um lánin fengu margir hverjir "árangurstengda" bónusa - því meira sem þeir gátu lánað út því meira fengu þeir í eigin vasa.  Þeim var alveg sama þó þeir lánuðu fólki allt of háar upphæðir, sem átti að vera ljóst að vafasamt væri að viðkomandi gæti greitt til baka.  Græðgi og eiginhagsmunaháttur varð siðferðinu yfirsterkari.

Sumir hafa gagnrýnt þessi lán eftirá á þeirri forsendu að þau hafi verið ósanngjörn og að fjármögnunarfyrirtækin hafi grætt gífurlega á þeim við fall krónunnar, en það er misskilningur - Þessi fyrirtæki gátu boðið þessi lán einvörðungu vegna þess að þau fengu sambærileg lán í erlendum gjaldmiðlum á enn lægri vöxtum - hagnaður þeirra fólst í vaxtamuninum.

Jú, lánin hækkuðu við fall krónunnar, en skuldir þeirra uxu að sama skapi, þannig að gengisfall krónunnar breytti í raun engu fyrir þau. 


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstefna...en bara hluta götunnar

Púkanum fannst þetta einstefnumál í Frakklandi svolítið skondið með tilliti til þess sem var að gerast við þá götu sem fyrirtæki Púkans stendur við.

Í gær var nefnilega miðhluti götunnar gerður að einstefnugötu.   Norður- og suðurendi götunnar er áfram tvístefnugata, en á kafla í miðjunni var gatan gerð einstefnugata (þannig að þeir sem villast inn í götuna að sunnan verða að gjöra svo vel að taka U-beygju á miðri götu)

Það sem Púkanum finnst hinsvegar furðulegra er að þetta var gert án þess að láta íbúa götunnar vita, án þess að hafa samráð við þá og án þess að gefa þeim kost á að andmæla.

Þessi breyting hefur að sjálfsögðu óþægindi í för með sér, og verður andmælt, en það er augljóslega ekki bara í París sem borgaryfirvöld taka upp á undarlegum hlutum varðandi einstefnu.


mbl.is Einstefna í báðar áttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sannleikurinn óþægilegur? (lokun á DoctorE)

Það er búið að loka á bloggið hjá DoctorE.

Það sem hann vann sér til sakar var að efast um geðheilsu eða siðferði hinnar misheppnuðu jarðskjálftaspákonu - að vísu með róttækara málfari en Púkinn myndi nota.

Púkinn er hins vegar í meginatriðum sammála DoctorE - manneskja sem kemur fram og hræðir auðtrúa einstaklinga með svona spádómum á annað hvort við einhvers konar vandamál að stríða eða er hreinn og klár svikahrappur.

Púkinn hvetur alla til að hlusta á viðtalið við "sjáandann"  og mynda sér sína eigin skoðun á geðheilsu og siðferði viðkomandi.

Skoðun Púkans er hins vegar sú að sé það stefna blog.is að loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur, þá efast Púkinn um að hann muni eiga samleið með blog.is mikið lengur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband