Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hryllingsmyndin 'Jesus Camp'

jesus-camp-092706-xlgPúkinn horfði á myndina 'Jesus Camp' sem var sýnd á rás 4 í Bretlandi í gær.  Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda, en hún sýnir þær "heilaþvottaraðferðir" sem ofsatrúarmenn beita í sumarbúðum til að móta næstu kynslóð kristinna ofsatrúarmanna. 

Flestum mun sjálfsagt finnast það ótrúlegt sem myndin sýnir - en eins og einn aðalprédikarinn segir:

 "I want to see them as radically laying down their lives for the gospel as they are in Palestine, Pakistan and all those different places.  Because, excuse me, we have the truth."

Fólkið sem stendur á bak við sumarbúðir eins og þessar hefur ekki áhuga á að ala börn upp til að verða að einstaklingum sem skoða allar hliðar mála og mynda sínar eigin skoðanir - nei, þau skulu alin upp til að hafa hinar einu réttu skoðanir.  Mörg barnanna hafa verið tekin úr almenna skólakerfinu og fá heimakennslu - þar sem þeim er kennt að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, jörðin sé 6000 ára gömul og annað í þeim dúr.

Hófsamari kristnir einstaklingar hafa almennt fordæmt þennan heilaþvott, eins og t.d. þessi hér, sem sagðist hafa þurft að horfa á myndina með hléum til að biðja fyrir börnunum.

Púkinn veit ekki hvort þessi mynd hefur verið sýnd á Íslandi, en hún er virkilega þess virði að horfa á hana - meðal annars til að minna á að sú ógn sem heiminum stafar af ofsatrú er ekki bara bundin við Islam, nú eða þá bara fyrir aðdáendur hryllingsmynda og heimildarmynda.


Gyllti áttavitinn - hættulegur börnum?

golden_compassVera má að ein ástæða þess að Gyllti áttavitinn skilaði minni peningum í kassann um síðustu helgi en vonir stóðu til sé að ýmsir "kristnir" hópar hafa staðið fyrir aðgerðum til að hvetja fólk til að sniðganga myndina og meðlimir þeirra keppast nú við að senda hver öðrum tölvupósta um þessa voðalegu mynd.

Boðskapur myndarinnar er stórhættulegur að sumra mati - eitt þemað í henni er nefnilega um sjálfstæða, gagnrýna hugsun, í stað þess að trúa bara í blindni því sem trúarleg yfirvöld boða.

Að vísu virðist sem þessir gagnrýnendur hafi hvorki horft á myndina, né lesið bókina, því tölvupóstarnir eru uppfullir af beinum rangfærslum, en það kemur Púkanum svosem ekkert á óvart. 

Trúleysingjar eru margir hverjir ekkert sérstaklega ánægðir með myndina heldur, því þessi boðskapur hennar hefur verið útvatnaður verulega í myndinni - það er miklu betra að lesa bara bækurnar beint.  Það er hins vegar einmitt það sem sumir fyrrnefndir aðilar eru hræddir um - þeir líta sumir hverjir svo á að höfundur bókanna,Philip Pullman, sé einn af þremur hættulegustu mönnum samtímans, ásamt Richard Dawkins og Sam Harris.

Púkinn hins vegar glottir.  Þetta upphlaup verður bara til þess að vekja meiri athygli á myndinni. 


mbl.is Vonbrigði með aðsókn á Gyllta áttavitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Istorrent þjófarnir stöðvaðir ... í bili

piracyEins og önnur fórnarlömb Istorrent þjófagengisins fagnar Púkinn því að þessi starfsemi skuli hafa verið stöðvuð.

Púkinn gerir sér hins vegar grein fyrir því að þessi stöðvun verður væntanlega ekki til frambúðar - það mun væntanlega verða komið í veg fyrir að sams konar starfsemi verði rekin áfram hér á Íslandi, en sennilegt er að hún muni þá bara flytjast úr landi - það er fjöldinn allur af sambærilegum stöðum erlendis þar sem þjófar geta skipst á efni.

Púkinn sagðist vera fórnarlamb þjófa en það mál er þannig vaxið að Púkinn er höfundur forrits sem nefnist "Púki".  Þetta forrit er selt, en um tíma var því dreift í leyfisleysi gegnum istorrent, en fjöldi niðurhalaðra eintaka var á því tímabili mun meiri en fjöldi seldra eintaka.

Hinir raunverulegu glæpamenn í þessu dæmi eru að sjálfsögðu þeir sem dreifðu forritinu, ekki forsvarsmenn istorrent (sem Púkinn flokkar bara sem gráðuga siðleysingja),  og því er frá sjónarhóli Púkans eðlilegt að eltast við þá, en ekki torrent.is.

Þessir aðilar hafa verið kærðir og takist að hafa upp á þeim mun Púkinn ekki hika við að draga þá niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og leggja fram skaðabótakröfur upp á nokkrar milljónir.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Istorrent: Glæpasamtök eða bara gráðugir siðleysingjar?

piracyPúkanum finnst með ólíkindum hve hægt gengur að stöðva starfsemi Istorrent-gengisins, en þessir þjófar eru látnir í friði meðan lögreglan leggur áherslu að að uppræta gengi nokkurra vesælla dópista sem stela smáhlutum til að eiga fyrir næsta skammti.

Samt er hér um mun stærri upphæðir að ræða - en kannski er málið það að yfirvöld líta ekki á þjófnað á hugverkum á sama hátt og annan þjófnað.

Þessi þjófnaður bitnar þó á þeim sem fyrir honum verða, en Púkinn er einn af þeim.  Á Istorrent var um skeið dreift hugbúnaði sem Púkinn samdi ásamt öðrum.  Frá sjónarhóli Púkans var þarna stolið af honum hans hugverkum fyrir milljónir.

Það er aðeins eitt orð sem Púkinn á yfir þá sem þetta stunda.

 ÞJÓFAR!

Púkinn hefur megnustu skömm og fyrirlitningu á þeim sem standa að baki Istorrent vefnum, en þeir skýla sér bakvið að þeir séu í raun akki að gera neitt ólöglegt - þeir séu bara að aðstoða þjófana við iðju sína. 

Það er kominn tími til að stöðva þetta gengi - stöðva Istorrent, leita uppi þá ræfla sem setja annarra hugverk í dreifingu í leyfisleysi, leggja hald á tölvur þeirra og sekta þá.   


Astrópía og nördarnir

Púkinn er 100% nörd og þarf ekki að taka nördapróf á vefnum til að fá það staðfest, en gerði það nú samt. Niðurstaðan ætti ekki að koma neinum á óvart, en vilji einhverjir athuga sína nördastöðu, geta þeir farið á þennan hlekk og tekið prófið sjálfir.

Og af hverju eru nördar allt í einu komnir í umræðuna? Jú, ástæðan er myndin Astrópía, sem var verið að frumsýna, en þótt hún sé að hluta um nörda í nördabúð, þá er hún ekki bara fyrir nörda.

Sama á reyndar við um hlutverkaspil.  Það kæmi Púkanum ekki á óvart þótt myndin yrði til að auka áhuga á þeim hérlendis, en að mati Púkans er það hið besta mál.   Púkinn er jafnvel þeirrar skoðunar að hlutverkaleikir eigi fullt erindi inn í námsskrár skólanna, en það er annað mál.

Sem sagt, allir á Astrópíu - ekki bara nördarnir - og síðan getur fólk skroppið niður í Nexus á Hverfisgötu 103 til að sjá alvöru nördabúð.

64acabd5b9e496d2

 


Kristilegt klám

sex_in_christStundum rekst Púkinn á undarlegar bandarískar vefsíður.  Síður sem eru þess eðlis að hann getur ekki annað en hrist höfuðið, og verið feginn að þrátt fyrir að íslenskt þjóðfélag sé (því miður) stöðugt að líkjast því bandaríska mekra og meira, þá eigum við enn alllangt í land með að ná þeim í vitleysisgangi.

Bandaríkjamenn framleiða víst meira af klámefni en nokkur önnur þjóð en þeir eru líka sú vestræna þjóð sem tekur trúmál hvað alvarlegast.  Það er því ef til vill ekki undarlegt að upp komi spurningar um kristilegt klám, eða réttara sagt, hvaða skilyrði klámefni þurfi að uppfylla til að teljast kristilegt.

Þessi vefsíða svarar þeirri spurningu.

Jamm, jamm og jæja - enn einn moli af upplýsingum sem ég þurfti virkilega ekki að vita.


Of gömul?

Er þetta merki um lélega sjálfsímynd, eða eitt enn einkenni þeirrar sjúklegu æskudýrkunar sem Vesturlönd eru heltekin?

Að halda að "40-something" leikkona sé of gomul er nú reyndar svolítið hlálegt.  Hvernig var það með með leikkonuna sem fékk Oscar verðlaunin fyrir leik sinn í Driving Miss Daisy.  Jessica Tandy - hún var áttræð, enn í fullu fjöri og aldrei betri leikkona en þá.  George Burns var álíka gamall þegar hann fékk verðlaunin fyrir leik sinn í The Sunshine Boys.

Nei, sé það eitthvað sem veldur því að hún sé ekki góð leikkona, þá er það ekki aldurinn - svo mikið er víst.


mbl.is Hrædd um að vera orðin of gömul til að vera leikkona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er barnaklám - hluti 2

hentaiEr hægt að kæra einstakling fyrir misnotun á sjálfum sér? Púkanum finnst skrýtið ef svo er.  Púkinn er reyndar ekki löglærður, en hann hélt að það væri nú þannig að lögum sem eru sett til verndar ákveðnum hópi væri almennt ekki beitt gegn meðlimum þess hóps.

Með öðrum orðum - er eðlilegt að lögum gegn barnaklámi sé beitt gegn börnum? Í hluta 1 af þessari grein benti Púkinn á Jeremy og Amber, sem gerðu þau mistök að taka myndir af sér í rúminu. 

Það eru fleiri dæmi um það sem Púkanum finnst óeðlileg beiting svona laga, til dæmis þetta.  15 ára stúlka sendi nektarmyndir af sjálfri sér til annarra í tölvupósti og var fyrir vikið kærð fyrir misnotkun á barni, framleiðslu og dreifingu barnakláms.  Það er nokkuð ljóst að hún var sek um dreifinguna - en Púkinn setur ákveðið spurningarmerki við misnotkunina.  Að mati Púkans þyrfti umrædd stúlka frekar á sálfræðiaðstoð en því að vera kærð fyrir misnotkun og þurfa að dragnast með barnaníðingsstimpil á sér ævilangt.

Púkinn vill ekki að neinn misskilji sig - hann vill sjá verulegar hertar refsingar handa þeim sem misnota börn, en ef lögin eru óljós, eða skilgreiningar í þeim eru óljósar er hætta á að annað af tvennu gerist - annað hvort gæti lögunum verið beitt í tilvikum þar sem það er umdeilanlegt, eins og í ofanfarandi dæmum, eða einhverjir sem ættu refsingar raunverulega skildar sleppa fyrir horn vegna gata í lögunum.

Hvort tveggja er slæmt.

Þess vegna er það mikilvægt að skilgreiningar í lögunum séu ótvíræðar og Púkinn spyr því aftur "Hvað er barnaklám".  Svarið við þeirri spurningu er nefnilega ekki svo einfalt og það er nokkurt magn efnis sem liggur á "gráu" svæði.

Tökum nokkur dæmi:

  • Klámmyndir af börnum, framleiddar af þeim sjálfum.  Púkinn bendir á ofanfarandi sem dæmi um það.
  • "Hentai" Grófar teiknimyndir í japönskum "manga" stíl.  Ef þær sýna börn, er það þá barnaklám? Engin raunveruleg börn voru (mis)notuð við gerð myndanna, en áhugi á þeim gæti borið vitni um verulega brenglaðan hugsanahátt.
  • Tölvugrafík fer stöðugt batnandi og eitthvað mun vera um tölvugert klámefni.  Nú veit Púkinn ekki hvort nokkuð slíkt efni sýnir börn, en sé svo er spurningin hvort um "barnaklám" sé að ræða.  Hvað ef tölvugrafíkin batnar svo í framtíðinni að myndirnar verða óþekkjanlegar frá raunveruleikanum?
  •  Ungar "fyrirsætur".  Það munu vera einhver dæmi um það að myndir séu teknar af "barnalegum" stúlkum, sem í raun eru 18 ára eða eldri (og eru löglegar þar sem þær eru framleiddar), en líta út fyrir að vera yngri.  Er þetta barnaklám?  Verjandi manna sem væru gripnir með slíkt myndefni gæti hugsanlega rökstutt að  svo væri ekki -  myndirnar sýni ekki börn - þær bara líti út fyrir það.
  • Photoshop-breyttar myndir.  Hér er um svipaðan hlut að ræða, nema hvað myndir (sem eru löglegar þar sem þær eru framleiddar) eru teknar og þeim breytt til að láta "fyrirsæturnar" líta út fyrir að vera yngri en þær eru.  

Nú má vera að þetta sé ekki vandamál í raunveruleikanum, þar sem flestir sem eru gripnir með efni á svona "gráu" svæði eru væntanlega einnig með "harðara" efni, sem engin spurning er að flokkist sem barnaklám, og er þá hægt að dæma viðkomandi fyrir vörslu þess.  Púkinn vill hins vegar benda þeim sem vilja tjá sig um barnaklám á nauðsyn þess að hafa á hreinu hvað þeir eiga við.


"23:00 Orgy at Austurvöllur"

greeonesPúkinn var að skoða dagskrá fyrir þetta Snowgathering 2007 og var að velta fyrir sér hvort séraðgerðadeild femínista myndi standa fyrir mótmælum og uppákomum við einstaka atburði.

Fjöldamótmæli við Bláa lónið klukkan 3 á laugardegi?   Mótmælastaða við Geysi á föstudeginum?

Það sem Púkinn furðaði sig hins vegar á var hvaða "ice restaurant" er um að ræða - annað hvort hefur Púkinn misst af einhverju, eða um einhvern misskilning er að ræða.

Annars er dagskráin ósköp venjuleg ferðamannadagskrá, nema ef undanskilin er föstudagsheimsóknin á strippbúlluna.  Hverju áttu menn eiginlega von á - bjóst fólk við dagskrárliðum eins og "23:00 Orgy at Austurvöllur" ?

Púkinn sér eiginlega ekki hvernig er hægt að nefna þetta "þing" eða "ráðstefnu" - það er nú ekki eins og verið sé að halda fyrirlestra eða vörukynningar.

Annars mundi Púkinn eftir svolitlu sem femínistarnir hafa ekki minnst á.  Það mun víst vera þannig að meðaltekjur kvenstjarna í klámmyndabransanum eru umtalsvert hærii en karlmanna í sömu grein.


Líf og dauði blondínu

SkyscraperUKDVDPúkinn á bágt með að skilja hvað það er sem heillar mannfólkið svona varðandi Anne Nicole Smith, enda er hann bara lítið blátt klíli sem dregst ekki að brjóstastórum blondínum.

Fjölmiðlaumfjöllunin sem andlát hennar fær er hreinlega ekki í neinu samræmi við raunverulegt mikilvægi hennar í mannkynssögunni. 

Frá þeim tíma sem liðinn er frá andláti hennar hafa væntanlega um 700 manns látið lífið í Darfur - en það er ekki frétt.

Nei, það er nú munur að vera dauð blondína, svona eins og helsta fyrirmyndin hennar í lífinu - Marilyn Monroe.

Framleiðendur Scyscraper kvikmyndarinnar sjá væntanlega fram á betri tíð með blóm í haga, enda mun sala myndarinnar væntanlega taka stökk núna þegar hún er dáin, en sú kvikmynd er víst einungis þekkt fyrir nektarsenuna hennar.

Sama gildir um þá sem selja nektarmyndir af henni á netinu.  Þeir búast væntanlega við verulegri söluaukningu.

Þetta er annars allt eitthvað svo dapurlegt - ekki vegna þess að hún sé dáin, heldur vegna þess hvernig hún lifði - dapurlega heimsk og klaufaleg blondína sem lifði á því sem hún hafði, en skildi í rauninni ekkert eftir sig - gerði ekkert til að gera heiminn betri.  Innantómt líf sem endaði með innantómum dauðdaga.


mbl.is Aðdáendur Önnu Nicole tjá tilfinningar sínar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband