Færsluflokkur: Sjónvarp

Live Earth tónleikarnir

Live_Earth_LogoÞegar Live Earth tónleikarnir voru kynntir var það sem röð tónleika í sex heimsálfum sem áttu að standa samfellt í 24 tíma.  Staðsetning tónleikanna hefur að vísu breyst örlítið - tónleikarnir í Bandaríkjunum hafa til dæmis verið færðir milli borga, en að öðru leyti virðist staðsetningin hafa verið negld niður strax í febrúar.

Púkinn skilur þess vegna ekki þessa umræðu núna í maí -  hafi Ísland einhvern tíman verið inni í umræðunni sem mögulegur vettvangur, þá er ljóst að við misstum af lestinni fyrir löngu síðan.

Það er athyglivert að sjá hverjir verða flytjendur á tónleikunum, jafnvel virðast einhverjar hljómsveitir ætla að taka saman að nýju fyrir þessa tónleika.  Þeir sem koma fram á Wembley eru til dæmis

 


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl dagsins - Ekki af þessum heimi

Nú veit Púkinn ekki hvort einhverjir íslensku auðmannanna eru Star Trek aðdáendur, en sé svo, þá er hér komin hin fullkomna jólagjöf til þeirra.

Star Trek íbúðin er nefnilega komin í sölu á eBay.  Þessi íbúð var hönnuð með geimskipið Voyager sem fyrirmynd.

Það er svolítið erfitt að lýsa henni með orðum, en unnt er að fá nokkurs konar sýndarferð um hana hér

Uppboðið sjálft á eBay er hins vegar hér.


Bruðl dagsins - það er gaman í baði

tv-bathtub_12Eins og Púkinn sagði frá í gær, mun hann reglulega benda íslenskum bruðlurum og öðrum áhugasömum á margvíslegan skemmtilegan óþarfa.

Óþarfi dagsins er baðker með innbyggðu sjónvarpi, útvarpi, DVD spilara og stafrænum hitamæli.

Ýmsar útgáfur eru í boði en sú sem myndin hér er af er frá Kóreu og myndi kosta um hálfa millján komin hingað til lands.

Sé þetta ekki nægjanlega flott, má benda á bandarískt fyrirtæki sem nefnist CalSpa, en þeir framleiða nuddpotta með innbyggðu heimabíói.  Aðeins þarf að ýta á einn takka og þá rís upp 42" flatskjár ásamt fullkomnu hljómflutningskerfi.


Er Silvía Nótt púkaleg?

silvia_nottPúkinn er, eðli málsins samkvæmt, sérfræðingur í öllu sem getur kallast púkalegt.  Þar sem sumir vilja meina að Silvía Nótt falli í þann hóp hefur Púkinn tekið málið til vandlegrar athugunar.

Púkinn á það einnig sameiginlegt með Silvíu Nótt að vera ekki nema að hluta raunverulegur - heldur bara sérstök hlið persónuleika "eiganda" síns.

Púkinn hefur því miður ekki fengið Silvíu Nótt í heimsókn ásamt lífvörðum sínum, en slík uppátæki vekja svipuð viðbrögð og annað athæfi hennar -  þessa tilfinningu sem Púkinn kýs að nefna broshroll

Þetta stafar af árekstri tveggja ósjálfráða viðbragða - annars vegar langar Púkann til að hlæja vandræðalega, en hins vegar til að hlaupa öskrandi í burtu, haldandi um eyrun.

Broshrollur er hins vegar þreytandi til lengdar, þannig að niðurstaða Púkans er að þótt Silvía Nótt sé ekki púkaleg, er hún orðin svolítið þreytt - hugmyndin er gjörnýtt.

Púkinn á hins vegar 11 ára gamlan púkaunga, og mörgum jafnaldra hennar finnst Silvía Nótt ennþá vera fyndin, þannig að ef til vill heldur aðdáendahópurinn Silvíu Nótt á lífi enn um sinn.


mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti þáttur sápuóperunnar

Eins og ég sagði hér mátti búast við framhaldi af Anne Nicole Smith sápuóperunni.  Sá spádómur rættist jafnvel fyrr en ég bjóst við.

Hvað skyldi gerast í næsta þætti?


mbl.is Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anne Nicole Smith - sápuópera

ann_nicole_smith_1 Ef einhver hefði handritahöfundur hefði skrifað upp svona sögu og reynt að selja kvikmyndaframleiðenda hana, þá hefði honum verið sparkað út og sagt að vera ekki með svona fjarstæðukennt bull.

Svona söguþráður gæti einungis gengið í útslitinni sápuóperu eins og Leiðarljós (Guiding light), sem hefur gengið áratugum saman og engin man lengur hver hefur haldið fram hjá hverjum með hverjum.

Líf hennar var reyndar líkara sápuóperu en hversdagslegum raunveruleika - þar skiptust á hæðir og lægðir, en alltaf mátti ganga að því sem vísu að skrautlegt framhald yrði í næsta þætti.

Peningar, kynlíf, eiturlyf, dularfull mannslát - þessi sápuópera myndi vera bönnuð börnum.

Og, að sjálfsögðu eins og vera ber í slíkum þáttum, þá lýkur sögunni ekki við andlát aðalpersónunnar, heldur verða væntanlega málaferli í gangi árum saman, barnsfaðernismál, forræðisdeilur og erfðamál, svo ekki sé minnst á málaferli vegna kvikmyndaréttarins.

Franmhald í næsta þætti


mbl.is Þrír segjast vera feður dóttur Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband