Sjálfseyðingarhvöt kirkjunnar

atheist-ghost-buster.thumbnailÞað er ekkert leyndarmál að Púkinn er þeirrar skoðunar að skipulögð trúarbrögð séu ein versta uppfinning mannkynsisns frá upphafi - svikamyllur sem ekkert erindi eigi til þjóðfélagsins í dag.

Púkinn myndi gjarnan vilja sjá kirkjuna hverfa, eða a.m.k. að stórlega yrði dregið úr áhrifum hennar, en það er athyglivert að þessa dagana þarf Púkinn (og aðrir trúleysingjar) ekkert að hafa fyrir þessu - kirkjan er önnum kafin við að eyðileggja ímynd sína, án nokkurra afskipta trúleysingjanna, sem halla sér bara aftur á bak og horfa á innbyrðis deilur, argaþras, siðferðisbresti, yfirhylmingar og önnur vandræðamál kirkjunnar manna.

 


mbl.is Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála þessum pistli. Komin tími til að kirkjan láti fólk í friði...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: Dingli

Ég hef lengi haldið því fram, að trúarbrögðin séu farin að hefta manninn og samfélög hans, til frekari andlegs og vitsmunalegs þroska.

Tek fram, að hér á ég við stóru skipulögðu trúarbrögðin, einkum eingyðingstrúar-rugglið, sem er orðið að marghöfða eyðandi skrímsli.

Dingli, 23.8.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband