Aumingja Steingrímur

icesave.jpgPúkinn myndi ekki vilja vera í sporum Steingríms og þurfa að vinda ofan af IceSave klúðrinu - en í þessari umræðu má ekki gleyma því hverjir bera ábyrgð á þessu klúðri.

Sökudólgur 1: Landsbankinn og eigendur hans. Stofnun IceSave var drifin áfram af óafsakanlegri græðgi.

Sökudólgur 2: Fjármálaeftirlitið.  Þetta apparat brást gersamlega - menn hefðu átt að neyða Landsbankann til að reka IceSave í sjálfstæðu dótturfyrirtæki, (eins og Kaupþing gerði með Edge reikningana) til að takmarka mögulegt tjón Íslendinga.

Sökudólgur 3: Ríkisstjórn Geirs H. Haarde.  Viðbrögð ráðamanna þegar allt hrundi sköpuðu ákveðið vandamál.  Með því að ábyrgjast innistæður í útibúum á Íslandi, en ekki erlendis var tekin meðvituð ákvörðun um mismunun - og það er vandséð hvernig sú mismunun stenst lög.

Ef ríkisstjórnin hefði til dæmis sagt "Við ábyrgjumst aðeins innistæður að því marki sem tryggingasjóður er fær um", þá væri IceSave málið dautt - en að vísu hefði allt orðið vitlaust hér á íslandi ef allir sparifjáreigendur hefðu tapað ævisparnaði sínum.

Ef ríkisstjórnin hefði sagt "Við ábyrgjumst allar innistæður í íslenskum krónum, en ábyrgjumst aðeins innistæður í erlendri mynt að því marki sem innistæðutryggingasjóður er fær um", þá hefði ekki verið um að ræða sambærilega mismunun eftir þjóðerni - þeir hefðu tapað sem ættu gjaldeyrisreikninga í bönkum á Íslandi, en Bretar og Hollendingar hefðu ekki átt sterka kröfu.

Ef ríkisstjórnin hefði sagt "Við ábyrgjumst allar innistæður, en allar endurgreiðslur verða eingöngu í íslenskum krónum og dreifast á næstu 10 ár", þá væri vandamálið mun viðráðanlegra.

En...vegna þess hvernig ríkisstjórn Geirs H. Haarde stóð að þessu, þá sköpuðu þeir þessa sterku kröfu sem Bretar og Hollendingar eiga - Það má deila um útfærsluna á endurgreiðslunni, og vissulega hafnaði þjóðin þeirri útfærslu sem búið var að semja um, en krafan er sterk og hún er ekkert að hverfa á næstunni.

Aumingja Steingrímur - það er erfitt að þurfa að taka ábyrgð á mistökum annarra.


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaða SKULDBINDINGAR er hann eiginlega að tala um???????  Var Landsbankinn ekki einkabanki og helstu rökin fyrir einkavæðingunni á sínum tíma voru að þá væri EKKI ríkisábyrgð á athöfnum hans, var bara verið að blekkja almenning þá????

Jóhann Elíasson, 18.9.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Landfari

Steingrímur á nú ekkerteftir til að taka ábyrgð á mistökum annara. Hann rís ekki undir ábyrgð á eigin mistökum.

Það er full ástæða til að kalla saman Landsdóm til að ræða málefni Steingríms.

Landfari, 18.9.2010 kl. 14:21

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Áuk athugasemdar Jóhanns má bæta því við að ekki var búið að lofa neinu áður en sjs tók við - það fyrsta sem hann átti að gera var að hætta að tala tóma vitleysu -

hlusta á ÓRG - stefna gordon brown fyrir alþjóðadómstól og segja bretum og hollendingum að hypja sig norður og niður.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 21:30

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Halló er einhver heima! Nú er Björgólfur T Björgólfsson sagður ríkasti maður á Íslandi hvers vegna skildi það nú vera?

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband