Þeir sem ég ætla að kjósa (og hvernig ég fann þá)

Það er ekki auðhlaupið að því að velja þá frambjóðendur sem hafa sömu áherslur og maður sjálfur, en Púkanum tókst þó að finna nokkur nöfn - og þótt áherslur Púkans séu hugsanlega aðrar en áherslur meirihlutans, þá gæti aðferðin gagnast mörgum.

Það sem Púkinn gerði var að notakosningakönnun DV, http://www.dv.is/stjornlagathing/konnun/ en á nokkuð sérstakan hátt.  Vandamálið við DV vefinn er nefnilega að ekki er hægt að stjórna vægi spurninga þannig að hætta er á að kerfið stingi upp á einhverjum sem maður er ósammála í öllum veigamestu málunum, bara af því að maður er sammála viðkomandi í "smámálum".

Það sem borgar sig að gera er að velja örfáar spurningar sem maður telur skipta mestu máli og svara þeim - en velja "vil ekki svara"  við allar hinar spurningarnar - þá er þeim sleppt í úrvinnslunni.  Síðan er hægt að skoða tillögurnar og henda út aðilum af ýmsum ástæðum - þeim sem eru sjálfum sér ósamkvæmir, hafa of sterk tengsl við einhverja aðila, eða virðast hreinlega ekki gera sér grein fyrir tilgangi stjórnarskrárinnar.

Eftir að Púkinn hafði á þennan hátt vinsað burt fjölda einstaklinga voru nokkur nöfn eftir.   Púkinn valdi síðan þá þrjá sem hann ætlar að setja í efstu sætin, en þeir eru:

2853 Þorkell Helgason

_orkellhelgasonsvipan.jpg

 Eitt mikilvægasta mál stjórnlagaþingsins að mati Púkans er að endurskoða kosningafyrirkomulagið - persónukjör og landið sem eitt kjördæmi, takk fyrir - Púkinn er þreyttur á kosningakerfi sem er beinlínis hannað til að sjá til þess að hér séu aðeins 4-5 flokkar.  Púkinn á heldur ekki samleið með neinum sérstökum flokki, en gæti hugsað sér að kjósa fólk úr flestum flokkum.  Púkinn er líka þreyttur á kjördæmapoti - vill þingmenn sem eru fulltrúar allra Íslendinga og hugsa um hagsmuni þjóðarinnar, en ekki bara "sinna" kjósenda.

Þorkell Helgason er sá frambjóðandi sem einna mesta þekkingu hefur á kosningakerfum og skoðanir hans og Púkans fara saman - ef Þorkell nær kjöri verður ekki komist hjá því að hlustað verði á það sem hann hefur að segja og þess vegna vill Púkinn kjósa hann.

Svipan: http://www.svipan.is/?p=13758

DV: http://www.dv.is/stjornlagathing/thorkell-helgason/konnun

 

 

9365 Ómar Ragnarsson

omar.jpgÞað þarf ekki að kynna Ómar og það vita allir hvaða gildi hann stendur fyrir.  Púkinn er svolítið viðrini í stjórnmálum og skilgreinir sig helst sem "hægri-grænan", en hann kaus Íslandshreyfingu Ómars og skammast sín ekki fyrir það.

Púkinn vill sjá auknar áherslu á réttindi borgaranna til betra lífs í stjórnarskránni - hvað varðar umhverfismál og almenn mannréttindi og Ómar er ótrauður baráttumaður á þeim sviðum.  Þess vegna vill Púkinn kjósa hann.

 

 

 

 

 

4096  Svanur Sigurbjörnsson

svanursig-svipan.jpg Púkinn er ekki mikill stuðningsmaður trúarstofnana og er algerlega andvígur forréttindum "þjóðkirkjunnar".  Svanur er einn margra frambjóðenda sem deila þeirri skoðun með Púkanum og þar sem hann hefur líka skynsamlegar skoðanir að öðru leyti vill Púkinn kjósa hann.

DV: http://www.dv.is/stjornlagathing/svanur-sigurbjornsson/konnun

Svipan:  http://www.svipan.is/?p=13692

 

 

 

 

 

 

Það var að sjálfsögðu fjöldi annarra sem lenti á lista Púkans: 

6340 Björn Einarsson, 8309 Áslaug Thorlacius, 4547 Eggert Ólafsson,  4921 Birna Þórðardóttir, 9948 Illugi Jökulsson, 7517 Arnaldur Gylfason, 5196, Þórhildur Þorleifsdóttir, 6208 Sigurður G. Tómasson svo nokkrir séu nefndir - þeirra númer munu verða á listanum - já og ætli Púkinn bæti ekki síðan við í lokin nokkrum fyrrverandi samstarfsmönnum og kunningjum sem eru í framboði.

Efstir á listanum verða samt þeir þrír sem Púkinn taldi upp að ofan.

Svo er bara að bíða og vona.


mbl.is Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Ég sé að Púkinn sjálfur hefur ekki frétt af sigtinu hans Thors Kummer (http://77.37.13.117/sigti.html). Hér má á andartaki útfæra þær aðgerðir sem þú lýsir og kosta svona mikla fyrirhöfn á DV-síðunni.

Listi yfir frambjóðendur er til hliðar og breytist í hvert sinn sem þú svarar nýrri spurningu. Spurningarnar eru þær sömu og hjá DV og upplýsingar og myndir sóttar þangað)

Jón Daníelsson, 26.11.2010 kl. 17:34

2 Smámynd: Púkinn

Þetta sigti er snilld.....mæli með  því!

Púkinn, 26.11.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Vendetta

Ég myndi nú ekki segja að hún væri snilld, efnislega séð, því að það vantar alveg spurningu/svör varðandi fullveldisafsal/ESB, sem þó er eitt mikilvægasta málið.

Vendetta, 26.11.2010 kl. 21:34

4 Smámynd: Jón Daníelsson

Vendetta: Vissulega eru spurningar DV bæði misvel og misilla valdar. Það gildir líka um svarmöguleikana. Og rétt að mikilvægar spurningar vantar. En sigtið er það langskásta sem við höfum og ég tek einfaldlega undir með Púkanum sjálfum í athugasemdinni hér að ofan.

"Þetta sigti er snilld.....mæli með  því!"

Jón Daníelsson, 26.11.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband