Tóbak, khat og önnur fíkniefni

380px-rational_scale_to_assess_the_harm_of_drugs_mean_physical_harm_and_mean_dependence_svg.pngÞað er næsta víst að ef á vesturlöndum væri ekki hefð fyrir neyslu tóbaks og það væri fyrst að berast hingað núna, þá væri það umsvifalaust flokkað sem hættulegt fíkniefni og við sæjum sennilega í blöðunum fréttir um að tóbakssmyglarar hefðu verið gripnir og þeirra biði fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en á sama tíma væri allt í góðu gengi hjá ÁKVR, Áfengis og Khat verslun ríkisins.

Það er nefnilega þannig að vegna sögulegs slyss er tóbak þolað í okkar þjóðfélagi, en önnur fíkniefni (sem jafnvel eru minna skaðleg eða minna vanabindandi) eru bönnuð.

Púkinn er alls ekki að leggja til að sala á þeim efnum verði leyfð, heldur að minna á að að það eru í raun engar áðstæður aðrar en hefð fyrir því að leyfa tóbak yfirhöfuð.

Púkans vegna mætti gjarnan banna tóbak alfarið, en veita samt skráðum tóbaksfíklum einhvern aðlögunartím.  Hugmyndin um að selja tóbak í apótekum höfðar hins vegar ekki til Púkans - svona vara á ekki heima þar.


mbl.is „Heimskulegt frumvarp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er rétt. Ef Walter Raleigh hefði komið til Englands með kókaín frá S-Ameríku í staðinn fyrir tóbak, þá væri kókaín leyft í dag og tóbak bannað, enda er engin reykjarfýla af kókaíni.

Myndin t.h. hjá þér er sennilega ekki rétt, því að LSD er ekki sérstaklega vanabindandi. Það ætti því að vera neðar á skalanum. Hins vegar, ef Physical Harm getur líka þýtt andlega skaðsemi og/eða heilaskemmd, þá ætti bæði Cannabis og LSD að vera lengra til hægri. Þetta er mín skoðun, ekki sem heilaskurðlæknis, heldur sem leikmanns.

Ástæðan fyrir því, að LSD er ekki vanabindandi er vegna þess að líkaminn (heilinn) framleiðir sams konar efni, en í minna mæli. En sýran getur haft mjög slæmar andlegar afleiðingar í sumum tilfellum, eins og flestir vita. Staðhæfingin um að mikil neyzla cannabiss valdi heilaskemmd (álíka og ofdrykkja) er byggð á samtölum undirritaðs við fólk, sem hefur reykt hashish daglega. Það var alveg eins og tala við Homer Simpson eða Peter Griffin.

Vendetta, 9.6.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband