Eru atvinnuleysisbætur of háar?

10kronurEf munurinn á atvinnuleysisbótum og lágum launum er það lítill að það borgar sig frekar að vera atvinnulaus en að fá sér vinnu, þá er ljóst að eitthvað er ekki í lagi - vinnuletjandi kerfi mun valda öllum skaða til lengdar.

Gallinn er bara sá að það er engin einföld lausn til á vandamálinu.

Að lækka atvinnuleysisbætur myndi tæplega ganga upp - fyrir utan að enginn stjórnmálamaður myndi leggja það til, því slík tillaga jafngilti sennilega pólitísku sjálfsmorði.

Að hækka lágmarkslaunin er heldur ekki lausn - slík hækkun myndi leiða til verri afkomu þeirra fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á láglaunastörfum - þau yrðu þá annað hvort að draga saman seglin (sem myndi senda fleira fólk á atvinnuleysisskrá), eða hækka verð á vörum og þjónustu, sem myndi á endanum leiða til verð- og launahækkanabylgju í gegnum allt þjóðfélagið...en þeir sem væru á atvinnuleysisbótum myndu sitja eftir, í sömu stöðu og ef bætur þeirra hefðu verið lækkaðar.

Púkinn er þeirrar skoðunar að kerfið í heild þurfi endurskoðunar við og í þeirri endurskoðun séu tvö lykilatriði.

Í fyrsta lagi verði að gera meiri kröfur til að fólk sé í virkri atvinnuleit - ef fólk hafnar vinnutilboðum, skerðist atvinnuleysisbætur þeirra sjálfkrafa - þetta myndi ekki hafa áhrif á þá sem eru atvinnulausir vegna þess að engin störf við þeirra hæfi eru í boði á þeirra svæði, en þetta myndi skerða bætur til þeirra sem kjósa að vinna ekki.

Í öðru lagi verður að efla endurmenntun, og gera virka þáttöku í (endurgjaldslausum) endurmenntunarnámskeiðum og slíku að skilyrði fyrir fullum bótum - slíkt myndi líka gera fleirum mögulgt að sækjast eftir betur launuðum störfum.

Við verðum að hafa kerfi sem er vinnuhvetjandi, ekki vinnuletjandi.


mbl.is Þiggja bætur frekar en láglaunastörfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Atvinnuleysisbætur (og örorkubætur) eru of lágar og það eru lágmarkslaunin líka. Ef þú kynnir þér málin betur með því að ræða við atvinnulaust fólk, þá muntu vita, að Vinnumálastofnun gefur stórýkta mynd af ástandinu. Flestir atvinnuleitendur fá á þeirra síðum tilboð um störf, sem þeir uppfylla engan veginn hæfniskröfur varðandi menntun.

Ég þekki einn rafmagnsverkfræðing sem var mjög sveiganlegur í starfsleit sinni og leitaði að vinnu á fjölmörgum sviðum (ekki nauðsynlega verkfræði, einnig á lægri þrepum) þar sem hann myndi uppfylla kröfur um menntun og reynslu. Vinnumálastofnun stakk upp á að hann sækti um starf sem yfirlæknir á sjúkrahúsi eða lögfræðingur! Æ ofan í æ! Jafnvel þótt verkfræðingurinn hefði hvorki læknis- né lögfræðimenntun og gæti ekki undir neinum kringumstæðum fá þessi störf. Fyrst hann sækir ekki um þau af augljósum ástæðum, lítur Vinnumálastofnun á það sem höfnun og setur inn í sína tölfræði sem aðferð letingja til að komast hjá því að vinna. Samhliða því, þá sýnir þessi brenglaða tölfræði að þrjátíu sinnum fleiri atvinnuleitendum voru boðin störf en gátu sótt um (þannig aðferðir kallast á kurteisislegu máli að fela sannleikann með tölfræði).

Eins og er með allmargar opinberar stofnanir á landinu, þarf að hreinsa verulega út hjá Vinnumálastofnun.

Vendetta, 6.9.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vendetta, ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Ef þessir atvinnuleitendur uppfylltu ekki hæfniskröfur vegna einhverra starfa, þá getur ekki verið um það að ræða að þeir hafi hafnað því að þiggja störfin. Þá  hljóta atvinnurekendurnir að hafa hafnað þeim sem starfskröftum, ekki öfugt.

Annars er það rétt að bæði atvinnuleysistrygging og lágmarkslaun eru of lág.

Ég var rétt í þessu að tala við ágætan kunningja minn sem rekur fyrirtæki. Hann sagðist hafa reynt að hafa fólk í vinnu, en jafnvel þó hann borgaði þeim lágmarkslaun, væri það of dýrt, reksturinn gat ekki borið sig með starfsmönnum.

Þá benti ég á að það væru 60.000 ríkisstarfsmenn á Íslandi og eitthvað kostaði að borga þeim laun. Flestir gera þeir sennilega fátt annað en að drekka kaffi og fylgjast hver með öðrum gera ekki neitt. Auðvitað sligar svona ríkisbákn atvinnulífið.

Þess má geta að sá sem þetta ritar hefur verið atvinnulaus í tvö ár, en hefur hafið nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Ég hef sennilega sótt um a.m.k. 100 störf, en ekkert fengið. Hef verið tilbúinn að taka störf sem gefa lítið meira en atvinnuleysisbætur í aðra hönd.

Theódór Norðkvist, 6.9.2011 kl. 16:56

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég held að Vendetta hafi kmið inna dulítið hér að ofan sem hefur gleymst.

Embættismannakerfið hér á landi hefur enn ekki hætt að þenjast út og akkúrat ekki rassgat verið gert í því að fækka, taka til, smræma, samhæfa, leggja niður eða gripið til annarra þeirra gífuryrða sem pólitískussar leggja sér í munn þegar þeir þurfa að hreyfa til bakland sitt (þar sem mest fylgið liggur), NEFNILEGA HJÁ FÓKI HJÁ RÍKI OG SVEITARFÉLÖGUM SEM ERU ÍÐÁSKRIFTUM AÐ MJÖG GÓÐUM LAUNUM FYRIR LÍTIÐ SEM (OG JAFNVEL EKKERT) VINNUFRAMLAG)

Með bætur að þá hafa þær nýlega hækkað til samsvarandi og jafnvel meiri hækkanna en almenn laun þó að flegtir sem eru þokkalega vel gefnir (lítið af þeim á Alþingi) geri sér grein fyrir að ef laun hækka að þá EIGA bætur ekki að gera það sama þar sem bætur ERU EKKI LAUN. Fólk á ekki að geta get neitt nema skrimt á bótum. Ef að fólk kemst upp með að hafa hlutina þokkalega á bótum af hverju ætti það að vera að vinna?

Eins og Vendetta segir. 80% af útlögðum kostnaði ríkisins eru laun svo hvernig á ríkið að geta dregið saman seglin án þess að "taka til" og segja upp, t.d. til jafns við "opna markaðin" því raunin er í raun enn sú að kreppan hér heima er ekki hjá BSRB og öðrum ofvernduðum heldur ASÍ og þeim sem þurfa að skrimta utan kerfis sem hér er farið að líkjast óþækilega mikið því sem var og hét í USSR:

Óskar Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 18:43

4 Smámynd: Vendetta

Theódór, það sem ég meinti var að fólk sem alls ekki uppfyllir neinar kröfur til starfs, sækir auðvitað ekki um starfið. Hvaða vit væri í því? "Ég leyfi mér að sækja um starf sem heilaskurðlæknir. Ég hef enga læknismenntun, en ætla að skrá mig í læknisfræði í haust" eða "Ég er rétta manneskjan starfið sem lögfræðingur í ráðuneytinu. Ég hef enga lögfræðimenntun, en kann fullt af því að horfa á CSI og "L. A. Law". Þannig umsóknum yrði ekki einu sinni anzað. Það er nógu niðurdrepandi að fá höfnun við umsóknum þar sem menn uppfylla allar kröfur, án þess að bæta á það.

Ég tek ekki fyrir það, að einhverjir vilji frekar vera á bótum en að vera í vinnu, en gæti það ekki verið vegna þess að þeim sem fá vinnu sé refsað í kerfinu m.t.t. sviptingu húsaleigubóta og lækkun barnabóta, einfaldlega vegna þess að tekjumörkin eru of lág? Þá þarf að breyta því, hækka þessi mörk.

Annars eru þeir sem fá örorkubætur, en vilja komast út á vinnumarkaðinn þrátt fyrir örorkuna og fá þannig laun í stað bóta (til að svelta ekki heilu hungri), mikið ver settir en atvinnulausir. Því að allt að helmingur þeirra lausra starfa sem Vinnumálastofnun auglýsir eru sérstök "vinnumarkaðsúrræði" þar sem aðeins fólk á atvinnuleysisskrá eru ráðnir, þar eð hið opinbera niðurgreiðir launin. Engin þannig transitional úrræði eru til fyrir örorkubótaþega sem vilja komast út úr bótakerfinu og standa á eigin fótum. Auk þess þurfa örorkubótaþegar að endurgreiða megnið af þeim bótum sem þeir hafa fengið það sem af er árinu.

En hvað sem öðru líður, þá er stærsta vandamálið að það er ekki nægilega mörgum störfum til að dreifa. Og ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að bæta ástandið (nema fyrir bankastjórana). Þegar opinberir starfsmenn eða stjórnmálamenn segja: "Enginn vill þiggja láglaunastörf" til að fegra sorgleg sinnuleysi ríkisstjórnarinnar, þá er það lóðrétt lygi. Hvert sem maður hringir og spyr um auglýst starf, þá er svarið: "Já, það eru komnar fleiri tugir umsókna um þessa einu stöðu."

Unglingar eru í verstu stöðunni. Í ófaglærð störf fyrir unglinga 13-18 ára fá sum fyrirtækin (t.d. Bónus) um 200 umsóknir í hverjum mánuði.

Vendetta, 6.9.2011 kl. 19:59

5 Smámynd: GunniS

því miður sjást svona fréttir í dag, ég segi því miður því atvinnuleysisbætur og lægstu laun eru langt fyrir neðan það sem þarf til að lifa á íslandi í dag, og langar mig að minna á neysluviðmið og reiknivél sem er að finna inni á vef velferðarráðuneytisins. 

hér um áramótin 2008/2009 þá fór atvinnuleysið úr 2000 og upp í 12.000 og það hefur verið á því róli síðan sem segir manni að það hefur ekkert verið gert í því að skapa störf sem töpupuðst í hruninu.  svo finnst mér að fólk sem hefur ekki kynnst avinnuleysis sjálft. eða hvernig er að lifa af bótum, eigi helst ekki að tjá sig um þessi mál. eða þennan málaflokk.  

GunniS, 6.9.2011 kl. 21:45

6 Smámynd: Sigurjón

,,Þá benti ég á að það væru 60.000 ríkisstarfsmenn á Íslandi og eitthvað kostaði að borga þeim laun. Flestir gera þeir sennilega fátt annað en að drekka kaffi og fylgjast hver með öðrum gera ekki neitt. Auðvitað sligar svona ríkisbákn atvinnulífið."

,,NEFNILEGA HJÁ FÓKI HJÁ RÍKI OG SVEITARFÉLÖGUM SEM ERU ÍÐÁSKRIFTUM AÐ MJÖG GÓÐUM LAUNUM FYRIR LÍTIÐ SEM (OG JAFNVEL EKKERT) VINNUFRAMLAG"

Svona orð segja meira um þá sem þau segja en þá sem þau eru um. Vafalaust eru nokkrir ríkisstarfsmenn sem gera lítið, en það eru líka nokkrir hjá einkageiranum.

Þetta gjaldfellir alveg ykkar innlegg...

Sigurjón, 6.9.2011 kl. 22:48

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Theódór, það sem ég meinti var að fólk sem alls ekki uppfyllir neinar kröfur til starfs, sækir auðvitað ekki um starfið. Hvaða vit væri í því? (Vendetta)

Málið er ekki alveg svona einfalt. Þú getur séð starf auglýst og taldar upp ákveðnar kröfur. Talið þig uppfylla kröfurnar, en atvinnurekandinn er kannski ekki sammála. Oft er það huglægt mat, a.m.k. í þeim tilfellum sem ekki er beðið um sérstaka menntun sem umsækjandinn hefur ótvírætt ekki.

Theódór Norðkvist, 7.9.2011 kl. 00:52

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kominn tími til að kveikja á perunni Sigurjón, það er varla að það nóri á henni. 

En hvernig er það annars Púki færðu engan til að vinna fyrir þig ennþá?

Magnús Sigurðsson, 7.9.2011 kl. 10:06

9 Smámynd: Púkinn

Ég réð fjóra sem voru að ljúka námi í HR í framhaldi af verkefni sem þeir unnu hér með skóla ... það er bara skortur á menntuðu fólki með reynslu.

Púkinn, 7.9.2011 kl. 12:08

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ræðurðu þá ekki bara svoleiðis fólk til þín frá Evrópska efnahagssvæðinu?  Það er allt bullandi í atvinnuleysi þar og kostar meira að lifa.

Magnús Sigurðsson, 7.9.2011 kl. 15:45

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sigurjón.

Hversu mikið hefur ríkið í raun dregist saman?

Svarið er .... ÞAÐ HEFUR ÞANIST!

Einkageirinn er að taka á sig 95% af öllum samdrætti.

Það sem þingmenn hvers tíma gera aftur á móti er að byrja á að segja upp einhversstaðar þar sem að fólk finnur verulega fyrir því (löggæsla og heilbrigðiskerfið) en ekki í embættismannakerfinu eða ráðuneytunum.

Hvað gerist þegar skipt er um þingmenn?

Þeir ráða inn sína egin menn til að vera yfir þeim sem eru fyrir. Fáum eða engum er sagt upp! Ef að A-O kemt einu sinni á spenann hjá ríkinu dettur sá hinn sami ekki "óvart" af aftur. Þetta er vandamálið hjá ríkinu í hnotskurn.

Í BNA t.d. er hreinsað út út Hvíta Húsinu og öllum nefndum og ráðum. Síðan koma menn með sína egin menn í stöðurnar.

Óskar Guðmundsson, 7.9.2011 kl. 16:48

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er nú bara ný frétt sem staðfestir þetta sem ég var að tala um. Þetta er meira að segja hætt að vera fyndið.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/09/07/allt_ad_23_adstodarmenn/

Einhver hefur lýst geðveiki þannig að hún felist í að gera alltaf það sama aftur og aftur, jafnvel þó það skili hörmulegum afleiðingum í hvert sinn, en vonast eftir að það skili jákvæðri niðurstöðu að endingu.

Ég veit allavega ekki á hvaða lyfjum þetta fólk er sem stendur fyrir svona löguðu.

Theódór Norðkvist, 7.9.2011 kl. 18:04

13 Smámynd: Sigurjón

Magnús: Það logar glatt og mér dettur ekki í hug annað en að mótmæla svona þokubulli sem ég vitnaði í.

Óskar: Komdu með heimildir fyrir þessari tölfræði og ég skal gúddera hana. Fyrr ekki.

Ég hef unnið bæði í einkageiranum og er núna starfandi hjá ríkisstofnun. Það er ekkert síður slugsað í einkarekna fyrirtækinu en ríkisfyrirtækinu, jafnvel meira.  Annars er ekkert mikið verið að slæpast hvort sem er...

Sigurjón, 11.9.2011 kl. 20:31

14 identicon

Hvað heldur þú Púki minn að lág laun séu lág, hvað veistu um atvinnuleysisbætur?  Ég er atvinnulaus og þigg 100 þúsund krónur á mánuði til að framfleyta mér, ef ég ætti ekki mann til að hjálpa mér þá myndi ég missa aleiguna og meira til.  Saman erum við samt ekki of launuð get ég sagt þér.  Aldeilis ekki. 

Ég er sammála því sem Sigurjóni segir hér fyrir ofan, þau lág,markslaun sem í boði eru víða eru öllum til skammar og vinnumálastofnun leikur sér fram og til baka að tölum sem upp eru gefnar og oft í engu samræmi við raunveruleikann.

Annars hvet ég þig til að lesa skrifin mín um atvinnuleysi, bætur og afkomu, þær eru fimm og allar mjög fróðlegar þó ég segi sjálf frá. http://ingahel.blog.is/blog/ingahel/entry/1184054/

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 09:34

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það þarf að skilgreina hvað er lágmarksframfærsla á íslandi og miða atvinnukleysisbætur við það.. að lægstu laun séu svo lág að það borgi sig að vera atvinnulaus segir EKKERT um bæturnar heldur þess meira um þá samspillingu verkalýðsforystu og atvinnulífs sem viðgengist hefur í þessu kjánalandi áratugum saman..

Óskar Þorkelsson, 18.9.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband