Skoffín og skuggabaldur?

skoffin_postur.jpgPúkinn veltir fyrir sér hvort einhverjar af þeim þjóðsögum sem eru til um skoffín og skuggabaldra mætti rekja til þess að hingað hafi fyrr á öldum slæðst einn og einn minkur með skipi.

Skoffín og skuggabaldrar áttu að vera grimm dýr, afkvæmi refa og katta - þótt slíkt sé erfðafræðilega útilokað, þá er það spurning hvort lýsingin gæti ekki komið heim við minkinn - grimmur ferfætlingur sem augljóslega var hvorki köttur né refur.


mbl.is Minkur með Norrænu til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hugvitsamleg kenning.

Þorsteinn Sverrisson, 21.9.2011 kl. 19:28

2 Smámynd: Vendetta

Líka áttu að vera til fjörulallar, sem fólki ber ekki saman um hvernig leit út. En þessi skrímsli voru auðvitað ekki til. En fáfræði, heimska, hjátrú og hræðsla við skrímsli varð þess valdandi, að kind sem vara vepjast niðri í fjöru þegar einhver smali fór fram hjá í myrkri varð að ógurlegu fjörulallaskrímsli, svo að greysmalinn hljóp æpandi heim.

Svona var fólk á Íslandi vitlaust í gamla daga. Ekki snefill af vísindalegri aðferðarfræði neins staðar. Öllu trúað, ekkert athugað. Þetta gilti ímyndaðar skepnur eins og fjörulalla, illhveli, skuggabaldur, skoffín, Lagarfljótsorminn, jólaköttinn, tröll, huldufólk, fylgjur, Þorgeirsbola, uppvakninga auk ofsatrúar á drauma og fyrirboða.

Stundum eru svona goðsagnir seiglífar, jafnvel góð tekjulind. Tökum t.d. Loch Ness skrímslið, sem var í raun og veru sirkusfíll, sem einhver tók óljósa mynd af og laug síðan að öllum, að þetta væri skrímsli. Fólk í Inverness lifir af þessu enn þann dag í dag.

Varðandi lygar og auðtrúa fólk: Nú á dögum hefur annað, en illkvittnara, tekið við á Íslandi: Fólk gleypir í dag hrátt og trúir blint á kjafta- og lygasögur af náunganum (aðaltómstundaiðja dusilmenna hér á landi). Sérstaklega bitnar þetta á fólki sem ekki fær rönd við reist. Ekki ósjaldan kemur sorpblaðið DV að svona óþverra. Ég sá í fréttunum, að þetta blað væri enn á hausnum. Ég vona bara að það hætti alveg að koma út.

Vendetta, 21.9.2011 kl. 19:41

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg pæling..

vendetta, Loch Ness skrímslið er með amk 800 ára skráða sögu.. engar ljósmyndir þar á ferð.. hins vegar varð þessi mynd sem þú minnist á til þess að faraldurinn varð að heimsviðburði.

Óskar Þorkelsson, 24.9.2011 kl. 07:44

4 Smámynd: Vendetta

Satt er það. En nú erum við á 21. öldinni og Nessie er enn söluvara. Ætla má, að einhverjir sem hvorki hafa rökræna hugsun né nægilega greind trúi enn á að það lifi risavaxið sjávardýr í Loch Ness, þótt líkurnar á því séu u.þ.b. 0,00%. Sem eru álíka litlar líkur og að það finnist Lagarfljótsormur, silungamóðir, loðsilungur og nykur. Allt voru þetta undarleg ferskvatnsdýr sem sveitafólk á Íslandi trúði að væri til því að það vissi ekki betur. Varðandi fylgjur og huldufólk, þá má leiða líkur að því að fólk hafi haft ofskynjunareinkenni 24/7 vegna myglusvepps í rökum híbýlum.

Hins vegar er hægt að fyrirgefa þetta með skuggabaldur. Þekking fólks á genum eða möguleika á því að óskyldar tegundir gátu átt afkvæmi fyrr á öldum var takmörkuð. Enda hafði þetta fólk sjaldnast "On the Origin of Species" við hliðina á Vídalíspostillu á bókahillunni. Hugsunin hefur verið svona: Ef asni og hestur geta átt afkvæmi, hvers vegna þá ekki köttur og refur? Þau eru svo nauðalík, bæði með skott og af svipaðri stærð.

Vendetta, 24.9.2011 kl. 13:21

5 Smámynd: Vendetta

Varðandi þetta með minkinn, var hann ekki fluttur til landsins mikið síðar en trúin á sk/sk var við lýði? Og svo er (með tilvísun í ofskynjunareinkenni í fyrri athugasemd) eftirtektarvert, að engum tókst nokkurn tíma að fanga eitt einasta af þessum furðudýrum. Sem sagt engin áþrifaleg sönnunargögn fyrir goðsögnunum, sem lifðu sínu eigin lífi í vitund sveitafólks.

Vendetta, 24.9.2011 kl. 13:27

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við nánari hugsun getur minkur vart verið orsökin fyrir þessum fyrirbærum skoffin og skuggabaldur því minkurinn kemur frá norður ameríku og þangað fóru íslendingar vart eða þaðan komu skip vart til íslands nema rett fyrir aldamótin 1900...

Óskar Þorkelsson, 24.9.2011 kl. 17:29

7 Smámynd: Púkinn

Það er til evrópsk minkategund líka og þeir gætu auðveldlega hafa borist hingað á miðöldum með skipum.

Þessi tegund er hins vegar nánast horfin í Evrópu - hugsanlega vegna þess að hún hafði ekki mótstöðuafl gegn þeim sjúkdum sem bárust með amerísku tegundinni, en hún var algeng fram á 19. öld. 

Púkinn, 4.10.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband