Virðisaukaskattur á netinu ... breytir nánast engu.

taxmanÍ frétt mbl.is segir "Þeir sem kaupa sér vörur og þjónustu á netinu þurfa von bráðar að borga virðisaukaskatt af nánast öllu því sem þeir kaupa þar.

Púkanum sýnist þetta dæmigerð "ekki-frétt", því þeir sem kaupa sér vörur og þjónustu á netinu þurfa nú þegar að borga virðisaukaskatt af nánast öllu því sem þeir kaupa þar.

Ef fólk kaupir t.d. vörur á eBay, þá er virðisaukaskatturinn innheimtur hjá tollinum á Íslandi - nokkuð sem virðist hafa farið framhjá höfundi greinarinnar á mbl.is.

Einu undantekningarnar hingað til eru vegna rafrænnar afhendingar á vörum og þjónustu - nokkuð sem tollurinn hefur ekki getað gripið inn í, en þessari lagabreytingu er ætlað að stoppa upp í það gat.

Fyrir fyrirtæki sem kaupa t.d. þjónustu hjá Amazon Web services þá breytir þetta engu - þetta er eins og hver annar virðisaukaskattur af aðföngum sem þau fá endurgreiddan síðar.

Einstaklingar munu hins vegar þurfa að borga þennan virðisaukaskatt, en það eru ekki margir seljendur sem ná umræddu lágmarki í sölu til Íslands.  Í raun sýnist Púkanum að helstu áhrifin munu verða vegna kaupa á rafbókum frá Amazon.com og vegna kaupa á tónlist og öðru efni frá iTunes.


mbl.is Virðisaukaskattur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Nema að ég hugsa að þetta muni ekki einu sinni ná til iTunes.  Maður getur ekki verslað á iTunes nema að vera með notanda skráðan í Bandaríkjunum og svo fyllir maður á með gjafakortum.

Þetta mun líklega ná til hins Íslenska "AppStore" sem nýlega fór í loftið.

Við fyrstu yfirferð á þessum lögum sýnist mér að þessi breyting á lögum mætti alveg eins kalla "Amazon viðbótin".

Ra (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 13:00

2 identicon

Kannski verða einu afleiðingarnar af þessu að ýtt verður undir ólöglegt niðurhal.  Það að hækka verð verulega á bókum/tónlist/kvikmyndum/hugbúnaði ,sem dreift er rafrænt, gæti haft þau áhrif.

Ra (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 14:32

3 Smámynd: Púkinn

Ég held þetta gæti barasta verið rétt hjá þér.

Púkinn, 22.12.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband