(Ekki svo) góðir kennarar?

TeachingGrunnskólakennarar njóta ákveðinna forréttinda umfram margar aðrar stéttir. Það virðist skipta ósköp litlu máli hversu góðir þeir eru í raun í starfi sínu.  Frami þeirra og launahækkanir virðist fyrst og fremst ráðast af starfsaldri og ýmsu öðru, en ekki því sem Púkanum finnst í rauninni mestu máli skipta - hversu góðir kennarar þeir eru.

Tveir kennarar geta haft sömu menntun, og sömu starfsreynslu, en annar getur kveikt áhuga hvers árgangsins eftir annan á viðfangsefninu, meðan hinum tekst að drepa niður allan námsáhuga nemendanna.  Samt myndu þessir tveir kennarar hafa sömu laun að öllu óbreyttu.

Púkinn var svo heppinn að hafa nokkra góða kennara á sínum námsárum, en inn á milli voru aðrir sem voru þannig að Púkinn hugsar enn í dag til "kennslu" þeirra með hryllingi.

Í dag á Púkinn lítinn púkaunga sem stundar grunnskólanám og svo virðist sem staðan sé lítið breytt.

Púkinn vill gott menntakerfi og er tilbúinn að greiða sinn skerf til samfélagsins til að stuðla að því, en launahækkanir yfir línuna til kennara er að mati Púkans ekki rétta leiðin til að bæta kerfið.  

Almennir grunnskólakennarar virðast hins vegar hafa næsta lítinn áhuga á því að skoða kerfi sem umbunar þeim kennurum sem standa sig best.

Er eina lausnin að starfrækja einkaskóla sem geta gert auknar kröfur til frammistöðu kennara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband