Vanhæfir foreldrar

fjorhjolPúkinn á bágt með að skilja hvað er að foreldrum þeirra drengja sem voru teknir (og ekki í fyrsta skipti) fyrir akstur á fjórhjólum.  Þetta eru nú ekki ódýrustu leiktækin á markaðnum, þannig að hér er augljóslega um að ræða fólk með of mikla peninga og of lítið vit í kollinum.

Það er á svona stundum sem Púkanum finnst það jaðra við að vera hlálegt að fólk skuli þurfa leyfi til að meiga eignast hund, þar sem krafist er umsagnar tvegggja valinkunnra manna, en engar hæfniskröfur séu gerðar til þeirra sem eignast börn.

Foreldrar sem ítrekað leyfa 10 og 12 ára börnum sínum að rúnta um á svona tækjum eru vanhæfir - það er ekkert meira um það að segja. 

Vonandi átta foreldrarnir sig ef barnaverndaryfirvöld fara að gera athugun á heimilishögum þeirra, en hins vegar finnst Púkanum það dapurlegt að lögreglan skuli ekki hafa heimild til að gera meira.  Það vantar leyfi til að gera svona tæki upptæk undir svona kringumstæðum

Þetta er reyndar sama og Púkinn vill sjá varðandi bíla þeirra sem gripnir eru viðakstur undir áhrifum - það ætti að gera bílana upptæka, eða að minnsta kosti að kyrrsetja þá til lengri eða skemmri tíma.  Þetta eru jú tæki sem eru notuð til að fremja með afbrot.

Vonandi kemur að því að einhverjir þingmenn átti sig á kostum svona lagaheimildar.


mbl.is 10 og 12 ára teknir á fjórhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arfi

Verð samt að bæta við þetta hjá þér að hlutir eins og fjórhjól eru litnir öðrum augum í sveitum heldur en í borginni. Ég er ekki að segja að þetta sé sveitafólk, en ég veit bara af eigin reynslu, að þegar ég var lítil og í sveit þá var það ekkert mál að fara á fjórhjólið. Ég man eftir einu skipti þegar við vorum 5 krakkar með eitt fjórhjól, litla kerru aftaná því og reipi hangandi úr kerrunni. Tveir sátu á hjólinu, einn hékk í reipinu og restin sat á kerrunni og tók myndbönd. Auðvitað rispaðist maður og skrámaðist, og ég eyðilagði fallega hvíta stuttermabolinn minn Tek það samt fram að þetta var utanvega, á einkalóð.

Þetta er ein af bestu minningum mínum úr æsku :) Við vorum á aldrinum 8-13 ára. 

Arfi, 24.4.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Hermann Valdi Valbjörnsson

Sjálfur er ég búsettur á Blönduósi og get nú næstum fullyrt að þetta er engin vanhæfni hjá foreldrum að leyfa svona að eiga sér stað.  10 ára er kannski fullungt en 12 ára, sé ekkert að því að leyfa honum aðeins að leika sér. 

Hermann Valdi Valbjörnsson, 24.4.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Púkinn

Þér finnst það ekki vanhæfni hjá foreldrum að leyfa börnum sínum að brjóta lög?  Það er greinilegt að uppeldið á þér hefur mistekist.

Púkinn, 24.4.2007 kl. 09:58

4 Smámynd: Arfi

Mér finnst bara greinilegt að púkinn var ekki alinn upp í sveit

Foreldrar mínir, búsettir í borginni, leyfðu mér aldrei að leika mér svona. En þar sem ég var á sumrinn var það ekkert mál.

Hefur þú aldrei brotið lög? 

Arfi, 24.4.2007 kl. 10:27

5 Smámynd: Arfi

Mér finnst bara greinilegt að púkinn var ekki alinn upp í sveit

Foreldrar mínir, búsettir í borginni, leyfðu mér aldrei að leika mér svona. En þar sem ég var á sumrinn var það ekkert mál.

Hefur þú aldrei brotið lög? 

Arfi, 24.4.2007 kl. 10:28

6 Smámynd: Púkinn

Eignarrétturinn er ekki heilagur. Ólöglegir hlutir eru gerðir upptækir - skítt með eignarréttinn 

Hvað það varðar að þessi tæki fari ekki hratt yfir, þá er 45 km/klst hraði meiri en nógur til að slasa sig alvarlega.  Púkanum finnst rétt að vernda börn - séu foreldrarnir ekki færir um það.

Púkinn, 24.4.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Púkinn

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan þarf að hafa afskipti af þessum stráklingum.  Finnst þér það virkilega eðlilegt?

Púkinn, 24.4.2007 kl. 11:54

8 Smámynd: Björn

Mér finnst persónulega að þú ættir að vera búin að kynna þér málið betur áður en þú ferð að dæma foreldrana sem þú þekkir ekki neitt. Og eru þessir hlutir eitthvað verri heldur en foreldrar sem senda börnin sín án eftirlits niður í miðbæ reykjavíkur um helgar ?

Björn, 24.4.2007 kl. 12:18

9 Smámynd: Björn

Mér finnst persónulega að þú ættir að vera búin að kynna þér málið betur áður en þú ferð að dæma foreldrana sem þú þekkir ekki neitt. Og eru þessir hlutir eitthvað verri heldur en foreldrar sem senda börnin sín án eftirlits niður í miðbæ reykjavíkur um helgar ?

Björn, 24.4.2007 kl. 12:21

10 identicon

Vanhæfir foreldrar? Er þér annt um öryggi barna? Hvað með að leyfa börnunum að læra að bjarga sér sjálf og læra af mistökum, myndir þú frekar láta barnið þitt hanga inni í playstation því það er öruggara en að leyfa því að leika sér útá leikvelli? Það sem ég hef lesið eftir þig er eintómt væl og þröngsýni, djöfull hlýtur þú að vera leiðinleg manneskja til að tala við.

Jakop Trausti Þórðarson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 19:50

11 Smámynd: Hermann Valdi Valbjörnsson

Ég fékk nú ekki slæmt uppeldi, fæddur og alinn upp á Siglufirði.  Þú já hefur greinilega aldrei búið í sveit og/eða hefur aldrei fengið þá ánægju sem fylgir því að keyra svona tæki.  Og þar af leiðandi geturu ekki svarað spurningunni um hversu hættulegt þetta sé, veit að svona krakkar bara af persónulegri reynslu hætta sér ekki mjög hratt á svona dóti.

Hermann Valdi Valbjörnsson, 24.4.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband