Guðfræðilegar rannsóknir?

atheist-ghost-buster.thumbnailPúkinn á ofurlítið bágt með að skilja eðli guðfræðilegra rannsókna.  Gott og blessað ef rannsóknirnar byggja á einhverju áþreifanlegu, svo sem samamburði á gömlum handritabrotum, en hvernig "rannsóknir" geta leitt eitthvað í ljós um tilvist Limbo er Púkanum hulin ráðgáta.  

Menn myndu hlæja sig máttlaus ef út kæmi niðurstaða eftir áratuga rannsóknir á jólasveinunum og fjölskyldu þeirra þar sem komist væri að þeirri niðurstöðu að í rauninni borðaði Grýla ekki óþekk börn - nún bara lokaði þau inni.

Að nota orðið "rannsóknir" yfir svona kjaftæði jaðrar við að vera móðgun gagnvart öllum þeim vísindamönnum sem stunda raunverulegar rannsóknir á raunverulegum fyrirbærum.

Púkanum stendur reyndar rétt á sama um vandræðaganginn hjá Vatíkaninu, enda er hann ekki kristinn, hvað þá kaþólskur.

Það er hins vegar von Púkans að svona umræða verði til að vekja einhverja til umhugsunar um á hversu veikum fótum öll trúarbrögð heims standa í raun - ef einhverjir fara að hugsa sjálfstætt í staðinn fyrir að taka mark á árþúsunda gömlum skáldsögum er það gott mál.


mbl.is Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þó sumir trúi ekki þá eru samt margir sem gera það og sannfæring þeirra er ein af staðreyndum lífsins.  Ég geri ráð fyrir að guðfræðilegar rannsóknir gangi út á að rannsaka allar heimildir um tiltekin atriði og komast að því á hve sterkum grunni þær standa kenningalega.

Kenningin um Limbó hefur aldrei verið skilgreind sem kennisetning kirkjunnar. Hún var guðfræðileg tilgáta sem að mestu hvíldi á kenningu hl. Ágústínusar um erfðasyndina en var hafnað sem boðun fyrir löngu og guðfræði nútímans hafnar henni. Þetta kom fram í frétt mbl en hefði mátt gera það með enn skýrari hætti. Sjá hér: [1

Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.4.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband