Afrit...afrit....afrit!

BackupRecoveryÁ þeim 27 árum sem eru liðin frá því að Púkinn komst fyrst í kynni við tölvur hefur honum tekist að týna miklu magni af gögnum.  Gögnum sem ekki væru týnd ef afritunarmál hefðu alltaf verið í góðu lagi - en þótt þau séu í lagi í dag, hefur það ekki alltaf verið þannig.

Púkinn hefur einnig lent í því að reyna að bjarga fólki sem hefur lent í hremmingum eins og að uppgötva að eina eintakið af lokaritgerðinni þeirra var týnt, nokkrum dögum áður en skilafrestur rann út.

Með tilliti til þeirrar reynslu sem Púkinn hefur í að týna (og bjarga) gögnum, ætlar hann að leyfa sér að prédika ofurlítið um afrit og afritatöku.

  • Afrit er lítils virði ef það er geymt á sama stað og upphaflegu gögnin.  Til hvers að taka afrit af skrá og geyma hana annars staðar á harða diskinum?  Ef diskurinn bilar er sennilegt að afritið týnist líka.  Sama á við ef afrit af mikilvægum gögnum er t.d. tekið á DVD disk og hann geymdur í sömu tösku og ferðatölvan - ef tölvunni er stolið er ósennilegt að þjófurinn sé það tillitssamur að hann skilji afritið eftir.
  • Afrit er einskis virði ef það er ekki í lagi. Það er nauðsynlegt að athuga afrit öðru hverju, sækja eina og eina skrá úr því og ganga úr skugga um að þær hafi verið rétt afritaðar.
  • Afrit er einskis virði, nema það sé tekið af réttum hlutum.  Það er til dæmis gagnslaust að eiga afrit af mikilvægum skrám, dulkóðuðum með PGP ef ekkert afrit er til af PGP lyklinum.
  • Afrit er lítils virði ef það er úrelt.  Sumar skrár úreldast aldrei, svo sem stafrænar ljósmyndir, en öðrum er breytt daglega.  Sé afritið of gamalt, miðað við úreldingartíma skráarinnar, er það oft ónothæft.

mbl.is Týndu tímaritinu við hrun tölvukerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Amen á það! Oft gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað sum gögn eru gífurlega mikilvæg fyrr en þau glatast. Eins og ljósmyndir, eitthvað sem er skoðað rosalega sjaldan, en þegar það glatast virðast tilfinninganar margfaldast og fólk sér svo eftir því að hafa ekki geymt þær á CD eða þess háttar og bölvar sér í svefn. Ég sjálfur er verulega paranojd þegar kemur að svona málum, þegar ég vinn í ritgerðum eða verkefnum sem skipta máli þá tengi ég einfaldlega iPoddinn við tölvuna, svo af og til dreg ég skránna á hann, bara svona just in case ef tölvan springur ;P Það er ekkert flókið að gera afrit, skrifa á disk, yfir á USB lykil, eða já iPod, nota skráarkerfið hér á mbl.is eða jafnvel maila skránna til sín ef póstþjónninn geymir póstinn. Bara algjört möst!

Gunnsteinn Þórisson, 2.5.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Haukur Örn Dýrfjörð

Ég er einmitt að kynna vefsíðu sem gerir manni auðvelt að afrita/varðveita sýnar ljósmyndir og myndbönd. Einnig er hægt að búa til sín eigin viðskipti með þessari síðu.

» Photodog.biz

Ps.
Vissir þú að meðal endingar tími á skrifanlegum CD/DVD diskum eru 2-5 ár og eftir þann tíma er mikil hætta á að gögnin á disknunum sé ólesanlegur. Og ég þarf væntanlega ekki að nefna það en geri það samt að harðir diskar í tölvum og flökkurum (líka í iPod) eiga það til að hrynja/skemmast og verða ólesanlegir.

Haukur Örn Dýrfjörð, 4.5.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband