Skemmdarverkahúsmæður

Það að vinna skemmdarverk á eignum annarra er ákveðið merki um vanþroska - flestir krakkar vaxa upp úr því um 5 ára aldurinn, en því miður eru einhverjir sem gera það ekki.

Sú staðreynd að umrædd kona var með barnastól í bílnum gæti bent til þess að hún ætti börn - og sé svo, þá vorkennir Púkinn því barni, að þurfa að alast upp hjá svona foreldri - það liggur við að manni finnist dapurlegt að það eru strangari kröfur gerðar til þeirra sem vilja eignast hund en til þeirra sem vilja eignast börn.

Púkinn hefur annars oft ritað um þann sóðaskap sem veggjakrot er og vill gjarnan sjá gripið til aðgerða, en eins og staðan er, þá má Púkinn ekki einu sinni setja upp eftirlitsmyndavél með upptökubúnaði á sínu eigin húsi til að fylgjast með skemmdarvörgum. 


mbl.is Kona „graffar" í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvað með að teflonhúða alla útveggi?

Elías Halldór Ágústsson, 21.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Enn og aftur.......þetta var ekki ég ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 21.5.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Fúlimúli

Þú segir "þá má Púkinn ekki einu sinni setja upp eftirlitsmyndavél með upptökubúnaði á sínu eigin húsi". Eru einhverjar reglur um hver má setja upp "öryggismyndavélar" og hvernig fara eigi með efni úr þeim?

Þó svo að veggjakrot sé óþolandi þá finnst mér ekki síður alvarlegt að menn setji upp eftirlitsmyndavélar og hlaupi svo með upptökur úr þeim í fjölmiðla sem birta þær. Ég sé ekki tilganginn með þessari birtinu. þarna slasaðist enginn, ekki er sérstaklega verið að auglýsa eftir konunni né eru almenningshagsmunir í húfi.

Fúlimúli, 21.5.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Sigurjón

Svona vandalismi er óþolandi!

Sigurjón, 22.5.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Bah

Flott mynd sem þú birtir þarna með.. Osesh er maðurinn.. http://www.fotolog.com/sleepwalkers þarna geturu skoðað meira ógeðslegt vanþroska krot eftir hann eins og þú vilt meina..


Skil ekki hvað fólk er að líkja graffiti við "Vandalism".. þó einhver liti vegginn þinn þá er hann ekki ónýtur.. heldur rokinu alveg jafn vel í burtu, svo til hvers að væla. Ég verð að segja eins og einhver nefndi hérna á annari blog síðu að þetta veiti reykjavík bara stórborgarbrag og maður hefur eitthvað til að horfa á meðan maður bíður eftir strætisvagni eða fær sér göngutúr á ægissíðunni, graffiti listamenn eru framtíðin.

Bah, 22.5.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband