Að veiða svikahrapp

scamcomputerSamhliða fjölgun fjársvikapósta á netinu, þá fjölgar þeim sem stunda þá "íþróttagrein" að veiða svikahrappa - fá þá til að standa í stöðugum bréfaskriftum og beita þeirra eigin aðferðum gegn þeim.  Svikahrapparnir gera jú út á græðgi annarra, en fórnarlömbin geta líka leikið þann leik.

Á vefnum  má finna margar góðar sögur um slíkt, en sem dæmi um slíka má taka bréfaskriftir þar sem einhver vafasamur aðili í Nígeríu er að reyna að svíkja pening út úr Fred Flintstone og Wilmu konu hans. (sjá þennan hlekk), en það eru mörg önnur svipuð dæmi á Scamorama.com síðunni.

Hafi einhverjir hér á landi hug á að stunda svikahrappaveiðar, eru nokkrar reglur sem þarf að fylgja, en mikilvægast af öllu er að gefa ekki upp rétt nafn, símanúmer eða heimilisfang í bréfaskrifunum og helst senda póstinn frá órekjanlegu hotmail póstfangi eða öðru slíku - þetta eru glæpamenn og ef einhver ætlar að gera þá að fíflum er augljóslega ekki gott að þeir viti hver viðkomandi raunverulega er.


mbl.is Ný hrina fjársvikatölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Líklega er þetta bara leiðin Friðrik. Snúa þessum ósóma upp á þá. Spurningin er bara sú hverjir nenna að standa í því að gera sér þetta að áhugamáli?

Haukur Nikulásson, 5.6.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Það sem verst með svikahrappana er ef nægilega margir svara þeim.  Málið er að sem stendur er það tímalega hagkvæmt að stunda svona iðju þar sem merkis-suð hlutfallið fyrir þá er hátt.  Ef netverjar tækju sig til og drekktu þeim í fölskum undirtektum og sneri við merkis-suð hlutfallinu þá væri þetta ekki hagkvæmt lengur og iðjan legðist af.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 6.6.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þeta átti náttúrulega að vera FYRIR, ekki með (úbs, púkinn bjargar ekki svona auðveldlega )

Árni Steingrímur Sigurðsson, 6.6.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Einar Indriðason

Athugasemdir 2 og 3 eiga líka við um SPAM eða ruslpóst.  Því miður eru nógu margir sem svara spam-i til að það borgar sig fyrir spammerana að senda ruslið út.  Það getur verið nóg að 100 til 500 svari af *TUTTUGU MILLJÓN RUSLPÓSTSKEYTA* til að það borgi sig fyrir spammer að senda út.

Einar Indriðason, 6.6.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband