Illa siðaðir hundaeigendur

irishsetter47Púkinn er búinn að fá sig fullsaddan á lausagöngu hunda í Reykjavík.  Það eru nefnilega margir hundaeigendur sem eru svo illa siðaðir að þeir telja sig hafna yfir allar reglur og að þeim leyfist að sleppa hundum lausum á stöðum eins og Miklatúni.

Púkinn hefur séð til manns sem leggur bíl sínum við Kjarvalsstaði í lok vinnudags og sleppir tveimur hundum lausum, svona til að þeir geti hreyft sig aðeins og gert þarfir sínar þar sem þeir vilja.  Púkinn hefur líka séð til hóp fólks sem hittist þar reglulega og sleppir hundunum sínum, svona til að leyfa þeim að hreyfa sig aðeins.

Sé þessu fólki bent á að bannað sé að vera með lausa hunda á túninu, er almennt svarað með skætingi - "Mér finnast svona reglur heimskulegar", eða "Þar sem ég átti heima áður var þetta leyft".

Púkinn var að velta fyrir sér hvað væri að þessu fólki, en komst að lokum að niðurstöðu - það var rangur aðili sendur á hlýðninámskeið - það hefði átt að vera eigandinn, ekki hundurinn.

Það versta við þetta - svona heimska getur leitt til þess að fleiri kvarti yfir hundunum og ætli afleiðingin yrði þá ekki að með öllu yrði bannað að vera með hunda í garðinum - nokkuð sem líka myndi bitna á þeim hundaeigendum sem hafa rænu á að vera með hundana sína í ól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Sammála, og ég er hundaeigandi! En bara til að benda þér á, þá er það yfirleitt eigandinn sem fær mestu þjálfunina út úr svona námskeiðum. Því er samt ekki að neita að borgaryfirvöld ættu kannski að koma upp afgirtu svæði fyrir lausahlaupin, á Miklatúni. Setja þar jafnvel möl, sem hægt er að skipta út reglulega og draga úr sýkingarhættu á milli hunda og skaffa kúkapoka í von um að umgengnin verði hreinleg og góð. En er það kannski bara frekja að vonast eftir því komið er til móts við  þarfir hundana? Ég held að það þurfi að líta á málið frá báðum sjónarhornum, til að vel ætti að vera og allir geti lifað sáttir í samlyndi. Hundar eru komnir til að vera í borginni, borgin þarf því að komast yfir á þessa öld með það eins og aðrar Evrópskar borgir.

Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Einar Jón

Geturðu ekki svarað með skætingi á móti? 

"Mér finnast svona reglur heimskulegar" -> "Getur verið að það sért þú sem ert heimskulegur?" eða "Mér finnst heimskulegt að það megi ekki lemja lögbrjóta eins og þig. Má ég þá gera það?"

"Þar sem ég átti heima áður var þetta leyft" -> "Viltu þá ekki bara fara þangað með hundinn? Hér er þetta bannað."

Svo má nudda trýninu á eigandanum upp úr hundaskítnum, svo að hann læri að hreinsa eftir sig og sína.

En sennilega væri öruggara að fara á sjálfsvarnarnámskeið fyrst...

Einar Jón, 27.8.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er hundaeigandi og ætla rétt að vona að það sé meiripartur hundaeiganda sem hreinsa upp eftir hundana sína. Þegar ég fer út með minn hund eru alltaf plastpokar með í för.

En ég er sammála Bjarndísi. Ég er leið yfir því hversu fáa staði er hægt að fara á með hunda og leyfa þeim að hlaupa aðeins frjálsum. T.d. þessi hugmynd hennar með Miklatún, þ.e. afgirt svæði myndi aðeins auka á mannflóruna/dýraflóruna og flestir hefðu ánægju af að ganga hjá og skoða hundana.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég er hundaeigandi og á fallega Íslenska tík,en því miður þá er það satt sem púkin er að segja,allt of margir hundaeigendur virða ekki þær reglur sem þeir gangast undir er þeir fá leyfi fyrir hundinum sínum,ég hef orðið vitni að því að hundi var sleppt út úr bíl á Suðurlandsbraut seint að kvöldi og látinn hlaupa með bílnum,þegar ég blikkaði og flautaði á viðkomandi öku/hundaeiganda fékk ég bara frægt amerískt fingramerki.
Svona framkoma kemur niður á öllum hinum sem fara eftir reglum og þó maður sé ósáttur við að hafa hundin í bandi þá er Það ekki hægt að hafa hann lausan hér í henni Reykjavík,nema á Geirsnefi og kanske Geldingarnesi á meðan það er óbyggt.Fúlt kannske en þetta eru þær reglur sem við göngumst undir.Svo má líka skrifa langan pistil um framkomu ekkihundaeiganda,en það er eins og ég segi annar pistill

Sigurlaugur Þorsteinsson, 27.8.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Linda

Vitanlega eiga hundar að vera í bandi, það er nú ekki svo flókið.  Sem hundaeigandi þá sé ég þetta sem ábyrgðar mál, þó mætti alveg vera fleiri staðir fyrri hundaeigendur til þess leyfa hundum að vera lausir í smá stund enn það er allt í lagi að hafa svæðin þannig gerð að maður sé ekki að labba í drullu (mold)að ökklum vegna hversu lélega er gengið frá svæðinu, samanber svæðinu Í öskjuhlíð.

Linda, 28.8.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband