Eru bloggarar nöldrarar?

grumpyPúkinn var að skoða allmörg blogg af handahófi og komst að tvennu.

Í fyrsta lagi eru margir bloggarar hreinræktaðir nöldrarar, en í öðru lagi er nöldur ekki vænlegt til vinsælda.

Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, en skoðum þetta nú aðeins nánar.   Það eru mismunandi hlutir sem fara í taugarnar á fólki.  Í tilviki Púkans eru það meðal annars eftirfarandi atriði:

  • Almennt agaleysi í þjóðfélaginu og virðingarleysi fyrir eignum og réttindum annarra,  Undir þetta falla hlutir eins og ölvunarakstur, veggjakrot, sóðaskapur, tillitsleysi gagnvart fótgangandi og hjólandi fólki og margt fleira í svipuðum dúr.
  • Hátt gengi krónunnar, enda kemur það illa við lífsviðurværi Púkans.
  • Bruðl.  Púkanum gremst að sjá fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna sóað í kjaftæði.
  • Trúarrugl - þegar fólk reynir að stjórna lífi annarra eftir einhverjum úreltum, árþúsundagömlum skræðum.
  • Skammsýni stjórnmálamanna.

Aðrir hafa svipaða lista og eins og Púkinn þá nöldra viðkomandi gjarnan yfir sínum nöldurmálum á bloggsíðunum.  Sumt af því eru mál sem Púkinn getur á engan hátt tekið undir (eins og slæmt gengi íslenska landsliðsins), en annað getur Púkinn svo sem skilið, þótt það ergi hann ekkert sérstaklega sjálfan.

Það sem Púkinn rak hins vegar augun í er að hreinræktuð nöldurblogg eru alls ekki líkleg til vinsælda og þau blogg sem raða sér í efstu sæti bloggvinsældalistans eru alls ekki í hópi nöldurblogga.  Sum þeirra vinsælustu eru uppfull af jákvæðni.  Önnur fjalla ef til vill um efni sem ekki eru jákvæð, eins og baráttu einstaklinga við sjúkdóma, en þau falla heldur ekki undir nöldurblogg.

Niðurstaðan er semsagt sú að nöldur í óhófi fælir fólk í burtu - nokkuð sem kemur væntanlega engum á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður

Marta B Helgadóttir, 29.8.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Illar tungur gætu nú sagt að þetta væri nöldur líka

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2007 kl. 12:19

3 identicon

Haha Þorsteinn, nákvæmlega

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður punktur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband