E102, E104, E107, E110, E120, E122, E123, E124, E127, E128, E129, E131, E132, E133, E142, E150, E154 og E155.

coloursEr einhver góð ástæða fyrir því að fóðra íslensk börn á tjörulitarefnum sem sum hver eru bönnuð í nálægum löndum, eins og Noregi?

Þegar erlend samtök foreldra ofvirkra barna ráðleggja að fenginni 30 ára reynslu að fólk sneiði hjá vörum með þessum "fæðubótarefnum", er þá ekki ástæða til að taka það alvarlega?

Það má vel vera að börnum finnist matur skemmtilegri útlits ef hann er litaður með sterkum tjörulitarefnum, en er foreldrum alveg sama þótt börnin láti svona efni ofan í sig?

Þessi breska rannsókn sem  nú var kynnt hefur staðið yfir í þrjú ár, en á þessum hlekk má sjá þriggja ára grein um upphaf hennar.


mbl.is Aukaefni í matvælum ýta undir ofvirkni samkvæmt rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Hvers vegna eru þessi efni notuð af framleiðendum.  Og enn frekar hvers vegna notum við þau.  Er það af því okkur er alveg sama.  Við virðumst ekki skilja að slæm líðan getur verið afleiðing E-efna.  Við skiljum orðin en finnum ekki tenginguna þarna á milli og þá er okkur alveg sama.  Kominn tími til að vakna upp og hugsa smá. Ekki bíða eftir forræðishyggjunni frá öðrum. 

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð regla að lesa innihaldslýsinguna afturábak á matvælum og byrja þannig að lesa um aukaefnin. Mestallt kjötmeti og fiskur sem seldur er í verslunum h´´er á landi inniheldur þvílíkt magn af alls kyns óþverra, að leitun er að öðru eins. Ef ekki er bætt við viktina með hveiti, bindiefnum og vatni, er þetta allt saman gegnsýrt af E- efnum og Metabysúlfat blöndum. Oj bara og undarlegt að þetta skuli lýðast. Enn undarlegra að fólk skuli endalaust versla þennan bölvaða óþverra.

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2007 kl. 16:10

3 identicon

Það er erfitt að reyna að stjórna fæðu barna (jafnvel eigin barna), en ég er alveg sammála að þessi e efni og fjölmörg önnur e efni ættu ekki að rata ofan í nokkurn mann, né barn, ætli það sé hreinlega ekki fljótlegra að telja upp þau e efni sem er í lagi að borða.

Svo er það herta jurtafitan, sem er (að ég held) bönnuð í Danmörku af því að það er deginum ljósara að hún veldur hjartasjúkdómum.

Mér finnst að leikskólar ættu bara að bjóða óunnin mat, vatn, grænmeti, ávexti, soðinn fisk osfrv., ekkert mjólkursamsull, amerískt genatilraunaflex eða bragðaukandi efnakokteila, því ég á í erfiðleikum með mitt barn hér heima, væri kanski auðveldara ef börnin lærðu ekki að borða pulsur, prins, mjölmeðhöndlunarbrauð, afmælisdaganammi og allt þetta sull í skólakerfinu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvernig er það, hefur ekki vatn E-númer? Ég veit fyrir víst að bæði C-vítamín, sítrónusýra, edik, mjólkursýra, súrefni, B2-vítamín, karamella og matarsódi eru öll með E-númer (E300, E330, E260, E270, E948, E101, E150a og E500).

Öll þessi efni hafa verið mjög algeng í fæðu okkar  frá örófi alda. Einkennilegast finnst mér þó að hvorki vatn né matarsalt hafi E-númer. 

Elías Halldór Ágústsson, 6.9.2007 kl. 17:16

5 Smámynd: Púkinn

Það er nú ekki sama E-númer og E-númer.

Púkanum er sérstaklega uppsigað við Azo litarefnin (koltjöruefnin),  en þau hafa öll númer á bilinu 100-199.  Á því bili eru hins vegar nokkur önnur litarefni sem eru sennilega algerlega meinlaus, eins og t.d. blaðgræna (E140) og gull (E175)

Púkinn, 6.9.2007 kl. 17:43

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Réttar ábendingar hér hjá Púka og fleirum. Sem matvælaframleiðandi um tíma þá prófuðum við að sleppa íblöndunarefnum (aðallega fosfötum), en verðsamkeppni og krafa markaðarins t.d. um lit eða áferð er slík að verskmiðjan fer á hausinn á nokkrum vikum. Neytendur segjast myndu kaupa eitt frekar en annað, en eru ekki tilbúnir þegar á hólminn er komið. Það má ekki auglýsa hér hvað er ekki í vörunni, sem mér finnst synd.

Ívar Pálsson, 6.9.2007 kl. 18:57

7 identicon

Takk kærlega fyrir ábendingarnar í þessum pistli sem og hlekkinn.  Getur verið að landinn sé of kærulaus í þessum efnum??? Velti því stundum fyrir mér.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: Agný

Merkilegt hvað við virðumst "borða" með  augunum....hver kannast ekki við það að börn/fólk segi eitthvað á þessa leið  ,, oj hvað þetta er ógeðslegt á litinn.." þannig að litur virðist hafa áhrif á það hvað okkur finnst líta girnilega út og hvað ekki..

Einu sinni prófaði ég að setja gulan matarlit í mjólkina...svona í sambandi við það að fólktalar um gula og bláa mjólk.. Ekki vildu synir mínir drekka þessa "gulu" mjólk....Oft hef ég sagt að það væri örugglega ágætt að vera blindur þegar maður borðar því þá er útlit og litur þess sem maður borðar ekki að trufla...En þeir sem eru blindir eru kansski ekki sammála þessu. 

Agný, 7.9.2007 kl. 01:43

9 Smámynd: Púkinn

Tja, það er veitingahús í London, þar sem þjónarnir eru blindir og fólk borðar í kolniðamyrkri.  Þú ættir kannski að prófa þann stað.

Púkinn, 7.9.2007 kl. 02:32

10 Smámynd: Sigurjón

Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki spáð nóg í þetta.  Hins vegar á ég engin börn, þannig að ég ber ekki ábyrgð á að þau séu ofvirk.  Ég hef reyndar það orð á mér að vera ,,vanvirkur" ef svo má að orði komast.  Það undrar marga að það renni í mér blóðið.

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband