"Hinsegin hjónabönd"

polygamyPúkinn var að hugleiða þessa "útvíkkun" á hjónabandshugtakinu, þannig að það nái yfir tvo samkynja einstaklinga.

En hvers vegna að láta þar staðar numið?  Er það ekki mismunun gagnvart þeim sem viðurkenna enn önnur tilbrigði við hjónabönd.  Hvers eiga fjölkvæningar t.d. að gjalda?  Setjum svo að hingað til lands flytji múslími með tvær eiginkonur - er það ekki mismunun gegn honum að íslenska kerfið viðurkenni bara eina eiginkonu?

Nú ef réttur hans til að vera í hjónabandi með báðum konum sínum verður viðurkenndur, þá hlýtur það sama að gilda fyrir þá sem aðhyllast önnur (eða engin) trúarbrögð - annað væri mismunun eftir trúarskoðunum, þannig að óhjákvæmilegt er að leyfa fjölkvæni í framhaldinu, ekki satt?

Síðan þarf auðvitað að lagfæra kynjamisréttið - það gengur auðsjáanlega ekki að leyfa körlum að eiga margar konur nema konur megi eiga marga menn - sem að sjálfsögðu opnar möguleikann á hóphjónaböndum, þar sem margir einstaklingar eru giftir mörgum einstaklingum af sama eða gagnstæðu kyni.  Annað væri mismunun, eða hvað?

En bíðum við - það er enn mismunun til staðar - það er enn gert ráð fyrir að fólk geti einungis gifst öðrum mannverum - þetta er að sjálfsögðu tegunda-ismi af verstu gerð - það verður að halda þeim möguleika opnum að fólk geti gifst vélmennum í framtíðinni. 

(Að gefnu tilefni vill Púkinn taka fram að umræður um giftingar barna, dýra og náskyldra koma þessu ekki við og athugasemdir um slíkt eru ekki velkomnar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Góður pistill!

Þetta gefur líka hestamennskunni alveg nýjar víddir.

Legg til að næst verið tekið á lögum um gæludýr.  Þá getum við gifst kisunni okkar og átt konuna sem gæludýr.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.10.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Loksins hefur einhver kjark til að tala um þessi mál. Það þorir enginn lengur að segja neitt um giftingu samkynhneigs fólks, því þeir sem opna munninn eru sakaðir um fordóma.

Þessi pistill er eins og talaður úr mínum munni því það sem þú ert að tala um er alveg rétt, hvað um menn sem vilja giftast ungum stúlkum eða konum sem vilja giftast ungum mönnum, undir 16 ára, er það ekki líka mismunun gagnvart þeim? Það eru ekki nema u.þ.b 50 ár síðan samkynhneigð eða samneyti við sama kyn varðaði fangelsi, er þá ekki hægt að breyta lögum um öll hjónabönd hvers eðlis sem þau eru.

Gott innlegg hjá þér púki. 

Helgi Jónsson, 22.10.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég veit um mann sem heitir Högni sem á kött sem heitir Tómas ,en þetta er fáránleg tillaga hjá þér - enda á ég fresskött.

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 14:44

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er stundum kallað slippery slope.

Annars sé ég ekki af hverju við ættum ekki að samþykkja fjölkvæni.

Aftur á móti sé ég ekki alveg hvaða réttindi væri verið að tryggja aðilum með giftingum við dýr eða menn.  Þetta snýst jú allt um réttindi.

Matthías Ásgeirsson, 22.10.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: halkatla

ertu í alvörunni á þeirri skoðun Matthías að það ætti að leyfa konum að giftast eins mörgum körlum og þær vildu, og körlum að giftast eins mörgum konum og þeir vildu? Sérðu virkilega ekkert athugavert við það?

ég sé persónulega ekkert að því að miða við það að staðfest sambönd séu milli tveggja fullveðja einstaklinga, það er MIKLU betra heldur en að bjóða heim allskyns mannréttindabrotaviðbjóði einsog viðgengst næstum ætíð í samfélögum þarsem fjölkvæni tíðkast, líka þó að fjölkvænið sé ólöglegt og stundað í leynum þá fylgir því næstum alltaf einhver óásættanleg mismunun og kúgun. 

halkatla, 22.10.2007 kl. 15:21

6 identicon

Ef margar konur vilja giftast mér og ég þeim... hverjum kemur það eiginlega við

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er gaman af svona hinsegin og púkalegum sjónarmiðum ...

Ágúst H Bjarnason, 22.10.2007 kl. 17:15

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

ÉG

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 17:30

9 Smámynd: Egill Óskarsson

Eru menn virkilega það skyni skroppnir að sjá ekki muninn á því þegar tveir fullveðja og fullþroskaðir einstaklingar vilja giftast og því þegar fullveðja og fullþroska manneskja girnist börn eða dýr? 

Ragnar, ég held að þú ættir að kynna þér aðeins betur það sem þú ert að tala um. 2% er líklega töluvert vanmat á fjölda samkynhneigðra á Íslandi.

Það bannar þér ekkert að giftast útlendingi á íslandi þó að hann/hún sé ekki orðin 24 ára. Þetta ákvæði, sem er reyndar út í hött, snýst um er að aðilar undir 24 geta ekki fengið dvalarleyfi á GRUNDVELLI hjónabands. Það þýðir ekki að útlendingur undir 24 ára aldrei geti ekki undir neinum kringumstæðum fengið dvalarleyfi enda eru hér fjölmargir yngri útlendingar.  

Egill Óskarsson, 22.10.2007 kl. 17:31

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta mistókst heldur betur. Vil bara taka undir með Ágústi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 17:31

11 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Þeir sem ekki skilja mun á því á fólki og dýrum eiga að halda sig utan við allar umræður.

Það er rétt að benda á að mikill munur er á fjölkvæni sem menningarsögulegu tæki til kvenkúgunar og fjöldahjónaböndum sem stofnað er til af frjálsum vilja allra þáttakanda. Hið síðarnefnda er víðar til en margir vita og er eftir því sem þáttakendur lýsa mesta martröð þegar kemur að réttindum. <a href="http://nielsenhayden.com/makinglight/archives/004560.html"> Hér er umræða</a> sem spratt af fréttum um mormónabæ þar sem stúlkubörn voru neydd til fjölkvænis, og þar sem í heimi vísindaskáldsagnalesenda eru ýmis kvistir koma fram sjónarhorn frá fleiri en einum lesanda sem eru í fjölsambandi. Anna Karen hefði gott af því að lesa þetta.

Björn Friðgeir Björnsson, 22.10.2007 kl. 18:04

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er alsæl yfir að búa með tveimur hommum. Ég sef meira að segja í miðjunni.

Svava frá Strandbergi , 22.10.2007 kl. 22:42

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki vildi ég þrífa í þessum rugluðu fjölskyldum.  Bar alls ekki. En þú púki??

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 23:32

14 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Frábært pistill púki  

Gísli Kristjánsson, 23.10.2007 kl. 07:21

15 Smámynd: a

Hef heyrt þessa athugasemd, fynst hún afar athyglisverð og gott innlegg í þessa umræðu. Stið þennan pistil.

a, 23.10.2007 kl. 12:04

16 Smámynd: Íslands-Bersi

Mér finnst að það eigi að leifa fjölkvæmi svo Múslímar mönum sem kúga konur geti kúgað fleiri það verður næst en það er gott á þá fleiri tengdamæður það er hefnd í hins vestræna heims

Íslands-Bersi, 23.10.2007 kl. 12:39

17 Smámynd: Halla Rut

Hverjum kemur við hverjum við giftumst og hve mörgum á meðan allir eru sáttir?

Ég bara skil ekki hvað málið er.

Ég mundi ekki vilja leyfa múslimum sem hingað mundu flytja að eiga margar konur og þá á þeim forsendum að þeir leyfa konum ekki að eiga marga menn svo þar er jafnrétti brotið.  Ef þeir mundu láta af þessu þá get ég ekki séð af hverju ætti að banna það.  Varðandi að giftast dýrum þá getur dýrið ekki sagt já svo þar væri réttur dýrsins brotinn svo við værum laus við að glíma við það. 

Halla Rut , 23.10.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband