Að deyja fyrir trú sína

Púkinn er stundum sakaður um að bera ekki virðingu fyrir skoðunum annarra.  Mikið rétt - það eru nefnilega ekki allar skoðanir þess eðlis að réttlætanlegt sé að bera hina minnstu virðingu fyrir þeim.

Sú skoðun Votta Jehóva að þeim beri að hafna blóðgjöf, jafnvel þegar þeirra eigið líf er í hættu er dæmi um þetta.  Fólk kýs að stofna lífi sínu í hættu, vegna skoðana sem byggja á 19. aldar túlkun á Biblíunni - túlkun hóps sem er einna þekktastur fyrir að hafa oftar haft rangt fyrir sér en flestir aðrir varðandi ýmsa spádóma gegnum tíðina - spádóma (sem að sjálfsögðu rættust ekki) varðandi endurkomu Krists og tengda atburði árin 1874,  1878, 1914, 1918, 1920, 1925, 1975.

Rannsóknir hafa sýnt að sú afstaða að hafna blóðgjöfum hundraðfaldar dánarlíkur kvenna vegna fæðinga - fara úr 1/100.000 í 1/1000, (sjá Khadra et al (2002). "A criterion audit of women's awareness of blood transfusion in pregnancy". BMC Pregnancy and Childbirth og  Singla et al (October 2001). "Are women who are Jehovah's Witnesses at risk of maternal death?". American Journal of Obstetrics and Gynecology)

Þessir tvíburar eru ekki fyrstu börnin sem verða móðurlaus vegna þessa.

Sem betur fer geta Vottar Jehóva þó aðeins framið sjálfsmorð með þessu - sú regla mun víst vera í gildi í flestum löndum að þurfi ólögráða börn þeirra nauðsynlega á blóðgjöf að halda og foreldrarnir neiti, þá eru foreldrarnir tímabundið sviptir forræði svo unnt sé að bjarga lífi barnanna.

Það sem er dapurlegast við þetta snýr auðvitað að börnunum - þau þurfa að alast upp vitandi það að móðir þeirra kaus frekar að fremja sjálfsmorð vegna trúarskoðana en að vera með þeim.

Vonandi tekst börnunum að losna undan þeim heilaþvotti sem leiddi til dauða móður þeirra. 


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Við eigum auðvitað ekki að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, heldur eigum við að bera virðingu fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir.

Þóra Guðmundsdóttir, 5.11.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góður pistill hjá þér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.11.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Púkinn

"að bera virðingu fyrir rétti annarra til að hafa skoðanir" er ódýr og innihaldslítill frasi.  Púkinn ber ekki virðingu fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem hafa neikvæð áhrif á líf annarra en þeirra sjálfra. 

Púkinn, 5.11.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mjög góður pistill.

Jónína Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband