Trúarviðhorfapróf á vefnum - í hvaða söfnuði áttu heima?

belief_o_maticErtu trúaður eða trúlaus - áttu samleið með einhverju sérstöku trúfélagi, eða eru einfaldlega óflokkanlegur og alltaf á rangri hillu í lífinu?

Púkinn rakst á lítið próf á vefnum, þar sem fólk er spurt spurninga varðandi trúarskoðanir og síðan sagt hversu mikla samleið það á með hinum ýmsu trúarsöfnuðum.  Þetta próf á að vísu ekki fullkomlega við hér á Íslandi, þar sem sumir söfnuðirnir eru ekki til hér, en látum það gott heita.

Þeir sem hafa áhuga geta tekið prófið hér:  Belief-O-Matic prófið

Í tilviki Púkans sjálfs voru niðurstöðurnar nokkurn vegin eins og búist var við - "Secular humanist" (100%) , "Unitarian/Universalist" (93%) og "Nontheist" (79%) efst á listanum, en kaþólska kirkjan og Vottar Jehóva voru neðstir.  Þeir síðastnefndu voru með 0%, sem Púkinn var mjög sáttur við, en hins vegar var vísindakirkja Tom Cruise með 39% - nokkuð sem kom á óvart, því þeir eru fáir söfnuðirnir sem Púkinn hefur minna álit á.

Hvað um það, takið prófið og látið vita hvort þið eruð sátt við niðurstöðurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Secular humanist" (100%)

"Unitarian/Universalist" (93%)

Var búinn að loka prófinu og tók bara 2 efstu niðurstöður.. við erum svipaðir augljóslega :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:11

2 Smámynd: halkatla

iss ég fæ alltaf misjafnar niðurstöður í þessu prófi, hef verið 100% búddisti, 100% shikism-isti og 98% gyðingur einu sinni! samt er ég nú kristinn heiðingi svona í grunninn það eina sem á ekki séns hjá mér er eitthvað sem byrjar á secular og kaþólska, liberal kvekarar eru alltaf það kristilegasta sem kemst efst, hehe, ég elska þetta próf, en jamm, hef tekið það þrisvar og meika ekki að taka það aftur, enda verð ég þá ábyggilega talin múslimi

halkatla, 14.11.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Púkinn

Já, prófið er sennilega ekki hannað með kristna heiðingja í huga.

Púkinn, 14.11.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

1. Unitarian Universalism (100%) 2. Liberal Quakers (89%) 3. Secular Humanism (89%) 4. Neo-Pagan (78%)

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 18:23

5 identicon

Secular humanist (100%), Nontheist (95%), Unitaritan/Universalist (94%), Vottar Jehóva neðstir.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.11.2007 kl. 19:48

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Landinn er án efa hundheiðinn, guði sé lof. Sjálfur útiloka ég alls ekki að til sé einhvers konar alheimsandi sem sé í öllu og öllum en hafi þó alls ekki daglegar áhyggjur af þér eða mér eða Gunnari í Krossinum. Ég bara veit ekkert um það frekar en restin af mannkyninu.

Þú þarft að trúa til að skilja hefur verið boðskapur jesúfríka gegnum aldirnar en ég vil snúa því við enda er ég staddur á massífri upplýsingaöld.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 22:32

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég fæ nú alltaf það sama úr þessu, ég hef tekið þetta próf áður - en þetta eru niðurstöðurnar:

1. Orthodox Quaker (100%) 2. Mainline to Conservative Christian/Protestant (92%) 3. Mainline to Liberal Christian Protestants (89%) 4. Eastern Orthodox (81%)

 Ég sé að ég er fyrtsi trúaði sem birti niðurstöður og vonandi setur það annan vinkil á þessar umræður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 22:41

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem við þurfum er mynd í mogganum af Ingibjörgu Sólrúnu og Birni Bjarna saman á bæn hafandi samráð við skerta rafleiðni og tilheyrandi raddir í þeirra hausum.  Menn gera náttúrlega ALLT fyrir völdin en samt er umhugsunarefni hvernig hægt er að þvæla saman í ríkisstjórn fjórtándu og tuttugustuog fyrstu aldar fólki.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 23:19

10 Smámynd: Sigurjón

1. Secular Humanism (100%) 2. Unitarian Universalism (91%) 3. Liberal Quakers (75%) 4. Nontheist (74%) 5. Theravada Buddhism (67%)

Þetta finnst mér ekki ólíklegt, þó ég viti ekki hvað þetta þýðir almennilega.  Kvekarar eru kristnir, er það ekki?  Ég vil a.m.k frekar vera Búddisti en krisinn. 

Sigurjón, 15.11.2007 kl. 02:41

11 Smámynd: Sigurjón

Kristinn, átti þetta að vera.  Ég vil sízt af öllu vera kristinn...

Sigurjón, 15.11.2007 kl. 02:42

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 04:47

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

ég er 22% sjöunda dags aðventisti. Hvað ætli Mofa finnist um það

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 04:48

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

  1. Unitarian Universalism (100%) 2. Secular Humanism (97%) 3. Liberal Quakers (78%) 4. Theravada Buddhism (71%) 5. Neo-Pagan (70%) 6. Nontheist (69%) 7. Taoism (52%) 8. Mainline to Liberal Christian Protestants (51%) 9. New Age (50%) 10. Scientology (50%) 11. Mahayana Buddhism (49%) 12. Hinduism (47%) 13. New Thought (47%) 14. Christian Science (Church of Christ, Scientist) (42%) 15. Orthodox Quaker (35%) 16. Reform Judaism (35%) 17. Jainism (34%) 18. Sikhism (32%) 19. Bahá'í Faith (25%) 20. Jehovah's Witness (21%) 21. Seventh Day Adventist (20%) 22. Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (Mormons) (17%) 23. Eastern Orthodox (15%) 24. Islam (15%) 25. Orthodox Judaism (15%) 26. Roman Catholic (15%) 27. Mainline to Conservative Christian/Protestant (12%) Mér er minilla við að setja fólk í skúffur hér er ég ánægðastur með hvað ég telst allra síst vera. Finnst að menn mættu alveg láta það fljóta með líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 05:02

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mér finnst þetta samt mest "ég"... Reform Judaism (50%)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 05:04

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aftur: Mér er meinilla við að vera að setja fólk í skúffur.  Hér er ég þó ánægðastur með hvað ég telst síst vera.  Ef fólk er að fá misjafnar niðurstöður, þá er það reikult í sannfæringu sinni, sem þýðir bara að fólk er leitandi og ekki bundið á eitthvern Dogmatískan klafa.  Flestu af þessu er ekkert hægt að svara af eða á og þekking okkar á innri rökum alheimsins er akúrat engin.  Við getum okkur því til um hvað geti verið affarasælast samkvæmt tilfinningunni á þessu augnabliki en vitum raunar ekki rassgat.  Eitt er því algerlega á hreinu í þessu samhengi: Enginn maður, getur haft þessa vitneskju né boðað nokkurn "sannleika" öðrum manni.  Ekkert af trúaritunum er óhrekjandi sannleikur. Biblían og kóraninn hafa þó ásamt Vottadogma og Mormónsku fengið flestar konkret sannanir gegn sér um áþreifanleg sannindi og því lang efst á kjaftæðisskalanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 05:12

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta liberal quaker dæmi er ótrúlega þokukennt og samkvæmt upplýsingum um þá, þá trúa þeir í grunninn á guð en eru afar frjálslyndir og reikandi með dogmað og ríkir algert frelsi með hugmyndafræðina og umburðarlyndi fyrir trúarskoðunum. Lykilatriði hjá þeim er þó að ofbeldi gegn annari manneskju er ofbeldi gegn guði.  Það er kannski þess vegna sem við heyrum ekki mikið um þá í fréttum í tengslum við erjur.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 05:27

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Eins og Sókrates sagði:

"Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt!"

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 07:14

19 Smámynd: Mofi

Frábært framtak púki.  Mér til töluverðar undrunar þá er ég víst ekki aðventisti... 

Þeir taka bloggið mitt fljótlega af heimasíðunni þegar þeir komast að þessu.

Een svona voru mínar niðurstöður:

1. Mainline to Conservative Christian/Protestant (100%) 2. Seventh Day Adventist (95%) 3. Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints (Mormons) (94%) 4. Jehovah's Witness (82%) 5. Orthodox Quaker (82%) 6. Eastern Orthodox (82%) 7. 

Roman Catholic (82%)

Jón Valur verður vonandi glaður að heyra að ég er nærri því kaþólskur.  Páll, til hamingju að vera hafa 22% rétt fyrir þér

Mofi, 15.11.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband