Veggjakrotsræflarnir

graffitiÞað dylst engum að það hefur orðið sprenging í veggjakroti í Reykjavík á undanförnum árum, en hvaða annarlegu hvatir reka þessi grey áfram til að sóða svona út umhverfi sitt?

Eru þetta bara ræflar sem ekkert eiga og aldrei munu eignast neitt og bera þess vegna enga virðingu fyrir eignum annarra?

Eru þetta strákar frá heimilum þar sem þeir fá ekki athygli og veggjakrotið ber því að skoðast sem eins konar neyðarkall eftir athygli?  Það eru einstaka graffarar sem virðast hafa sæmilega listræna hæfileika, en meirihluti veggjakrotara eru ekkert annað en hæfileikalausir "taggarar" sem krota bara frasa eins og "AS", "WTC", "OHY3A" og annað í svipuðum dúr.

Eru þetta bara illa öguð grey, sem reyna að komast eins langt og þeir geta með að brjóta reglur sem þeim hafa í raun aldrei verið settar - er sökin foreldranna sem ekki hefur tekist að kenna börnunum muninn á réttu og röngu?

Gegnir þetta tjáningarform svipuðu hlutverki og sú hegðun hunda að míga utan í ljósastaura og önnur kennileiti?  Halda greyin að þeir séu í einhverjum skilningi að merkja sér svæði?

Þegar um fullorðið fólk er að ræða, þá veltir Púkinn fyrir sér hvort um einhver geðræn vandamál sé að ræða, sem brjótast svona út í skemmdarfýsn.

Sennilega er um margar skýringar að ræða og mismundandi ástæður fyrir því að fólk leiðist út í svona, en eitt er ljóst - þessi grey þurfa aðstoð...nú og svo mætti alveg sekta foreldrana hressilega - sýna þeim fram á afleiðingar þess að klúðra uppeldinu á börnum sínum.

Púkinn tók um daginn eftir fullorðinni manneskju með stafræðan myndavél að taka myndir af nýlegu veggjakroti á vegg nálægt húsi sínu.  Ef einhver getur vísað púkanum á þessar umræddu vefsíður þar sem graffarar birta myndir af "verkum" sínum myndi Púkinn vera þakklátur.  Það væri þá e.t.v. möguleiki að kæra viðkomandi.


mbl.is Netvæðing veggjakrotsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Í stað þess að lýta á graffití sem skemmdarverk (eins og tónninn er í þessari grein sbr. orðið "veggjakrot"), eigum við að sjá þetta í jákvæðu ljósi. Frábært að þessi sköpunarkraftur finnist meðal unglingana okkar!

Ég hef sam sagt aðeins aðra skoðun á málinu, en hana má lesa HÉR

Vilhelmina af Ugglas, 4.12.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Púkinn

Er þér semsagt sama þó húsið þitt sé krotað út?  Ef þér er svona annt um þessa ræfla, ættirðuu að bjóða þeim að krota út veggina þína.

Púkinn, 4.12.2007 kl. 13:00

3 identicon

Djöfull ertu alltaf neikvæður og leiðinlegur maður vildi að ég gæti séð allt eins svart og hvítt eins og þú (er að ræða um mikið meira en bara þessa færslu). Tek það engu að síður fram að það er bara mín persónulega skoðun og þarf á engan hátt að vera sönn og réttmæt lýsing á þér Púkinn minn. Þá vill ég heldur ekki að þú hættir að vera þú sjálfur eða hvað sem þú ert Við verðum víst öll að vera mismunandi svo það sé gaman af þessum heimi okkar og ég held það sé vissara að taka allt þetta drasl fram svo þú getir ekki kært mig fyrir ærumeiðingar og eitthvað slíkt bull

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Púkinn

Tja, eins og stendur í lýsingunni efst í horninu: "Púkinn er lítið skrýtið kvikindi sem fylgist með því sem aflaga fer hjá mannfólkinu."  Það er nú erfitt að gera slíkt án þess að vera neikvæður, ekki satt? 

Púkinn er ekki að reyna að vera með jákvæðniblogg mánaðarins... það eru aðrir sem sjá um það.  P'ukinn er stundum fýlupúki og stundum nöldurpúki eða jafnvel leiðindapúki.  Hefur einhver nokkurn tíman heyrt um brosmildan bjartsýnispúka?

Púkinn, 4.12.2007 kl. 13:41

5 Smámynd: Bah

" Ef einhver getur vísað púkanum á þessar umræddu vefsíður þar sem graffarar birta myndir af "verkum" sínum myndi Púkinn vera þakklátur. Það væri þá e.t.v. möguleiki að kæra viðkomandi."

hahahhaha nei?

Bah, 4.12.2007 kl. 14:08

6 Smámynd: Haukurinn

Ekki til að vera með uppsteyt, en hversu stórt hlutfall unglinga (þrátt fyrir 'rétt' uppeldi og 'góða' uppalendur) gerir ekki einhvern tímann eitthvað af sér?

Hér er ég ekki að mótmæla því að veggjakrot er í yfirgnæfandi tilfellum skemmdarverk né heldur að réttlæta uppsteyt unglinga, en er hér ekki ansi djúpt tekið í árinni? Mér skilst að veggjakrot þekkist sem fyrirbrigði allt aftur til tíma rómarveldis og hins forna Grikklands.

"Eru þetta bara ræflar sem ekkert eiga og aldrei munu eignast neitt og bera þess vegna enga virðingu fyrir eignum annarra?"

Eiga hvað? Hvaða eignir ertu að tala um? Eru það sem sagt einungis lúsugir og eignalausir fátæklingar í leiguíbúðum sem fremja skemmdarverk og glæpi?

Nú eru til dæmis til tilfelli þar sem einstaklingar sem 'eiga mikið' kjósa að stunda skattasvindl. Hér er afleiðingin sú að þeir í raun ræna frá samfélaginu. Sama má segja um innflutnings- og söluaðila olíu, grænmetis, o.s.frv. Eru þetta einnig afleiðingar 'rangs' uppeldis og 'lélegra' uppalanda? Á að sekta foreldra þeirra um sviknar skattatekjur eða illa fenginn gróða?

Þetta er ansi hreint svart og hvítt hjá þér púki sæll, þó svo ég skilji vel gremjuna.

Haukurinn, 4.12.2007 kl. 14:16

7 Smámynd: Púkinn

"Eru það sem sagt einungis lúsugir og eignalausir fátæklingar í leiguíbúðum sem fremja skemmdarverk og glæpi?"

Það má vel vera að svo sé, en það eru ekki mín orð.  Púkinn er bara að velta fyrir sér hvað valdi þessari aukningu á skemmdarverkum á eignum annarra.  Eru strákar með lélega sjálfsímynd (eða "lúserar", eins og sumir myndu kalla þá) líklegri til að skemma eigur annarra?

Púkinn veit það ekki - enda varpar hann bara fram nokkrum spurningum.

Púkinn, 4.12.2007 kl. 15:18

8 Smámynd: Íslands-Bersi

Er sammála púkanum aumingjar með kúk í bandi , manna síðu togara með þeim og taka botnlokurnar úr ,sé að hundurinn merkir sér stað með að pissar á þá,þeir eru eins þessir aumingjar en  hafa ekki sama þroska og hann hundurinn kv ÍB

Íslands-Bersi, 4.12.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

"hahahhaha nei?" : hahahhaha jú

Allavega, held þetta séu ekki einhver illa upp alin grey með lítið sjálfstraust eða lúserar sem ekkert líf eiga né skemmdavargar sem ekki vita betur... Þetta snýst aðallega um misheppnað kúl... Það að tagga svona, eða "bomba", er víst talið kúl í vinahópnum, kúlið fer bæði eftir fjöldanum og hversu kræfir staðirnir eru, hvort það sé lengst uppá húsþaki sem enginn kemst eða aftan á strætó er talið frekar kræft...

Þetta er bara rétt eins og reykingar, verulega kúl í grunnskóla, frekar eðlilegt í menntaskóla, nokkuð leiðinlegt eftir það... Þessvegna er aldurinn í kringum 15-19 ára, þetta eru bara venjulegir krakkar, ekkert frábrugðnir öllum öðrum, þeir eru bara að reyna vera kúl... 

Gunnsteinn Þórisson, 4.12.2007 kl. 21:37

10 Smámynd: Gunnar

HAHAHA vá ég hló mig máttlausan þegar ég las þetta rugl sem þú varst að skirfa gunnsteinn...tagg bomba tengist kúli bara ekki neitt þetta snist bara um að gera það sem þú villt fyrir þig sjalfan ... fyrir hverjum ætti þetta fólk að vera að reina að vera cool þar sem hver einasti graffari gengur undir nafni sem almenningur og annað folk vita ekkert um...  menna gera þetta til að fá smá rush í þetta tilbreytingalausa líf sem við lifum hér í  þessu bananalíðveldi og ger einhvað  öðruvísi koma með einhvað nýtt..og síðan er þetta líka bara frjáls list sköpun ... eru myndlistamenn bara að mála til að reina að vera kúl í þínum augum eða?...kynntu þér málið áður en þú talar skít....

Gunnar, 5.12.2007 kl. 03:08

11 Smámynd: Haffi

Er 100% sammála Púkanum þarna, er stöðugt að mála yfir tagg á mínu húsi, sem btw hefur ekkert með list að gera. Hef nappað taggara heima hjá mér, hringdi í mömmu hans og hún var svo kex-rugluð að ég fór að vorkenna taggaranum að eiga svona mömmu. Þar sem ég var búinn að taka af guttanum tússpennan, þá vildi móðir hans endilega fá pennan aftur þar sem hann kostaði svo mikið. Þannig í þessu tilfellinu var þetta skortur á uppeldi. Veit t.d ekki um neinn taggara sem taggar sitt eigið hús.  Það ætti að flengja þetta fólk opinberlega sem refsingu.

Haffi, 5.12.2007 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband