Mikill er máttur trúarinnar....eða þannig

manwithoutfaceÞegar Jose Mestre var á unglingsaldri fékk hann æxli á neðri vör.  Það hefði verið tiltölulega auðvelt að fjarlægja það með einfaldri skurðaðgerð, en trúin kom í veg fyrir það - slíkt kom ekki til greina að mati móður hans, sem ól hann upp samkvæmt ströngustu túlkunum Votta Jehóva, því skurðaðgerð hefði hugsanlega krafist blóðgjafar.

Nú, 40 árum síðar er andlitið á Jose orðið eins og hægri myndin sýnir og enn hafnar hann hefðbundinni skurðagerð af trúarlegum ástæðum.

Já, mikill er máttur trúarinnar - að einhver skuli hennar vegna frekar kjósa að eyða lífinu á þennan hátt, afmyndaður, atvinnulaus, konulaus og vinafár, frekar en að þiggja einfalda læknisaðgerð sem hefði lagað vandamálið.  Jafnvel þrýstingur frá systkinum hans hefur ekki dugað, en þau hafa flúið söfnuðinn.

Ástand Jose gæti þó lagast á næstunni, því læknir í Bretlandi hefur boðist til að beita aðferð sem felur í sér notkun á hátíðnihljóðbylgjum til að koma í veg fyrir blæðingar, þannig að blóðgjöf yrði ekki nauðsynleg.

Sjá nánar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er magnað hvað fólk er tilbúið að gera sér og öðrum undir formerkjum trúar og kærleiksríks guðs..
Kilkki út með þessu
Reality is that which, when you stop believing in it, doesn't go away.
~ Philip Dick

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég sá grein fyrir nokkrum árum um aðferð, sem var notuð til að hægt væri að gera skurðaðgerð á barni votta án þess að gefa því blóð frá öðrum. Það voru einfaldlega tengdar slöngur inn og út úr sílói, sem var í raun ein stór sprautunál. Rúmmálið var reglulega aukið yfir þó nokkurt tímabil með því að toga í handfangið en það blóð, sem þannig safnaðist inn í sílóið varð í raun hluti af blóðrás barnsins. Blóðmagn barnsins jókst síðan rétt eins og í mönnum, sem gefa blóð og varð þannig talsvert umfram það, sem barnið þurfti. Þegar aðgerðin var síðan gerð var handfanginu einfaldlega ýtt inn aftur og þannig kom eigin blóð barnsins úr sílóinu í stað blóðgjafar.

Sigurður M Grétarsson, 8.12.2007 kl. 13:00

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi maður er fullorðinn og vit síns ráðandi - og verði honum að trú sinni!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Það alltént skiptir máli hverju við trúum.

Kristinn Ásgrímsson, 9.12.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Linda

Vó, já hérna, þetta er með því hræðilegasta sem ég hef lesið um í langan tíma, svo sá ég að þarna voru vottar á ferð og ég skammast mín rosalega en ég hugsað, "auðvitað, hvað annað" en ég er þakklát fyrir lækna og þær gáfur sem fylgja þeirra starfi þó ég sé skíthrædd við þá (fóbíu).  Flestir trúaðir nota lækna, kemur e.tv. einhverjum á óvart (tíhí) en, það er jú bara staðreynd...

Knús.

Linda, 10.12.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband