Ribbaldagangur atvinnubílstjóra

Atvinnubílstjórar sýna enn og aftur að þeir kunna ekki að skammast sín.  Hvenær ætla þessir frekjudallar að skila að aðgerðir þeirra bitna á röngum aðilum og að þeir eru á góðri leið með að eyðileggja alla þá samúð sem þeir kunna að hafa haft meðal almennings?

Púkanum er líka spurn hvers vegna lögreglan gerir ekkert.  Ef Púkinn myndi leyfa sér viðlíka aksturslag í umferðinni þá myndi lögreglan væntanlega ekki sitja aðgerðarlaus hjá.

Nei, það er nóg komið - þjóðin er orðin þreytt á þessum dólgshætti.

--

Að gefnu tilefni vill Púkinn taka fram að aðgerðir bílstjóranna hafa ekki snert hann persónulega - Púkinn gengur til vinnu flesta daga, og í þeim tilvikum sem þörf hefur verið á bíl hefur Púkinn ekki lent í vandræðum - þetta er ekki persónulegt, þetta er spurning um almennt siðferði og dómgreind....eða skort á því.


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Vöru bílstjórarnir telja sig vera að gera okkur venjulega fólkinu greiða, og vissulega er þörf til að grípa til aðgerða, en aðgerðum þarf að beina til þeirra sem eiga það skilið...eins og staðan er í dag bitnar þetta alfarið á pyngjum venjulega fólksins sem á í alveg nógu miklum erfiðleikum að reka sína bíla...en virðing mín fyrir vörubílstjórum...ja...ég er alfarið hættur að sýna þessum frekjuhundum tillitssemi í umferðinni

Árni Þór Eiríksson, 2.4.2008 kl. 09:29

2 identicon


Þetta er gert til að lækka verð á bensíni, fíflið þitt!

I I (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Púkinn

Fífl?  Sjáum til...hver er fíflið hér.  Ef ríkið myndiækka álögur á eldsneyti yrði það að afla þeirra peninga á einhvern annan hátt í staðinn.  Bílstjórarnir eru í raun að krefjast þess að peningar séu færði í þeirra vasa úr vösum annarra - vösum þeirra sömu og aðgerðir þeirra bitna á.

Nei, ég hef fengið mig fullsaddan af svona fíflagangi. 

Púkinn, 2.4.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Það skiptir ekki neinu þó að þessi gjöld yrðu tekin af bensíninu...þau yrðu tekin annarstaðar frá í staðinn...við þurfum samt að borga þetta...

Árni Þór Eiríksson, 2.4.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Sá sem skrifaði athugasemd nr. 4 (Á MÓTI), að hverjum beinir þú orðum þínum? Hver er að taka hvern í ...gatið? Ég geri ráð fyrir því að þú sért að beita fyrir þér myndlíkingum.

Ólafur Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Púkinn

Tja, ef þú skoðar bloggsíðu Á MÓTI, þá er viðhorf viðkomandi nokkuð ljóst.

Púkinn, 2.4.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Gúrúinn

Púkinn segir: Ef ríkið myndiækka álögur á eldsneyti yrði það að afla þeirra peninga á einhvern annan hátt í staðinn.

Hvers vegna?? Ef ríkið tók 60% af lítraverði þegar lítrinn kostaði 100 kr og sama þegar lítrinn kostar 150 kr. hvers vegna þarf að innheimta mismuninn. Eykst álagið á vegakerfið meira? Ég hefði haldið að ef eitthvað er þá fari fók að keyra minna. Því ætti að vera hagur ríkisins að fá 60% af 100 kr en ekki 0 kr. Ríkið þarf ekki að afla mismunarins, það kostar jafnmikið að viðhalda vegakerfinu eftir sem áður (ok, kostnaður eykst eitthvað með aukinni verðbólgu og bla bla en það kemur eldsneytishækkunum ekki við per se).

Þessi 60% gef ég mér, ég nennti ekki að fletta upp hversu mikið keisarinn tekur. Mig langaði bara að benda á þessa hugsanavillu.

Gúrúinn, 2.4.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: Púkinn

Ég hef áður sagt að það væri sanngjarnt að ríkið lækkaði föstu álagninguna um sambærilega krónutölu og nemur aukningunni á virðisaukaskattinum.  Með því móti fengi ríkið jafn margar krónur í vasann og áður.   Málið er bara það að þeir sem eru að mótmæla vilja mun meiri lækkun en það - sem myndi þýða færri krónur í ríkiskassann.

Púkinn, 2.4.2008 kl. 12:44

9 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Í guðanna bænum púki skríddu aftur inn í tölvuskjáinn! þú hefur hvort sem er ekki séð heiðann himinn í mörg ár bölvaður prentvillupúkinn þinn!

Þorsteinn Þormóðsson, 2.4.2008 kl. 12:55

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Verð að viðurkenna að mér finnst verulega eftirtektar vert hérna hvað "sjálfkjörnir talsmenn" vörubílstjóranna hérna í athugasemdunum koma skelfilega fyrir og verða sér og þessum málstað til mikillar minnkunar.

Ég hef hins vegar hingað til borið nokkra virðingu fyrir skrifum þínum hérna Friðrik, hafa almennt verið mun jarðbundnari og rökfastari en maður á að venjast hér á blogginu. En hvað hefurðu fyrir þér í því að "þjóðin sé orðin þreytt á þessum dólgshætti"?

Ég hef rætt þetta við fjölmarga aðila undanfarna daga (geri mér grein fyrir því að það er heldur ekki til sönnunar á máli mínu) og þeir hafa undantekningalaust allir verið á því að það sé svo gott að sjá loksins einhvern gera eitthvað annað en bara kvarta.  Margir m.a.s. bættu við að stundum þurfi bara mikla öfga til að ná fram breytingum.

Ég er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á þessum mótmælum svo sem, finnst þetta heillandi samt og spennandi að sjá hvort að þetta skili á endanum árangri ef þeir halda þetta út. Við vitum jú mörg hver að pólitíkin er öðrum öflum betri í að bíða bara af sér storminn og sjá svo til hvort þetta gleymist ekki bara :)

En af hverju ekki að halda krónutölunni fastri eins og verið hefur og lækka vsk af eldsneyti í 14 eða 7%?

Ef "þessir trukkar" fá þetta hvort eð er endurgreitt í vsk uppgjöri að þá myndi lækkun vsk á eldsneyti fyrst og fremst bæta hag almennings.

Baldvin Jónsson, 2.4.2008 kl. 13:09

11 identicon

Menn greinilega uppi í rjáfri hér. Heimspekilega spurningin er þessi: Á að mótmæla og þá hvernig? Stjórnmálamenn eru stundum ansi háðir ýmsum hagsmuna- eða þrýstihópnum. Veit ekki hvort ég eigi að telja þá upp hér en í Bandaríkjunum er til starf "lobbíista" sem hefur þann eina starfa að sitja fyrir þingmönnum í forsölum þingsins. Þeir eru á launum hjá hagsmynasamtökum. Stjórnmál ganga ansi mikið út á að hlusta, taka hagsmuni heildar og ákveða. Mótmælaaðferðir bílstjóra er nýung á Íslandi og hugsanlega mun þetta leiða til þess að menn sameinist að mótmæla á fleiri sviðum. Hvað með samtakamátt bílstjóra að mótmæla samræmdu bensínverði olíufélaganna? Hvað með að mótmæla vöxtum, landbúnaðarkerfi, verði á grænmeti eða eftirlaunakjör þingmanna?

Sósíaldemókratísk mótmæli eru af hinu góða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:11

12 identicon

Hva, voðalega eru menn dónalegir við þig, Púki, þó þeir séu þér ekki sammála.

Ég er reyndar sammála þér - fatta ekki af hverju er ekki búið að handtaka þessa menn.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:53

13 Smámynd: Púkinn

Hvað hef ég fyrir mér?   Ég vil benda á þær blogggreinar um mótmælin sem hafa birst undanfarið.  Fyrsta daginn var meirihluti þeirra jákvæður í garð bílstjóranna, en mér sýnist það hafa breyst verulega.

Málið er nefnilega það að mótmælin eru að verða eins og verkföll mjólkurfræðinga hér á árum áður - nokkuð sem bitnar á öllum almenningi, en ekki þeim sem viðkomandi áraun í deilum við, þannig að fólk gengur um urrandi út í stéttina.

Jú, eldsneytisverð er hátt á Íslandi, en það er líka hátt í mörgum nálægum löndum - ég fæ ekki séð að okur ríkisins sé neitt sérstaklega slæmt hér.

Varðandi það hvernig ætti að mótmæla - tja, ef ég væri atvinnubílstjóri sem vildi mótmæla, þá er ég t.d. hræddur um að bíllinn minn myndi hafa bilað beint fyrir framan innkeyrsluna íbílastæði Alþingis - sæti bara pikkfastur þar í einhverja klukkutíma.  Slík mótmæli myndu vekja athygli, en ekki bitna nánast eingöngu á fólki sem í upphafi hafði samúð með málstað bílstjóranna.

Púkinn, 2.4.2008 kl. 14:00

14 Smámynd: Púkinn

Hvað er frábært við að brjóta lög og valda öðru fólki vandræðum?

Og hvað heldur þú að geti svosem komið gott upp úr þessu?  Jú, ríkisstjórnin samþykkir e.t.v. tímabundna 5kr lækkun á eldsneytisgjaldi eða eitthvað því um líkt, en fær þá peninga svo bara inn á annan hátt í gegnum skattkerfið.   Það verða semsagt færðir peningar úr vösum skattgreiðenda yfir í vasa bílstjóra.  Er það "gott" ?

Púkinn, 2.4.2008 kl. 20:09

15 Smámynd: Skaz

Púki hvernig myndir þú ná fram breytingum á einhverju sem þú teldir óeðlilegt án óþæginda, hvernig myndir þú til að mynda mótmæla þessu sem atvinnubílstjórar eru að mótmæla?

Skaz, 2.4.2008 kl. 20:46

16 Smámynd: Kebblari

Staðreyndin er þessi, ríkið er sífellt að taka minna og minna í sinn hlut, hlutfallslega og vísutöluleiðréttlega. Föst krónutala á lítra til ríkisins sér til þess, krónan er nefnilega alltaf að verða verðminni, sko raunverulega. Þessu eigum við að fagna. Virðisaukaskatturinn hækkar, en aðeins á álögur olíufélaganna og heimsmarkaðsverði. Við erum í þessu tilliti í geðv. góðum málum.

Ég held bara að almenningur bregði mest við eldsneytishækkanir vegna þess að þær eru svo áberandi og gerast alveg um leið og krónan fellur. En bíðið bara, næstu vikur verða hlutfallslega meiri hækkanir í verslunum en við höfum hingað til séð í eldsneyti.

Rök Púkans um að hverjum mótmæli bílstjóra beinist eru rétt. Þessi mótmæli pirra mig samt ekki, mér finnst gaman að sjá að fólk hefur skoðanir og bregðist við áreiti. En við erum dálítið að berja á hvor öðrum með þessum hætti. Ég held að atvinnubílstjórar ættu að berjast fyrir lægra skuldatryggingaálagi íslensku bankana, því endurfjármögnunargeta þeirra mun hafa allt um það að segja hvort þeir hafi verkefni fyrir bílana sína...

Kebblari, 3.4.2008 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband