"Þágufallssýki" á mbl.is

Af einhverjum ástæðum pirrar það Púkann þegar fólk fellur í þágufallsgryfjuna - notar t.d. "mér langar " í stað "mig langar".

Mbl.is hefur nú sem betur fer verið nokkurn veginn laust við þetta vandamál og því slær það Púkann e.t.v. meira en annars að lesa grein sem byrjar á orðunum "Breska grínistanum Eddie Izzard langar..." en það ætti að sjálfsögðu að vera "Breska grínistann Eddie Izzard langar..."

Það er síðan allt annað mál að málfar margra bloggara er til háborinnar skammar og að mati Púkans mættu fleiri nota litla "púka" fídusinn sem er innbyggður í blog.is - og þótt hann finni ekki allar villurnar finnur hann þær flestar....þótt þágufallssýkin sé honum ofviða.


mbl.is Izzard vill gerast stjórnmálamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Það er gott að vita að ég er ekki ein um að taka eftir og setja út á villur fréttamanna mbl.is

Ísdrottningin, 21.4.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er ótrúlega algengt að fólk sé búið að lemja inn í hausinn á sér (eða væntanlega hafa aðrir séð um það) að það eigi ekki að segja mér langar og mér vantar, en kunnáttan nær ekki dýpra en svo að samt er sagt Sigurði vantar og langar...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, nú er búið að laga en í staðinn er hann "grínasti".  Gott samt að tekið sé mark á svona athugasemdum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hann er náttúrulega sá allra "grínasti"!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.4.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband