Til varnar nafnleysingjum

anonymousUpp á síðkastið hefur nokkuð verið rætt um þá afstöðu sumra bloggara að vilja ekki skrifa undir sínu eigin nafni, heldur einhverju dulnefni.

Þar sem Púkinn er einn þeirra sem tilheyra þessum hópi langar hann aðeins til að stíga í pontu fyrir hönd nafnleysingja.

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk kjósi að koma ekki fram undir eigin nafni.  Ein ástæðan er sú að viðkomandi vilji koma á framfæri skoðunum sem ekki njóta vinsælda meðal fjölskyldu, vina eða vinnufélaga viðkomandi.  Nafnleysið er þá leið til að forðast árekstra í einkalífi en geta geta þó tjáð sig um ákveðin mál.

Það er líka mögulegt að það sem viðkomandi bloggari vilji skrifa um sé þess eðlis að viðkomandi myndi hreinlega stofna sér í hættu ef vitað væri hver stendur á bak við dulnefnið.   Þetta er sem betur fer óþekkt hérlendis, en ýmsum öðrum löndum er þetta virkilegt vandamál - bloggarar sem skrifa um mál sem ekki eru yfirvöldum (eða ákveðnum hópum) þóknanleg geta átt í vændum ofsóknir - nú eða bara verið látnir "hverfa".

Það geta þó verið fleiri ástæður fyrir nafnleysi.  Í tilviki Púkans er meginástæðan til dæmis sú að sá sem stendur á bak við Púkann er þekktur fyrir verk sín á nokkrum afmörkuðum sviðum.  Það sem Púkinn kýs að blogga um er hins vegar almennt ekki tengt þeim sviðum, heldur alls óskyld mál.  Púkinn vill að skrif hans séu metin út frá eigin verðleikum, en ekki með tilliti til þess hver stendur á bak við þau.

Það sama á við einstaklinga sem eru almennt tengdir við ákveðna hugmyndafræði.  Ef t.d. landsþekktur framsóknarmaður eða femínisti kýs að tjá sig um eitthvað, er hætt við að sumir myndu meta skrif viðkomandi með hliðsjón af skoðunum sínum á þeirri stefnu sem viðkomandi tengist í hugum þeirra, jafnvel þótt skrifin séu um alls ótengt efni. ("Hún segir þetta bara af því að hún er svo mikill framsóknarmaður/femínisti")

Það er síðan allt annað mál hversu vel nafnleysingjar leyna því hverjir þeir raunverulega eru - það er t.d. barnaleikur að sjá hver Púkinn er, en nokkuð erfiðara þegar ýmsir aðrir eiga í hlut.  Púkinn vill hins vegar halda sínu nafnleysi þannig að hann hefur almennt fylgt þeirri stefnu að eyða út athugasemdum frá þeim sem ekki sýna þá kurteisi að greina á milli Púkans og þess sem stendur á bak við hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst í lagi að koma fram undir nafnleysi á blogginu og það geta eins og þú nefnir verið ýmsar ástæður fyrir því. Það eru þó nokkrir fáir sem nota nafnleysið sem skjól fyrir frekju og yfirgang. Þannig notkun á nafnleysinu ætti ekki að viðgangast. Þar sem fólk beinlínis virðist leyfa sér að skrifa illa um einstaklinga eða annað án takmarka.

Með bestu kveðju,

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er og verður púkalegt að leynast undir dulnefni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Hagbarður

Ég er nafnleysingi líka. Kannski að allir nafnleysingjar heimsins fari að vitna og opna sig hérna og tilgreina þær ástæður er liggja að baki leyndinni. Mér finnst ekki skipta máli hvort aðilar gefa upp nafn eða ekki, að því tilskyldu að ekki sé verið að vega að æru og heiðri einstaklinga eða breiða út einhvern óhróður. Ef slíkt er áhugamálið, að þá finnst mér ekki stætt á því að skýla sér á bak við nafnleyndina.

Mín blogg snúast venjulega um efnahags- og stjórnmál og mínar skoðanir á þeim. Nafnleyndin skiptir hugsanlega ekki máli í mínu tilfelli. Get þvælt um þessar skoðnir mínar í fermingarveislum og á mannamótum og þá undir nafni. Getur vel verið að ég komi úr skápnum í fyllingu tímans, en áhugasviðið er ekki persónulegt skítkast.

Hagbarður, 26.4.2008 kl. 12:22

4 identicon

Ja, ég er undir dulnefni vegna þess að mér finnst þá auðveldara að skrifa. Ég byrjaði á blogginu mínu sem svar við frétt en er þó að skrifa um allt annað núna. Ég hef ákveðnar skoðanir um Kína sem mörgum gæti fundist vera "barnalegar", og sem ganga gegn ríkjandi skoðunum hér á landi. Þess vegna skrifa ég undir dulnefni ;) Ég er skræfa :D

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú hefur talsvert til þíns máls. Ég skrifa undir nafni um stjórnmál og hef fengið að finna fyrir því að vera ekki öllum þóknanlegur í skoðunum. Ég hef sætt mig við áhættuna af þvi að pota í ráðamenn vegna spillingar, bruðls, óráðsíu og sjálftöku. Einnig fer almennur óheiðarleiki í taugarnar á mér.

Margir vina minna segja að ég sé sjálfum mér verstur með þessu háttalagi.

Nafnleysingjar verða á móti að sætta sig við að verða ekki teknir jafn alvarlega og aðrir í umræðunni vegna leyndarinnar. Það er nefnilega svo auðvelt að skjóta úr launsátri.

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 13:00

6 identicon

Þegar við kjósum okkur ríkisstjórn þá gerum við það nafnlaust, nafnleysi er einmitt einn af sterkustu þáttum lýðræðis, án nafnleysis getur ekki verið lýðræði.
Svo einfalt er nú það... gefa ykkur þessa litlu vísu sem allir með heila ættu að skilja, hinir geta flutt til Kína, farið hefur fé betra,

The right to be a cuttlefish
And hide behind my ink
May not appeal to everyone
Despite what I may think.
But having anonymity
Is useful, you may note—
That’s why we pull the curtain closed
Before we cast our vote.
The bully likes a public vote,
Each person known by name,
If someone feels intimidated
Shame on them! For shame!
They ought to have the strength to stand
Behind the words they speak!
(That way the votes go to the strong,
And rarely to the weak.)
Behind the voting curtain, though,
The votes all weigh the same—
Unless there’s something wrong with that,
You need not know my name.

And so I stand on principle
For any nom de plume—
A right to be anonymous
Is one I will assume.
I do not judge the reasons
Why some like it out of sight;
For me it is enough to say
It is their perfect right.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:07

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Í raun og veru eru allir nafnleysingjar á netinu, það að skrifa undir eitthvað sem Pétur Guðmundsson eða Elín Pálsdóttir segir mér ekkert meira um viðkomandi frekar en DoctorE Spamsi aspartam og svo framvegis.

Sævar Einarsson, 26.4.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú ert enn einn kjáninn á internetinu Guðmundur Jónsson

Sævar Einarsson, 26.4.2008 kl. 18:43

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Málfrelsi og tjáning eru fyrir flestu öðru - jafnvel í gervilýðræðiskerfum.

Margir eru í þeirri stöðu að geta ekki tjáð sig undir nafni, ýmissa hagsmuna og aðstöðu vegna, það á þó ekki að skerða þeirra rétt til tjáningar jafnvel þó í gervilýðræðiskerfi sé. Það skiptir þegar upp er staðið ekki miklu máli hvort rétt nafn eða dulnefni stendur að baki hugmyndum - annað hvort virka þær eða þær gera það ekki. Innihald er það sem gildir.

Baldur Fjölnisson, 26.4.2008 kl. 19:43

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er auðvelt að rekja hvar þið eruð nafnleysingjarnir ykkar og sjá hvað þið eruð að gera.

Ef ég veit GSM númerið ykkar þá er nóg að fara inn á þessa heimasíðu hér.

http://www.trackapartner.com/index3.html

Stundum kemur nafnleysið sér vel en því miður gat ég ekki skrifað þessa athugasemd undir nafnleysi :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.4.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: doddý

hæ púki

ég skrifa líka undir dulnefni, bara upp á grín, bloggið mitt er að mestu grín til að stytta mér stundir og þannig.. en, hefur þú heyrt fólk tala um bloggið sem "þessi púki lætur frá sér" þ.e. er að tala við þig um þig?

kv d

doddý, 26.4.2008 kl. 21:00

12 identicon

Kannski þú ættir að nota alias þegar þú ert að skjóta Guðmundur, menn virðast vera sárari fyrir nafnlausum dylgjum þó svo að hinir nafnlausu séu ómarktækir, skrítið

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:53

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Doktorinn hefur verið óþreytandi við að kveða niður geimdrauginn alræmda, áhangendum draugsins til mikillar armæðu, og ber honum full virðing. Þetta er hroðalegasta nígeríusvindl allra tíma og sífellt fleiri þora að taka á því.

Baldur Fjölnisson, 26.4.2008 kl. 22:31

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eigum við nú ekki að reyna að hafa gaman af þessu öllu saman ...

prófið eftirfarandi streng á google

guð site:bjorn.is

góða skemmtun

Baldur Fjölnisson, 26.4.2008 kl. 23:57

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að ástæðan fyrir því að nafnleysi er ekki vinsælt á blogginu á Íslandi, í þessu sveitaþjóðfélagi, sé sú að þó nokkrir nafnleysingjar hafa komið óorði á nafnleysið með dónalegri framkomu. Framkomu sem ekki nokkur heilbrigður einstaklingur myndi láta frá sér fara undir nafni. Þetta á sérstaklega við í athugasemdarkerfunum.

Frá þessu eru auðvitað ágætar undantekningar eins og Púkinn sannar. Ástæðurnar fyrir nafnleysinu sem hér hafa komið fram, eru góðar og gildar flestar, en það sem nafnleysingjarnir verða auðvitað að hafa í heiðri eins og aðrir, er fyrst og fremst kurteisi. Það er ekkert að því að vera harðorður en þá verða menn líka að vera málefnalegir.

Ég er ekki viss um að Sævarinn léti frá sér fara undir nafni sínu þessa athugasemd:  "Þú ert enn einn kjáninn á internetinu Guðmundur Jónsson"

Persónulega finnst mér óþægilegt að rökræða mikið við nafnleysingja, sérstaklega þegar nafnleysinginn setur sig í "fræðilegar stellingar" um málefni sem ég sjálfur er ekki sérfróður um, en veit þó kannski eitthvað. Ég vil t.d. vita, ef ég er að rökræða við manneskju um, segjum jarðfræði, hvort spjallið sé fyrirhafnarinnar virði, eða hvort viðkomandi er bara að steypa í mann. Sumir skrifa athugasemdir og segja hvað aðrir séu vitlausir og viti ekki neitt. Koma svo með tyrfinn og fræðilegan texta, sem þess vegna gæti verið þulinn upp úr bókum, án tilvitnanna eða gæsalappa. Að vita einhver deili á viðkomandi eða að vita að maður getur aflað sér einhverrar vitneskju um manneskjuna, veitir ákveðna öryggiskennd. Svona nokkurskonar "Maður vill vita hvar maður hefur fólk", tilfinningu. Vill maður ekki vita hvort maður er að spjalla við 15 ára ungling, eða fulltíða manneskju?

 Sævarinn segir að þeir sem skrifa undir nafni geti allt eins verið nafnleysingjar. Enginn trygging sé fyrir því að viðkomandi sé sá sem hann segist vera. Bara þessi athugasemd hjá honum, fær mig til að gruna að Sævarinn sé unglingur eða illa greindur fullorðinn einstaklingur. En ég veit samt ekkert um það, bara ágiskun hjá mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 05:26

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er frábær hugmynd fyrir hina nafnlausu. Hvernig væri að stofna eitt skráð nafn á mbl.is og síðan 10 önnur sem væru öll nafnlaus. Setja síðan í gang einhverja heita umræðu og láta svo þessa 10 alla koma inn í umræðuna með miklum látum og ná þar með að vekja athygli á málefninu. Með því væri hægt að rífast út í eitt og segja "mismunandi" skoðanir á málinu og þar með hafa áhrif á umræðuna. Þannig væri jafnvel hægt að komast í hóp hinna útvöldu hér á mbl.is og vera hampað af ritstjórninni í bak og fyrir :)

Að vísu má sjá svipuð fyrirbæri í dagblöðum þar sem ýmis álit og fréttir eru nafnlausar.

Tæknilega er þetta lítið mál og auðvelt að fela IP tölur og önnur auðkenni sem er ekki séns að rekja.

Hvað segja hinir nafnlausu um þessa frábæru hugmynd?

"Kerling úr vesturbænum" eða "Gróa á Leiti"

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.4.2008 kl. 07:28

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðmundur Jónsson þarna hittir þú naglan á höfuðið, Lína langsokkur er nefnilega tilbúningur, það er á engan hátt hægt að nota internetið til að sanna hver þú ert, gælunöfn aka nickname eða önnur nöfn hafa enga þýðingu ef viðkomandi þekkir ekki aðilan sem skrifar, og myndbirting hefur jafn mikið vægi líka, hún er enginn sönnun á því hver viðkomandi er en öðru máli gildir um þekktar persónur og ef ég sagði eitthvað sem móðgaði þig þá þarf þér ekki að sárna það með því að reyna að móðga einhvern sem þú þekkir ekki

Sævar Einarsson, 27.4.2008 kl. 10:27

18 Smámynd: Púkinn

Púkinn vill minna á að ekki eru öll dulnefni augljós - hvað ef nafnið "Jón Jónsson" hefði verið valið og mynd af einhverjum manni sem nafnið hefði getað átt við.   Það er engin sönnun fyrir því að viðkomandi sé að skrifa undir réttu nafni, þótt hann heiti "venjulegu" nafni á blogginu.

Púkinn, 27.4.2008 kl. 10:59

19 Smámynd: Hugarfluga

Ég hef bara eitt að segja og það er við Guðmund.  Mér finnst þú dónalegur ... og það á ekki við um alla þá sem heita Guðmundur.  Bara þig.

Hugarfluga, 27.4.2008 kl. 11:23

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Jónsson með mynd af "einhverjum" ER nafnleysi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 16:34

21 Smámynd: Púkinn

En hvernig getur fólk vitað hvort það er nafnleysi eða ekki?

Hvernig veit ég nema þú heitir raunverulega Jón Jónsson, en notir dulnefnið "Gunnar Th. Gunnarsson" ?

Púkinn, 27.4.2008 kl. 16:46

22 Smámynd: Ellý

Ég skrifa undir hálfu nafnleysi þar sem ég er kölluð Ellý, en mér finnst það bara ekki eiga að skipta máli hver ég er eða hvað ég geri. Ég er hér til að koma skoðun minni á framfæri. Það er leiðinlegt þegar að skoðanir manns eru lítilsvirtar af því að maður tilheyrir einhverri starfstétt eða ekki, er sjómaður, öryrki, stjórnmálamaður eða eitthvað annað.

Dæmi: "Auðvitað finnst þér að eigi að hækka laun hjá hjúkrunarfræðingum, þú ERT hjúkrunarfræðingur."  Eða ekki? Hvað ef þeim hjúkrunarfræðingi fynndist að ætti að hækka laun hjúkrunarfræðinga jafnvel þótt hún/hann væri að vinna í fiskvinnslu?

Já, ég skal með glöðu geði kynna mig fyrir sumum hér inni en aðrir eru þvílíkir hrokagikkir að ég hef ekki áhuga á stimplum þeirra. 

Ellý, 27.4.2008 kl. 19:44

23 Smámynd: Loopman

Ég heiti Loopman. Ég er nafnleysingi. Nú eiga allir að svara "Halló Loopman." Þetta er svona eins og á AA fundi. Nú er komið að mér að vitna. Vegna starfs mín vil ég ekki blogga undir nafni. Ég gerði það í mörg ár undir nafni og tók fulla ábyrgð á mínu á þeim tíma. Þá bloggaði ég um mig og mína fjölskyldu, hvað við gerðum og svo framvegis. Líf mit var opin bók á netinu. Eftir að hafa búið erlendis um skeið kom ég heim og ákað að vera með í hæpinu á moggablogginu til að geta skrifað um fréttir eins og mér hentaði.

Nafnleysið gerir mér kleift að segja beinskeitta skoðun mína á hlutum og fólki. Ég má bara ekki við því að mitt einkalíf sé blásið út á netinu. Ég er hrifinn af fólki sem hefur skoðanir, hvort sem það er 15 ára unglingur eða áttræður framsóknarbóndi. Nafnlaus eða ekki. Ef það er eitthvað vit í því sem viðkomandi segir, þá er það fínt. Ég svara eins og mér sýnist, stundum vel, stundum með pirringi, studnum kaldhæðinn, stundum í vonleysi yfir heimsku annarra bloggara.  Þessi smásálar háttur að vilja vita hver er hvað segir mikið meira um óöryggi þeirra sem það vilja.

Að taka ekki mark á rödd á netinu vegna þess að hún heitir Elvis, DoctorE, Loopman, Púkinn eða hvað það er, sýnir að þeir sem slíkt gera eru óöruggir asnar. Og ég get sagt það hér vegna þess að ég er nafnlaus.

Þeir sem berjast mest gegn okkur nafnleysingjum eru þeir sem eru okkur ekki sammála. Það eru líka fordómar að segja að sumir nafnleysingjar komi óorði á hina. Hvaðan kemur svona bull. Þetta er eins og að segja að nokkrir öfga kristnir komi óorði á hina eða á guð. Úps.. sorry það þarf ekki nokkra öfgamenn til þess :)

Takk fyrir mig, Kveðja Loopman

Loopman, 27.4.2008 kl. 20:09

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Púki, ef þér væri umhugað að vita hvort Gunnar Th. Gunnarsson er raunverulega að blogga eða ekki þá gætir þú byrjað á því að smella á höfundarupplýsingar á síðunni hans. Ef þar væri ekkert að finna, þá gætirðu prófað að fletta upp í símaskránni og hringt í þann sem ber nafnið. Ef svo kæmi í ljós að umræddur Gunnar Th. Gunnarsson er ekki að blogga, eða er hreinlega ekki til, þá er viðkomandi að sigla undir fölsku flaggi og þá erum við að tala um allt aðra hluti.

Loopman, Hugarfluga ,PúkinnSævarinn, eru augljóslega dulnefni. Ellý  er dulnefni ef engar aðrar upplýsingar fylgja með. Ef einhver bloggar undir nafninu Jón Jónsson eða einhverju öðru nafni sem er mjög algengt en engar aðrar upplýsingar fylgja á bloggi viðkomandi, þá myndi það flokkast undir dulnefni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 20:55

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Loopman segir; "Nafnleysið gerir mér kleift að segja beinskeitta skoðun mína á hlutum og fólki". Er það ekki hægt nema undir nafnleynd? Eða þarftu bara að vanda betur tungutak þitt og hemja hroka þinn og ótuktarskap, af því annars gerðir þú þínum nánustu skömm til með því að opinbera þig? Ef svo er þá ertu einfaldlega óheiðarlegur, í þér býr karakter sem þú vilt ekki að aðrir sjái.

 Eða ertu hræddur við vinnuveitanda þinn? Hræddur um að styggja viðskiptavini þína? Hræddur við að fá á þig pólitískan stimpil?

Nafnleysingjar mega alltaf búast við því að vera taldir huglausir ómerkingar ef þeir þora ekki að standa við það sem þeir rita, með nafni sínu, sumir myndu kalla þá tækifærissinna. Bulla út í eitt af ábyrgðarleysi og smekkleysi á netinu, en eru svo hvers manns hugljúfi utan þess.

En eins og ég sagði hér áður, þá eru eru ekki nærri allir nafnleysingjar ósmekklegir, enda eru þeir látnir í friði með feimni sína. Ég kíki reglulega á púkann, enda ekkert út á hans skrif að setja nema síður sé. En ég veit svo sem líka hver hann er

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 21:23

26 Smámynd: Loopman

Ég er ekki hræddur við neitt Gunnar Th. Ég lýsi hlutunum eins og ég sé þá. Stundum virkar það stuðandi á teprur eins og þig, sem ert fullur réttlætiskenndar og telur þig geta dæmt menn og mýs eins og þér sýnist. Hefurðu prufað að nota ímyndunaraflið. Eins og Albert Einstein sagði eitt sinn "Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn." Mikil speki hér á ferð.

Það er ekki nóg að VITA hver maður er, maður verður að geta notað ímyndunaraflið líka. Vitneskja er þekking, og þetta kvót sem ég tók af þinni síðu segir mér að miðað við málflutning þinn, ertu ekki að fara eftir því.

Um leið og þú ert farinn að nota setningar eins þessa: "Eða þarftu bara að vanda betur tungutak þitt og hemja hroka þinn og ótuktarskap, af því annars gerðir þú þínum nánustu skömm til með því að opinbera þig" eða í raun alla síðustu færslu, þá ertu búinn að tapa rökræðunni. Persónulegar árásir eru ekki nema viðurkenning á vanmætti.

ps. mér líkar vel við Púkann, og mér gæti ekki staðið meira á sama hver hann eða hún er.

Loopman, 27.4.2008 kl. 22:05

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var ekki að ásaka þig um neitt lopmann, enda get ég það ekki þar sem ég man ekki eftir að hafa lesið neitt eftir þig. Þetta var sett fram í spurnarformi. En athugasemd þín svarar reyndar spurningunni, takk!

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 22:17

28 Smámynd: Loopman

The horror.... The horror....

Loopman, 27.4.2008 kl. 23:13

29 identicon

Mér finnst áhugavert hvernig aðför er gerð gagnvart "nafnlausum" hérna. Það er ákveðinn skipun falinn í flest þeim kommentum sem hafa komið frá nafngreindum einstaklingum. "Segið mér hverjir þið eruð svo ég geti dæmt skoðanir ykkar betur!" Gott og blessað, en miðað við hvernig viðbrögð eru við blogg hjá þekktum einstaklingum, af hverju ætti ekki einfaldir faldir íslendingar ekki að fela sig í mannþrönginni (ja, eins og hún er á Íslandi) ? Kannski er ég þriggja barna móðir á fertugsaldri eða tvítug háskólameyja sem fylgir ekki samnemendum sínum í gæsagangi þjóðfélagsins ? Hvað svo sem ég er, þá kemur það lítið við skoðunum mínum, sem eru alfarið mínar eigin skoðanir....sem ég ákveð að birta undir dulnefni vegna fólks eins og G.Th.G.

Svo getur líka verið að ég birti undir dulnefni vegna þess að stafsetninginn hjá mér er hræðileg og ég vil ekki fá hótunarbréf frá íslenskukennara mínum ?

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:19

30 Smámynd: Sævar Einarsson

Gunnar Th. Gunnarsson ef ég myndi segja við þig að mitt nafn væri Sævar Pétursson, værir þú einhverju nær ? eða Guðmundur Alfreðsson ?  getur þú ekki með neinu móti skilið að nöfn á interneti segja bara nákvæmlega jafn mikið og gælunöfn, mynd sannar ekkert heldur.

Sævar Einarsson, 27.4.2008 kl. 23:33

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefði nú sennilega lítil áhrif á mig, sævarinn, frekar að það hefði áhrif á þig, lopmann og fröken óþolandi. Þið mynduð kannski reyna að leggja ykkur betur fram við að ræða hlutina en ekki koma með hluti eins og:   "The horror.... The horror...." "...undir dulnefni vegna fólks eins og G.Th.G."

Þegar fólk tjáir sig með þessum hætti þá er kannski ekki skrítið að það vilji ekki kannast við sjálft sig, né að aðrir geri það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 23:45

32 Smámynd: Loopman

Sævarinn og Óþolandi og hinir sem standa saman gegn herskáum Stasi wannabe bloggurum, Takk fyrir.

The Horror, The Horror... þú ættir nú að þekkja þessa tilvitnun. Þetta er út The Heart of Darkness eftir hinn pólska Józef Teodor Konrad Korzeniowski sem er betur þekktur undir nafninu Joseph Conrad. Sem er ja.. í raun tökunafn eins og Sævar verður Sævarinn. 

En þar sem þú þekkir ekki kommentið þá borgar sig ekki að reyna skýra það betur fyrir þér. Ef þú þekktir það þá hefðirðu væntanlega komið með gáfulegra svar. Til að byrja með, leigðu þér bara myndina sem var gerð eftir sögunni og þá munntu skilja kommentið. Apocalypse Now.

Nafnleysingjar bloggheima sameinist.

Loopman, 28.4.2008 kl. 00:10

33 Smámynd: Maelstrom

Oft getur nafnleyndin aukið áhrif skrifanna því það er erfiðara að afskrifa þau vegna þess hver höfundurinn er.  T.d. vill G.Th.G. vita hvort hann er að tala við ungling eða fulltíða manneskju.  Af hverju?  Svo hann geti afskrifað hugmyndir unglingsins sem barnalegar?  Til að get gripið í eitthvað annað en það sem sagt er?

Eftir umræðuna hér að ofan tæki ég t.d. ekkert sérstaklega mikið mark á því sem Guðmundur Jónsson hefði um hin og þessi málefni að segja, vegna þess hvernig hann hefur skrifa hér.  Ég hef bara ekki mikla trú á manninum og það á eftir að lita álit mitt á því sem frá honum kemur í framtíðinni.  Þar hjálpar það honum ekkert að koma fram undir nafni.  Sama á við um ýmsa þekkta aðila í þjóðfélaginu.  Ef Steingrímur J. Sigfússon bloggaði undir nafni myndi ég ekki nenna að lesa einn staf.  Þar væri hann nefnilega ekki að blogga sem einstaklingur heldur sem atvinnupólitíkus.  Sama gildir um Björn Bjarnason og fleiri sem bulla og bulla undir nafni, allt saman litað af þeirri stefnu sem þeirra flokkur setur fram.  Nafnlaust blog gæti hjálpað þeim að koma sínum skoðunum á framfæri, ef þær stangast á við stefnu flokksins.

Maelstrom, 28.4.2008 kl. 13:03

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rosalega eruð þið viðkvæm fyrir gagnrýni á nafnleynd ykkar

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 14:17

35 Smámynd: Púkinn

Er það viðkvæmni að vilja láta meta verk sín út frá þeim sjálfum, en ekki því hver standur á bak við þau?

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:57

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pointið er bara að sumir virðast blogga með gífuryrðum, hroka og dónaskap gagnvart öllu og öllum, án sjánlegrar ástæðu. Tek það fram að ég les afar fáa nafnleysingja, þú Púki minn ert einn fárra undantekninga, en ég hef tekið eftir þessu víða í athugasemdarkerfum. Ef nafnleysingjar sem lesa þetta hér, geta ekki tekið þessa sneið til sín, þá er það bara gott mál.

Sjálfur er ég ekkert alltaf engill í athugasemdarkerfum og hef sagt að fólk fari með bull og fleypur. En það geri ég kinnroðalaust undir eigin nafni. Þarf ekki að fela mig til þess. En málið er að slíkar athugasemdir geta verið ómaklegar og ef ég lendi í því að hafa rangt fyrir mér (sem kemur eiginlega aldrei fyrir ), þá verð ÉG að lifa með því en ekki Andrés Önd. Sumir nafnlausir bloggarar mættu spara gífuryrðin og vanda sig kannski aðeins meira, en ekki vega mann og annann og ganga svo um eins og ekkert hafi í skorist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 17:31

37 Smámynd: Katala

Hæ, long time no see :O)

Má til með að deila með ykkur smá sögu um nafnleynd.

Ég man ekki hvar ég gerði athugasemd í fyrsta skipti hér á blogginu, en það eru c.a. tveir mánuðir síðan, þegar ég kvittaði fyrir þá misritaði ég nafnið mitt með einum aukastaf og tók ekki eftir því.

HEHE, hvað haldið þið svo að ég heiti, KATLA, það er bara ekkert flóknara en það, en þar sem ég fékk athugasemd við mina athugasemd sem var stíluð á nafnið katala þá ákvað ég að halda mig við það og flækja málið frekar.

Ekki sérlega flókið það.

Kær kveðja KATALA

Katala , 28.4.2008 kl. 19:14

38 Smámynd: Einar Steinsson

Gunnar Th. Gunnarsson, Guðmundur Jónsson eða DoktorE segja mér nákvæmlega jafn mikið, ég þekki engan þessara manna en ég þekki það sem þeir skrifa þannig að nafn eða nafnleysi skiptir mig engu máli. Það sem menn skrifa segir mér það sem ég veit um þessa menn og ég hef heldur ekki orðið var við að þeir sem skrifa undir nafni séu neitt vandaðri í orðum heldur en þeir sem skrifa undir dulnefni.

Ótal rithöfundar, dálkahöfundar og bloggarar,bæði þekktir og óþekktir hafa skrifað undir dulnafni gegnum tíðina bæði hér og erlendis og þessi aðferð til að koma skoðunum sínum á framfæri hefur löngu unnið sér sess.

Einar Steinsson, 29.4.2008 kl. 07:05

39 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Eina sem ég sé að því að skrifa undir nafnleysi er að þeir einstaklingar þurfa í raun ekki að taka ábyrgð á ummælum sínum.

Garðar Valur Hallfreðsson, 29.4.2008 kl. 13:44

40 identicon

Garðar: Láttu ekki svona, heldur þú að það sé ekki maður á bakvið dæmið, maður sem hægt er að ná í ef þörf krefur.

Að banna nafnleysi er að setja hömlur á lýðræði, ótal nafnlausir bloggarar hafa komið upp um margan krimmann sem þeir hefðu ekki getað gert undir nafni. 

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:40

41 Smámynd: Loopman

Halló Garðar. Þakka þér fyrir að spila með.

Getur þú eða einhver annar sem þetta les útskýrt eitt fyrir mér. Mig langar að vita hvað þú eða þið meinið með þessum orðum. "Að taka ábyrgð á skrifum ykkar."

Minn skilningur er þessi: Ef ég skrifa undir nafni, þá er auðveldara að lögsækja mig fyrir meiðyrði og það yrði auðveldara að dæma skrifin mín og mig sjálfann út frá því hver ég er, en ekki útfrá því sem ég segi.

Ég bíð skýringar frá þeim sem eru á móti og vilja banna nafnleysi á blogginu.

Loopman

Loopman, 29.4.2008 kl. 14:43

42 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara segja að ég skil ekki af hverju það ætti að skipta einhverju máli hvort fólk skrifi undir dulnefni eða með réttu nafni? Ég les það sem mér finnst áhugavert hvort sem það er Pétur eða þykjustunni Pétur.... 

Púkinn: Góð færsla. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.4.2008 kl. 16:16

43 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nafn hvað er það eiginlega?  Ég get farið og skipt um það ef ég vil.  Nafn skiptir engu máli, heldur hvað þú skrifar og hvernig þú kemur fram.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:44

44 Smámynd: Sævar Einarsson

Mikið svakalega hlýtur sá sem heitir Jón Jónsson að vera fúll yfir því að enginn þeirra sem telur að nafn á internetinu sé forsenda á því að hægt sé að taka eingöngu mark á nafni, hann hlýtur að vera frekar spældur að skrifin hjá honum séu ómarktæk afþví hann heitir Jón Jónsson, össsssss

Sævar Einarsson, 29.4.2008 kl. 17:11

45 Smámynd: Billi bilaði

Eini bloggarinn sem hefur náð að valda mér ógleðistilfinningu skrifar undir nafni og heitir Jón Valur Jónsson.

Ef einhver þarf svo að vita hver ég er, þá getur viðkomandi bara spurt.

Annars er varla neitt að marka þessa athugasemd, því ég er doltið bilaður.

Billi bilaði, 2.5.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband