Stuðningur við rannsóknir og þróun

Púkinn á sér draum - að hér á Íslandi verði stutt við rannsóknir og þróun af sama myndugleika og í mörgum nærliggjandi löndum, þar sem ráðamenn gera sér grein fyrir mikilvægi þess að styðja við þessi svið.  Menn geta velt fyrir sér hvers vegna hér á Íslandi sprettur ekki upp fjöldi hátæknifyrirtækja, en ástæður þess eru margvíslegar - þar á meðal hversu fjandsamlegt umhverfið hér er slíkum fyrirtækjum.

Því miður er Púkinn þeirrar skoðunar að íslenskir ráðamenn muni klúðra málinu - "afrekaskrá" þeirra hingað til bendir nefnilega til þess að ráðamenn séu hræddir við alla hátækni sem þeir skilja ekki.

Púkinn er hræddur um að ráðamenn hér fari þá leið að setja upp opinbert styrkjaapparat (þar sem eingöngu tiltekin verkefni verða styrkt - ekki "stöðug" þróunarvinna og fyrirtæki þurfa að eyða helmingi styrksins að gera skýrslur um verkefnin)

Nú, eða að farin verði sænska leiðin, og fyrirtækjum veittur skattafrádráttur sem nemur hluta rannsókna- og þróunarkostnaðar -  sem er gott og blessað fyrir þau fyrirtæki sem eru farin að skila hagnaði, en nýtist þeim ekkert sem eru að reyna að komast á það stig.

Síðan þykjast ráðamenn verða hissa þegar fyrirtækin flytja rannsókna- og þróunarvinnuna úr landi


mbl.is Marel: Fimm milljarðar í rannsóknir og þróun á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tek undir með þér varðandi þessi mál og er algerlega sammála þér í því að ríkisstjórnin mun klúðra málinu.

Óskar Þorkelsson, 4.5.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þessu er ég hjartanlega sammála. Stjórnvöld eru á því að komandi kynslóðir muni bara vinna í álverum eða einhverju "mannbætandi" tengdum landbúnaði, alveg ótrúleg þröngsýni og hræðsla við hið óþekkta. Þetta er eins og ríkið borgaði enn þá laun fyrir þá sem kveikja á götuljósunum.

Kristján Hrannar Pálsson, 4.5.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hér er búið að finna upp allt sem finna þarf upp, ítem ljósaperuna," sagði Geir Haarde, forsætisráðherra, í fyrsta og síðasta 1. maí ávarpi sínu.

Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir innleggið púki. Nokkura ára dvöl í BNA sannfærði mann um að yfirvöld þar (að núverandi stjórn undanskilinni!) skilja að grunnrannsóknir eru leið til framfara, þekking elur af sér framfarir. Hérlendis hefur þessi hugmynd ekki alveg skilað sér, og stjórnmálamenn virðast halda að allt sé í góðu standi hér. Frammistaða nokkura fyrirtækja, (t.d. Marel og Íslenskrar erfðagreiningar) er reiknuð Íslandi til tekna og stjórnmálamennirnir þenja sig út tilefnislaust.

Eins og kerfið er í dag fer of mikill tími í að sækja um fáar krónur, eins og þú ræðir um, fer mestur tími í að skrifa umsóknir og skýrslur en ekki rannsóknarvinnuna sjálfa. Það þarf almennilega styrki fyrir grunnrannsóknir og langtíma stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun.

Arnar Pálsson, 5.5.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband