Eurovision og páfagaukurinn

cockatiel1Á heimili Púkans er páfagaukur sem hefur mikinn og ákveðinn tónlistarsmekk - ef hann heyrir lag sem honum líkar tístir hann hátt og dansar fram og aftur, en þegir annars þunnu hljóði. 

Í gær gerði Púkinn athugun - setti búrið þar sem páfagaukurinn gat fylgst með Eurovision og skráði niður hvaða lög fengu mestar undirtektir hjá gauknum.

Þau 10 lönd sem hann tísti eða dansaði mest við voru síðan tekin sem spá páfagauksins um hvaða þjóðir myndu komast áfram.

Skemmst er frá því að segja að 8 af þeim 10 sem páfagaukurinn valdi komust áfram - honum leist alls ekki á tyrkneska lagið og var lítið hrifinn af því portúgalska.

Púkinn hefði kannski átt að láta hann spá fyrir um úrslitin, og veðja samkvæmt því í einhverjum breskum veðbanka - hver veit nema páfagaukurinn gæti þannig unnið sér inn fyrir öllu því fuglafóðri sem hann hefur étið gegnum árin.


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ekki skrýtið að portúgalska gaulið hafi ekki heillað hann - en ekki eins skiljanlegt að tyrknesku glysrokkararnir hafi ekki náð til hans - þeir sungu jú vel og voru flottir !

Annars er æðislegt hve mikil gleði fylgir elsku dýrunum - vita meir en margur heldur.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband