Verðbólgan er ÞÉR að kenna

Púkinn hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að almenn umræða um verðbólgu á Íslandi sé á algerum villigötum, því flestir skilja ekki eðli og ástæður hennar - líta á hana sem eitthvað ógurlegt skrímsli sem lifi sjálfstæðri tilveru, en ekki einkenni undirliggjandi vandamáls.

Þessi vankunnátta er að ýmsu leyti þægileg fyrir stjórnmálamenn - þeir komast nefnilega hjá því að taka nokkra ábyrgð á ástandinu, en geta kennt öllum öðrum um - bönkunum sem lána of mikið, launþegum sem krefjast launahækkana, versluninni sem okrar á neytendum, erlendum aðstæðum sem hækka verð á vörum.

Stjórnmálamenn segja viðurkenna hins vegar aldrei að verðbólgan geti verið þeim að kenna.  Viðurkenna ekki að fjárlagahalli er verðbólguhvetjandi - viðurkenna ekki að lögin sem skilgreina mikilvægasta markmið Seðlabankans sem baráttu gegn verðbólgu eru tilgangslaus ef hið opinbera berst í raun gegn aðgerðum Seðlabankans með þensluhvetjandi aðgerðum.

Það er þægilegt að geta kennt öðrum um ástandið og dregið þannig athyglina frá eigin ábyrgð.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://gfs.blog.is/blog/gips/entry/544603/

gfs (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband