Uppáhaldssjónvarpsstöðin mín að hætta?

Það fer ekki á milli mála að margt í þjóðfélaginu er að færast í það horf sem var 1975 - Ríkisbankar og ef vil vill bráðum bara ríkisfjölmiðlar.

Skjárinn virðist vera að leggja upp laupana og það ergir Púkann meira en margt annað sem hefur gerst að undanförnu - burtséð frá fréttum og einstaka fræðsluþáttum á RÚV var Skjár I nánast eina íslenska sjónvarpsstöðin sem Púkinn horfði á.

Þessir erfiðleikar eru auðvitað skiljanlegir - mest af dagskrárefninu var erlent og framleiðendur þess vilja fá borgað refjalaust í hörðum gjaldeyri.   Ef erlenda dagskrárefnið tvöfaldast í verði á sama tíma og tekjurnar dragast saman er ekki von á góðu.

Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort Stöð 2 eigi sér framtíð.  Þar voru vandamál áður en yfirstandandi kreppa skall á og þótt væntanlegt brotthvarf keppinautar sé að sjálfsögðu hagstætt fyrir Stöð 2, eiga þeir væntanlega við sömu vandamál að stríða - spurningin er bara hversu djúpa vasa eigendurnir hafa.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta þarf ekki að vera The End. Ég fékk hugmynd og skrifaði um hana. Kannski að Skjárinn gæti orðið Skjár allra landsmana?

Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 11:33

2 identicon

Púkmundur - hefur Stöð 2 einhvern tímann skilað hagnaði? Það er eins og mig minni að það hafi alltaf verið bullandi tap á rekstrinum.  Ég man allavega að mér fannst hálf kómískt að Norðurljós hefðu fengið að lifa á sínum tíma því tapið á ári taldi alltaf nokkur hundruð milljónir. Hvaðan koma allir þessir peningar sem þetta fólk er að tapa?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Auðveld og allsendis lögleg leið til að hafa smávegis upp í dráttarvexti Dabba

Hér er um að ræða nauðaeinfalda og snögga fjárfestingu sem gefur vel af sér og er alveg utan við skattakerfið. Þú ferð bara í Ríkið og kaupir áfengi fyrir 1-2 milljónir eða bara þann aur sem þú átt til og síðan eftir mánaðamótin skilarðu áfenginu aftur í Ríkið og færð peninginn til baka auk 20-30% ágóða vegna stórfelldra hækkana sem munu skella á um mánaðamótin. Munið bara að passa upp á strimilinn og framvísa honum þegar áfenginu er skilað. Síðan væri auðvitað tilvalið að senda mér svona 5-10% af hagnaðinum eða bara hann allan ef vill. Í guðs friði.

Baldur Fjölnisson, 30.10.2008 kl. 12:41

4 identicon

Skjárinn er nú ekkert hættur sko. Baráttan er rétt að birja :D

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband