Björgvin og FME - hver fer næst ?

Púkinn er ekki alveg viss hvort það sé pólitískt snilldarbragð hjá Björgvin að láta það verða sitt síðasta embættisverk að reka stjórn FME, en hitt er víst að þetta útspil bætir möguleika hans á endurkomu í íslensk stjórnmál.

Fjármálaeftirlitið mátti alveg fá þessa flengingu, enda brást það á marga vegu, en þó hafa þeir þá afsökun að stofnunin missti marga af sínum hæfustu starfsmönnum yfir til bankanna sem tvö- eða þrefölduðu laun þeirra.  Þeir sem sátu eftir réðu einfaldlega ekki við verkefnið.

Seðlabankinn hefur hins vegar ekki þessa afsökun.  Þar tóku menn heimskulegar ákvarðanir - og ekki bara einu sinni, heldur endurtekið.  Seðlabankinn þrjóskaðist við að hækka og hækka vexti til að reyna að slá á verðbólguna, þrátt fyrir að bent væri á að bæði væru aðrar aðferðir vænlegri (hækka bindiskyldu bankanna til að slá á útlánagleði þeirra) og að með sífelldum vaxtahækkunum væru þeir að skapa gífurlegan óstöðugleika, því allt það fjármagn sem flæddi inn í landið vegna jöklabréfanna gæti flætt jafn hratt út aftur með tilheyrandi hruni.  

Nei, afglöp Seðlabankans voru mun verri en afglöp Björgvins og FME - og þess vegna hefði Púkinn viljað sjá þá fjúka fyrst...

... en þá mega Seðlabankastjórarnir í staðinn bara vera þeir næstu sem fá að fjúka.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Góð færsla púki.

Vilhjálmur Árnason, 25.1.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Dexter Morgan

Já, þetta er Seðlabankann er spúkí, svo ekki sé meira sagt. En mín kenning er sú; Geir fer í veikindafrí, Þorgerður tekur við og hreinsar út. Annað væri óeðlilegt. Þetta er það sem gerist á morgun. Kannski sendir Davíð þeim "uppsagnarbréf" í kvöld, en enginn mun taka það alvarlega, hann hefði hvort sem er verið rekinn á morgun.

Dexter Morgan, 25.1.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þokkalega!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband