Athugasemd um Íslendingabók

Það er svolítið hvimleitt þegar fjölmiðlar fjalla um Íslendingabókargrunninn eins og hann tilheyri eingöngu Íslenskri Erfðagreiningu, en hér er um að ræða samstarfsverkefni tveggja aðila, ÍE og undirritaðs, Friðriks Skúlasonar.

Þessir aðilar ákváðu að veita þjóðinni aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem geymdar eru í grunninum. Að öðru leyti hafa aðstandendur Íslendingabókargrunnsinns rétt til að nota hann á mismunandi vegu. ÍE hefur einkarétt á að nota hann á öllum sviðum sem tengjast læknisfræði eða erfðarannsóknum, en undirritaður hefur einkarétt á að nýta grunninn til að veita ættfræðiþjónustu umfram það sem mögulegt er með hinum hálfopna grunni á vefnum (svo sem gerð niðjatala og þess háttar).


mbl.is Íslendingabók mætt á Fésbókina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Og þvílík snilld sem grunnurinn er!  Get varla hrósað ykkur nægilega fyrir þetta afrek.

Það er þó ekki úr vegi að spyrja þig svolítið um Facebook-application-ina sem um er rætt.  Hef reyndar ekki fengið þetta til að virka ennþá (líklega overload á Facebook...)

1.  Er þetta application tengt FRISK (þ.e. þarna á Facebook), því annars þarf maður líklega að gefa 3ja aðila upp login og password inn í Íslendingabók til að auðkenna sig.  Mun ekki taka þátt í slíku!  Annars skil ég ekki alveg hvernig þetta getur virkað án þess að maður gefi upp login og password.  Ég get vel farið inn og stofnað Facebook notandann Friðrik Skúlason, fæddan 7.okt og er þá kominn með aðgang að ættfræðiupplýsingum þínum.  Það getur ekki virkað svoleiðis, eins og athugasemdir á Facebook gefa til kynna.

2.  Privacy skilmálar á Facebook eru mjög opnir.  Munu ÍE eða FRISK nota þær upplýsingar sem eru aðgengilegar á Facebook til að 'auðga' eigin gagnagrunna?  (starf, námsferill, email, símanúmer,  o.s.frv.)

Ef þetta er afurð frá FRISK (og ekki ÍE), þá mun ég nefnilega ólmur taka þátt :)

Maelstrom, 16.3.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Púkinn

Þær upplýsingar sem þú færð út úr Facebook forritinu eru mun takmarkaðri en þær sem þú getur fengið úr Íslendingabókinni sjálfri og það er einmitt vegna þess að við höfum enga leið til að sannreyna að notandinn sé í raun sá sem hann segist vera.

Það eina sem þú færð er fjöldi ættliða til sameiginlegs fforföður/formóður og hver það er.  Þú sérð ekki ættartréð eða hvernig þú ert tengdur hinum - við gætum birt þær upplýsingar, en viljum ekki gera það því þá gætum við verið að veita einhverjum sem er að villa á sér heimildir upplýsingar sem hann á ekki rétt á.

Kosturinn við þetta forrit er hins vegar að þú getur skoðað hversu skyldur þú ert stórum hópi einstaklinga - en innan úr Íslendingabókinni getur þú engöngu skoðað tengsl þín við einn aðila í einu.

FaceBook forritið er skrifað af forriturum ÍE og eftir því sem ég best veit þá nálgast þeir aðeins vinalista og upplýsingar um nafn og fæðingardag.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 12:54

3 Smámynd: Þór Sigurðsson

Svona til gamans, ef þú hefur einkarétt á því að nota grunninn til að gera niðjatöl m.m., hvenær var mér þá greitt fyrir afnot af mínum persónuupplýsingum til veitingar á þeim einkarétti ?

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að það er engin óskilyrt kvöð á þá sem fæðast íslendingar að þeir séu sjálfkrafa hlutafé í potti Frisk ? :)

Þór Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Púkinn

Tja, þó hefur rétt til að fá aðgang að þeim upplýsingum sem eru skráðar um þig (samkvæmt persónuverndarlögum) - og þar sem þetta er ættfræðigrunnur, þá túlkum við það sem upplýsingar um þínar ættir - þar sem við drögum mörkin við fjórmenninga.

Það sem ég er að tala um að selja er t.d. ef einhverjir myndu vilja fá niðjatalið hans langa-lnga-langaafa á formi Word skjals t.d. fyrir tilvonandi ættarmót.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Maelstrom

Þór...prófaðu að ganga inn í fyrirtækið Lánstraust og segðu þeim að þú viljir ekki vera með í vanskilagrunninum þeirra, því þú hafir aldrei samþykkt að taka þátt og fáir ekki hlutdeild í afkomu fyrirtækisins.  Ég held að þú yrðir ekki tekinn mjög alvarlega.

 Það eru engar kvaðir á því að vera í þessum grunni og heldur engin réttindi.  Þetta eru einfaldlega opinberar upplýsingar sem einhver hefur haft fyrir því að handslá inn í gagnagrunn.  Það vill bara þannig til að Íslendingabók veitir þér aðgang að þessum gögnum.  Það gagnast þér því þetta er svo skemmtilegt og það gagnast Íslendingabók því þú leiðréttir mögulega innsláttar- og staðreyndavillur í sjálfboðavinnu. 

Win-Win og allir eru glaðir...nema þeir sem vilja fá hlutdeild í afkomu.  Þeir eru ekki teknir mjög alvarlega

Maelstrom, 16.3.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Maelstrom

Púki, glæsilegt framtak.  Ég var reyndar að vonast til að fá ættfræði-application með þrívíðum trjám sem balance-era sig sjálf og hægt væri að snúa og toga og teygja.  Ef hægt væri að slá inn upplýsingar sjálfur væri komin application sem tæki facebook með stormi.  Núverandi facebook apps fyrir ættfræði eru nefnilega frekar glataðar.

Það kemur bara í næstu útgáfu

Maelstrom, 16.3.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Púkinn

Tja, eins og ég sagði að ofan, þá er eiginlega ekki hægt að birta ættartrén úr Facebook, því þar höfum við enga leið til að sannreyna að viðkomandi sé sá/sú sem hann/hún segist vera.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 15:58

8 Smámynd: Maelstrom

Hvað um að viðkomandi verði að hafa aðgang að Íslendingabók eftir hefðbundnum leiðum.  Þegar farið er inn í Facebook forritið í fyrsta skipti fær maður lágmarksupplýsingar eins og nú er.

Til að virkja meiri aðgang þyrfti að afrita eitthvað GUID sem fæst inni í sjálfri Íslendingabók og paste-a því inn í Facebook forritið.  Það er þá komin sönnun að þú sért alla vega með aðgang að viðkomandi aðila í Íslendingabók.  Það myndi þá virkja einhverja meiri virkni.

Maelstrom, 16.3.2009 kl. 16:17

9 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég fæ alltaf einhverja villu þegar ég reyni að keyra þetta upp.  Ef til vill skipta einhverjar stillingar máli!

Annars er þetta frábært framtak eins og Íslendingabókin sjálf. Ég skráði mig reyndar einhverntíman í grúppu sem hét "Gefum upp lykilorðin okkar á Íslendingabók". Það væri gaman að geta rakið saman ættir tveggja óskyldra einstaklinga og mig grunar að langflestum sé sama þó hver sem er geti það.

Annar skemmtilegur eiginleiki sem ég fann á Facebook um daginn er forritið Six Degrees of Seperation.  Þar er hægt að sjá hvernig maður tengist öðrum í gegn um vini en ekki ættir.  Fann t.d. út að ég gat tengst í gegn um sjö vinatengingar til Bill Gates.
Sjá:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/786617/

Þorsteinn Sverrisson, 16.3.2009 kl. 18:06

10 Smámynd: Hannes

Púki er nokkuð hægt að láta fjarlægja sig úr Íslendingabók?

Hannes, 16.3.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Púkinn

Þorsteinn: Það er verið að gera smálagfæringar -- bíddu 1-2 daga - þetta fréttist út áður en forritið var í rauninni tilbúið.

Hvað skemmtileg Facebook forrit varðar, þá finnst mér þetta svolítið sniðugt: http://apps.facebook.com/friendwheel/

 Hannes:  Svona í stuttu máli, nei.. sjá líka athugasemd 5 hér að ofan.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 20:42

12 Smámynd: Hannes

Hefur einhver farið í mál til að láta taka sig úr henni? Ég mun íhuga það.

Hannes, 16.3.2009 kl. 21:33

13 Smámynd: Púkinn

Jæja, já.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 22:02

14 Smámynd: Stefanía

Hefur fólk eitthvað  að skammast sín fyrir ? Af hverju að fjarlægja sig úr Íslendingabók ?

Þetta er þvílíkt snilldarverk. Ég er allavega aðdáandi framtaksins og nýt þess að skoða og fræðast um mig og mína.

Kannski rennur blóðið eitthvað öðruvís í sumum, þeim er þá vorkunn !

Stefanía, 17.3.2009 kl. 00:39

15 Smámynd: Kári Harðarson

Hannes, ég myndi hafa meiri áhyggjur af því hvað verður um VISA yfirlitin þín og símreikningana en hvað þú heitir og hverjum þú ert skyldur...

Kári Harðarson, 17.3.2009 kl. 09:13

16 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég komst loksins inn á Íslendingabókina á Facebook og fékk þetta svar:

Íslendingabókar viðbótin er enn í þróun. Takið niðurstöðum með fyrirvara.

Ógild dagsetning, (ár)

?

Svala Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:47

17 Smámynd: Púkinn

Forritið getur ekki flett þér upp nema þú sért með réttan fæðingardag skráðan á Facebook

Púkinn, 18.3.2009 kl. 09:47

18 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er farið að virka hjá mér og er flott. Enn flottara væri að geta skoðað ættartréð líka.

En eins og við var að búast þá er ekki nema ríflega helmingur vina minna sem forritið getur þekkt nafn og fæðingardag hjá.

Þorsteinn Sverrisson, 18.3.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband