Þjóðfundurinn í Hálsaskógi

halsaskogur.jpgPúkinn var á þjóðfundinum, en stundum fannst honum eins og hann væri í miðju barnaævintýri í Hálsaskógi, þar sem Bangsapabbi stóð og sagði ábúðarfullur "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir".

Vandamálið var nefnilega það að helmingurinn af því sem kom fram var ekkert annað en innihaldslitlir frasar sem flestir geta verið sammála, en eiga lítið erindi í stjórnarskrána sem slíka -minntu frakar á innantóm kosningaloforð stjórnmálaflokka.

Þessar setningar sem fylgja fréttinni eru hins vegar aðeins úrtak þess sem kom fram - á fundinum voru yfir um 120 hópar og hver hópur skilaði af sér einni stuttri setningu af þessari gerð.

Þessar setningar voru reyndar ekki eini afrakstur fundarins - hver þátttakandi fékk t.d. 5 blöð í lokin, þar sem hann gat gert grein fyrir sínum hugmyndum.

Margar þeirra hugmynda voru líka innihaldslausir eða slagorðakenndir frasar, en það vakti hins vegar athygli Púkans hversu mikill stuðningur var við nokkur atriði sem varða beint tilteknar breytingar í stjórnarskrá, svo sem eftirfarandi:

  • Persónukjör, t.d. með blandað fyrirkomulag að ástralskri fyrirmynd, sem einnig leyfir listakjör, en líka að menn kjósi einstaklinga "af mörgum listum"
  • Landið gert að einu kjördæmi.
  • Aðskilnaður ríkis og kirkju - niðurfelling 62. gr stjórnarskrárinnar.
  • Aukin áhersla á þjóðaratkvæði.

Ef þetta nær fram að ganga þá er Púkinn nokkuð sáttur.

Sú hugmynd að fá valdameiri forseta kom hins vegar ekki fram á borði Púkans.


mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm....þjóðin er orðin svo trámatísk að hún líkist meira svona risastórum öskjhlíðarskóla á litlujólunum.  Lalalandið Ísland. Þessar möntrur um gildi eru gersamlega innihaldslaust hjal um hugtök sem fólk kann engin skil á en hefur heyrt nógu oft til að geta haft þau eftir ad nauseum.  Hipsum haps hver þeirra dúkka upp. Etthvað allt annað síðast. Nú gleymdist heiðarleikinn alveg t.d., sem ætti jú að lýsa þessu nokkuð vel.  Vigdísarsyndromið komið á krónískt stig. Andleg óðahrörnun sem afleiðing vel heppnaðrar hálvitavæðingar í stjórnsýslunni.

Tek undir tvö síðustu atriðin en hef ekki þekkingu né innsæi til að vera dómbær á annað, frekar en flestir þjóðfundargestir, leyfi ég mér að álykta.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 19:50

2 identicon

Góð fyrirsögn!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband