Um verðtrygginguna

500kronurÞað er ein góð röksemd fyrir afnámi verðtryggingar sem ekki hefur farið mikið fyrir, en ætti að mati Púkana skilið að fá meiri athygli.

Ef útlán eru verðtryggð, þá skiptir það lánastofnanir litlu hver verðbólgan er - hagsmunir þeirra eru tryggðir hvort sem hún sveiflast upp eða niður, því þeir munu alltaf fá sínar krónur til baka með verðbótum. Undir þessum kringumstæðum hefur lánastofnunin engan hvata til að gera sitt til að halda verðbólgunni niðri.

Ef útlán eru hins vegar með föstum vöxtum, þá er það hagur lánastofnunarinnar að verðbólgan lækki á lánstímanum og það skapar hvata fyrir lánastofnunina til að reyna að gera sitt til að halda verðbólgunni niðri, sem til lengri tíma er öllum í hag.

Það er hins vegar einn stór galli við afnám verðtryggingar - ef verðtryggð útlán verða afnumin, þá er hugsanlegt að verðtryggð innlán leggist einnig af og við förum aftur á það stig að eignir í banka brenni smám saman upp - það verður enginn hvati til að spara.

Það er reyndar akki mikill hvati til sparnaðar núna - vextir eru það lágir að fjármagnstekjuskattur og auðlegðarskattur étur upp alla ávöxtun.  Það er í gangi hrein eignaupptaka hjá þeim sem eru svo vitlausir að eiga pening í banka.

 


mbl.is Fundað um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er sammála þessu, þetta er röksemd sem mætti vera meira í umræðunni.  Ef allir stefna að sama markmiði ætti að vera auðveldarar við að eiga.  En það segir sig eiginlega sjálft að ef verðtrygging hverfur af útlánum, kemu hún að mestu leyti til með að hverfa af innlánum.

Víðast hvar um heiminn (t.d. hér í Kanada, þar sem ég bý) dekka innlánsvextir ekki verðbólgu, nema féð sé fest til langs tíma - verðtrygging ekki almennt í boði á innlánum, né útlánum).  Samt er fjármagnstekjuskattur lagður á tapið, rétt eins og á Íslandi.  Munurinn er þó sá að hér getur hver einstaklingur lagt 5000 dollara inn á sérstaka reikninga árlega, og á ávöxtun af þeim reikning er ekki lagður fjármagnstekjuskattur.  Þessir reikingar geta verið hlutabréfa eða skuldabréfakaup, eða bara venjulegar sparisjóðsbækur, allt eftir vilja hvers og eins.  Því má segja að eðlilegur hóflegur sparnaður sé ekki skattlagður hér.

En það má líka deila um hvað ætti að vera í vísitölu sem "dekkar" lánsfé.   Er eðlilegt að alþjóðlegar hækkanir eins og t.d. á bensíni hækki vísitölu, nú eða hækkun skatta, bara svo 2. dæmi séu nefnd.  Má ekki segja að sá sem lánar fé hafi að miklu leyti sloppið við skattahækkunina?

G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála þér hér.  Menn mættu alveg ryfja upp af hverju verðtryggingin var sett á á sínum tíma og hvernig landslagið var á áratugunum fyrir þá aðgerð.  Mér finnst allt tal um að afnema verðtryggingu sí svona á sama tíma og menn ætla sér líka að afnema gjaldeyrishöft eitthvað risk, sem þarf að skoða oní kjölinn. Ég hef enn ekki séð neinn rökstuðning fyrir því hvernig menn ætla að fara að því að framkvæma þessar breytingar, hvort sem þetta verður samhliða eða í sínu hvoru lagi.

Við getum allavega treyst því að það er ekki spurning um álit þjóðarinnar eða óháðra sérfræðinga. Það sem bankarnir og braskiðnaðurinn vill, það mun ríkistjórnin gera. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 19:13

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Raunvextir verða fyrst að lækka í 0,5 til 1,5%, 3,5% raunvaxtastigi er haldið upp með lögum þ.e lífeyrissjóðunum er skylt að fá 3,5% raunávöxtun og þeir fjármagna megnið af íbúðarlánunum, bankarnir apa svo eftir sjóðunum.

Verðtrygging er ekkert annað en breytilegir vextir, ef við afnemum verðtrygginguna þá fáum við bara grunnvextir + breytilega vexti + óvissuálag. Í dag þá eyðir verðtryggingin óvissuþættinum út og virkar sem breytilegir vextir. Óvissuálagið yrði um 1-2%.

Hátt raunvaxtastig er það sem keyrir verðbólguna áfram á sjálfstýringu og þar verðum við að byrja, síðan afnema verðtryggingu.

Við erum að fjármagna eftirlaunakerfið okkar með háum raunvöxtum á íbúðarhúsnæði enda eru það öruggustu lánasöfn sjóðanna. Breyting á raunvöxtum til lækkunnar kallar líka á aukið framlag launþega í lífeyrissjóði.

Eggert Sigurbergsson, 4.11.2011 kl. 23:43

4 Smámynd: GunniS

jæja, hvernig væri þá að koma á verðtryggingu á laun og tekjur fólks.

GunniS, 5.11.2011 kl. 10:25

5 identicon

þegar vitnað er í fyrri reynslu af því að hafa ekki verðtryggingu þá, þarf að taka inn í myndina að það var pólitík frekar en kalt hagsmunamat sem réði því í hvað bankar lánuðu og einnig það að pólitíkusarnir handstýrðu genginu, það væri mikið betra að gera viðskiptamódel sem gerði ráð fyrir að markaðsaðstæður réðu en ekki pólitík og greina síðan hvernig hagkerfið myndi virka ef það er sjálfbært án harðra áhrifavalda eins og verðtryggingar.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 11:05

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Kaupmáttur launa frá september 1989 (85,3) til september 2011 (110,5) hefur hækkað um 30% UMFRAM verðbólgu. Þetta þýðir að sá sem tók lán fyrir íbúð í september 1989 hefur í dag 30% hærri ráðstöfunartekjur að jafnaði í dag heldur en þegar hann tók lánið.

Óverðtryggð laun skilar aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu betur til launþega, verðtryggð laun mundu koma í veg fyrir það.

Hamfarir af mannavöldum sem kallast kreppa er ástæðan fyrir slæmri stöðu margra í dag en ekki verðtryggingin sem slík, en það er að sjálfsögðu þægilegt að hafa "blóraböggul" ef maður er stjórnmálamaður.

En að sjálfsögðu væri best að við hefðum agaða hagstjórn og þá mundi engin pæla í verðtryggingu og heldur engin þörf fyrir hana.

Eggert Sigurbergsson, 5.11.2011 kl. 16:56

7 identicon

Það hefur verið bent á þetta áður og það gerði ég í nóvember 2006 í Morgunblaðinu og miðast greinin við það tímabil og er hún að einhverju leiti orðin úreld þó að aðalatriðin séu góð og gild.

Á sínum tíma fékk greinin aðalega athygli hjá nokkrum hagfræðingum sem lofuðu hana en aðrir snerust ókvæða við og vörðu verðtrygginguna (ca. sömu aðilar og nú). Enginn gat þó komið með haldbær rök gegn innihaldi hennar.

http://himmelbjerg.blog.is/blog/himmelbjerg/entry/1172992/  

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband