Hvað er barnaklám - hluti 1

Púkinn er hlyntur hörðum aðgerðum gegn þeim sem framleiða barnaklám eða dreifa því, en ljóst er að löggjafinn verður að vanda sig þegar að skilgreiningum kemur.

Púkinn vill nefna eitt dæmi um hvernig lagabókstafurinn getur leitt til annars en ætlunin var í upphafi.

Jeremy var 17 ára og kærastan hans, Amber, var 16 ára.  Þau voru nakin saman í rúminu að gera það sem naktir unglingar aðhafast gjarnan saman.  Ekkert af því sem þau gerðu var ólöglegt samkvæmt lögum Florida, þangað til þau tóku myndir af sér og Amber sendi myndirnar síðan í tölvupósti til Jeremy.

Úps...

Þau fengu bæði á sig ákæru fyrir framleiðslu og dreifingu barnakláms og Jeremy var síðan einnig kærður fyrir vörslu þess.  Menn geta síðan ímyndað sér hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir framtíð þeirra að hafa slíkt á sakaskránni.

Samkvæmt lögunum voru þau nógu gömul til að sofa saman, en ekki til að skjala það - nokkuð sem löggjafinn hafði væntanlega ekki hugleitt þegar lögin voru sett.

Meira um þetta mál hér.

Hluti 2 af þessari grein er væntanlegur síðar.


mbl.is Barnaklámshringur upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert klám í þessu..

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Ebenezer Þórarinn Böðvarsson

Já þetta er mjög góð ábending hjá þér, ég veit ekki um hvað hluti tvö fjallar en vonandi er ég ekki að upplýsa neitt með því að benda á þetta líka. Þegar óvarðar tölvur verða til þess að koma fólki í fangelsi eins og verður sífellt algengara.

"If you have an Internet connection, high speed, through, let's say, your cable company, or through the phone company, that computer is always on, and basically you have an open doorway to the outside," Loehrs said. "So the home user has no idea who's coming into their computer."

Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, 15.2.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband