Glott að kirkjunni

gay_churchPúkinn getur ekki annað en glott að vandræðaganginum í kirkjunnar mönnum, og þeirri klemmu sem þeir eru í vegna mismunandi viðhorfa - viðhorfa gamla testamentisins þar sem litið er á samkynhneigða sem réttdræpan óþjóðalýð, viðhorfa nýja testamentisins, þar sem þeir eru syndarar sem ber að fyrirgefa og viðhorfa nútímans þar sem þeir eru jafn réttháir og aðrir og það að þeir kjósi sér rekkjunauta af sama kyni sé í raun svipað mál og að vera örvhentur - minnihlutahópur sem verður stundum fyrir óþægindum í þjóðfélagi sem ekki gerir alltaf ráð fyrir þeim.

Vandamál kirkjunnar er í raun það að nútíminn hafnar viðhorfum biblíunnar, þannig að kirkjan lendir í klemmu - á hún að halda fast við sínar úreltu kenningar eða á hún að reyna að aðlagast viðhorfum nútímans.

Það er í raun ekkert nýtt að biblían sé túlkuð á mismunandi vegu, eftir því sem vindar þjóðfélagsins blása hverju sinni, en þetta mál er óvenju erfitt, því að er fátt ef nokkuð í biblíunni sem þeir geta notað til að styðja þá skoðun að samkynhneigð sé réttlætanleg, hvað þá ásættanleg.

Í raun verður kirkjan að hafna hlutum biblíunnar og því viðhorfi sem þar kemur fram til að taka samkynhneigða í fulla sátt, en sé einum hluta biblíunnar hafnað, hvers vegna þá ekki að hafna meiru? Nánast allir hugsandi menn hafa fyrir löngu hafnað hlutum biblíunnar, svo sem sköpunarsögunni, en þeir sem trúa því að þessi bók hafi eitthvað raunverulegt gildi eiga alltaf bágt með að sætta sig við að hlutum hennar sé hafnað á einn eða annan hátt.

Þetta vandræðaástand snertir Púkann ekki neitt, enda er hann hvorki samkynhneigður né trúaður og hefur fyrir löngu hafnað því að biblían hafi nokkurt raunhæft gildi í dag, annað en sem hvert annað mannanna verk, bók sem lýsi úreltum viðhorfum fyrri tíma, bók uppfull af karlrembu og rasisma sem hefur í gegnum söguna gert mannkyninu meiri skaða en nokkuð annað verk.

Því meira sem strikað er út af henni, því betra.


mbl.is Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

En við skulum nú samt vera vinir.  

Linda, 25.4.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Já ég skil að djöfullinn hlæi að þeim kirkjunnar mönnum sem reyna fara í kring um orð Guðs. En bara ein spurning, hvað er nútími ? Er það þessi öld ? Bara dagurinn í dag eða gærdagurinn talinn með.

Er ekkert úrelt í nútímanum ? Er það úrelt viðhorf að ekki skuli stela tölvuforritum ?

Því miður erum við að uppskera ávöxtin af viðhorfum púkans í okkar þjóðfélagi og þá á ég við lögleysi, aukna eiturlyfjaneyslu os.frv. Af hverju ? Jú það er búið að ræna æsku þessa lands sönnum lífsgildum. Nútími er ekki huggun fyrir neinn. Hins vegar er skaparinn og Guð faðir það.

Gjör iðrun og játaðu að þú ert syndari sem þarft á Jesú Kristi að halda og þú munt finna friðlausri sálu þinni hvíld.

Kristinn Ásgrímsson, 25.4.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn vorkennir virkilega fólki eins og þér, Kristinn, en sem betur feru eru nú svona viðhorf á undanhaldi.

Púkinn, 26.4.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband