Stjórnarmyndunarmartröð?

Skoðanakannanir eru stöðugt að nálgast það sem Púkinn kýs að nefna "stjórnarmyndunarmartraðarniðurstöður" (púff, en sú langloka).  Þær niðurstöður eru eftirfarandi:

B - 5 þingmenn

D - 26 þingmenn

F - 5 þingmenn

S - 16 þingmenn

V - 12 þingmenn

Núverandi stjórn væri fallin, með 31 þingmann, Samfylking og Vinstri grænir fengju ekki nægan þingstyrk saman og yrðu að bæta Framsókn eða Frjálslyndum við, en það yrði þriggja flokka stjórn án tryggs meirihluta og hætt við að hún yrði ekki langlíf.

Sjálfstæðisflokkurinn myndi tæplega hafa áhuga á þátttöku í þriggja flokka stjórn, þannig að þrautalendingin væri að þeir færu í stjórn með Samfylkingunni eða Vinstri Grænum.

Ef niðurstöður kosninga yrðu á þessa lund er Púkinn nokkuð viss um að stjórnarmyndun myndi taka mun lengri tíma en raunin hefur verið síðan.....ja....fyrir svo löngu síðan að Púkinn man varla eftir því.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband