Lambakjöt...og alvöru lambakjöt

lamb-chopsPúkinn er mikill áhugamaður um góðan mat, eins og sést kannski best á því að hann hefði nú bara gott af því að losa sig við nokkur kíló.

Hvað um það - eitt það besta sem Púkinn fær er gott lambakjöt, hvort sem það er grillað eða matreitt á annan hátt.

Púkinn hefur hins vegar stöku sinnum orðið þeirrar ógæfu aðnjótandi að vera boðið upp á nýsjálenskt lambakjöt.  Reynslan af því er að annað hvort séu allir kokkar óhæfir sem matreiða það, eða að þetta hráefni sé einfaldlega vont - já, hreint út sagt virkilega vont - það besta var með yfirgnæfandi "ullarbragði", en það verst var eins og eitthvað undarlegt kjötlíki - svo vont að Púkinn skildi það eftir á diskinum sínum, borðfélögum til mikillar undrunar - nokkuð sem gerist nánast aldrei.

Nú er Púkinn í sjálfu sér ekki mótfallinn því að leyft verði að flytja inn nýsjálenskt lambakjöt - en hann mun forðast að kaupa slíkt og hreinlega ekki kaupa lambakjöt í íslenskum verslunum nema það sé tryggilega merkt sem íslensk afurð af íslenskum lömbum.

Púkinn hefur það einnig fyrir venju að gefa hundinum sínum lambakjötsbita einu sinni á ári - á jóladag, en það mun vera áfram íslenskt lambakjöt - Púkinn vill ekki gera hundinum sínum það að gefa honum þennan nýsjálenska óþverra sem gengur undir sama nafni.

Nei, ef menn vilja flytja inn erlent kjöt, þá ættu þeir að horfa á nautakjötið - Púkinn myndi gjarnan vilja sjá alvöru argentínskar nautalundir á boðstólum hér.


mbl.is Ekki fullreynt með lambakjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun alveg örugglega halda mig við íslenska lambakjötið, það er ekki spurning.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Kiwi

Þín reynsla hlýtur að vera sú að allir þeir kokkar sem hafa matreitt nýsjálenskt lambakjöt ofan í þig séu óhæfir. Ég hef bragðað mjög gott nýsjálenskt lambakjöt og kem ég þó úr íslenskri sveit!

Kiwi, 25.5.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Sigurjón

Ég hef líka bragðað á slíku kjöti og það jafnast ekkert á við það frónska.

Sigurjón, 25.5.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: Laurent Somers

Ég leit á smáaletrið á Stóra Túlanum sem Bónu$ hefur auglýst grimmt núna, og viti menn - nautahakk frá Nýja Sjálandi, að mig minnir...

Laurent Somers, 26.5.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband