Lokað á Pandora

Margir Íslendingar hafa notað pandora.com til að leita að nýrri og áhugaverðri tónlist.  Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá virkar Pandora þannig að fólk getur sett inn sín uppáhaldslög eða hljómsveitir og Pandora velur síðan lík lög frá öðrum aðilum.

Þannig getur maður kynnst hljómsveitum sem flytja tónlist sem líkist því sem er þegar í uppáhaldi hjá manni.  Púkinn uppgötvaði The Goo Goo Dolls og Film School fyrst í gegnum Pandora.

Nú er hins vegar búið að loka á Íslendingana - notendur með IP-tölu sem virðist utan Bandaríkjanna fá ekki lengur aðgang.

Synd og skömm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Proxy :)

Páll Ingi Kvaran, 15.6.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband