Ofurkrónan lifir enn

100000Púkinn ætlaði fyrst að hafa titil þessarar greinar "Er Seðlabankinn verri en gagnslaus", en hætti við það, þar sem flestir hafa nú þegar væntanlega myndað sér skoðun á því. 

Þess í stað ætlar Púkinn að rifja einu sinni en upp þann vítahring sem Seðlabankans er í.

Breytingar á stýrivöxtum virðast vera eina stjórntækið sem Seðlabankinn notar, en af hverju er það stjórntæki ekki að virka hér eins og menn bjuggust við?

Skoðum til dæmis Bandaríkin til samanburðar.  Stjórntækjum "Federal Reserve", sem gegnir svipuðu hlutverki og seðlabanki Íslands, (þótt hann sé reyndar ekki nema hálf-opinber stofnun) má í stuttu máli lýsa svona:

 

Buying and selling federal government securities.
When the Federal Reserve System buys government securities, it puts money into circulation. With more money around, interest rates tend to drop, and more money is borrowed and spent. When the Fed sells government securities, it in effect takes money out of circulation, causing interest rates to rise and making borrowing more difficult.

Regulating the amount of money that a member bank must keep in hand as reserves.
A member bank lends out most of the money deposited with it. If the Federal Reserve System says that a member bank must keep in reserve a larger fraction of its deposits, then the amount that the member bank can lend drops, loans become harder to obtain, and interest rates rise.

Changing the interest charged to banks that want to borrow money from the federal reserve system.
Member banks borrow from the Federal Reserve System to cover short-term needs. The interest that the Fed charges for this is called the discount rate; this will have an effect, though usually rather small, on how much money the member banks will borrow.

Þetta kerfi virkar í Bandaríkjunum, en aðstæður eru aðrar hérlendis.  Bindiskyldan hefur ekki áhrif ef  bankarnir eru að drukkna í peningum.  Vaxtabreytingar hafa ekki bein áhrif á lántökur bankanna, þar sem þeir eru ekki fyrst og fremst fjármagnaðir frá Seðlabankanum. 

Hvaða áhrif hafa háir stýrivextir þá?  Jú, þeir gera útgáfu "jöklabréfa" áhugaverða, sem leiðir til innstreymis gjaldeyris, sem aftur leiðir til óeðlilegrar styrkingar krónunnar, sem heldur verðbólgu niðri, þar sem innfluttar vörur lækka í verði

...en bara tímabundið.

Fyrr eða síðar mun þetta hrynja og jöklabréfagjaldeyririnn flýja land aftur, krónan hrynja, og verðbólgan rjúka upp aftur og Seðlabankinn endurtaka sömu mistökin - hækka vextina aftur.

Á meðan er ofurkrónan að murka lífið úr útflutningsfyrirtækjunum, sem neyðast til að draga saman seglin eða flytja starfsemi sína til útlanda.  Einu útflutningsfyrirtækin sem þrífast eru þau sem byggja á innfluttu hráefni og niðurgreiddri raforku.  

Hagfræðingar framtíðarinnar munu ef til vill skilgreina þessar ákvarðanir Seðlabankans sem eina meginorsök hruns Íslensks efnahagslífs á fyrstu áratugum 21. aldarinnar og eina af orsökum atgerfisflótta og þess að ísland varð ekki þekkingarþjóðfélag eins og mörg nágrannalandanna, en þá verða þeir sem tóku ákvarðanirnar horfnir frá störfum. 


mbl.is Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Mikið óttast ég að þessi úttekt þín sé rétt.  Ég skrifaði um þetta í febrúar, bíð bara eftir stóra skell.

Kári Harðarson, 5.7.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Kári Harðarson

Orðið "febrúar" í athugasemdinni á undan er hlekkur á greinina en hann virðist vera ósýnilegur.

Kári Harðarson, 5.7.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Anderson

Ég held að þú hafir of miklar áhyggjur. Í fyrsta lagi er krónan of sterk og það er allt í lagi ef hún veikist eftir að vextir eru lækkaðir. Það vilja allir. Þú talar um hrun eins og um einhvern fyrirhugaðan fjármagnsflótta er að ræða þegar vextir lækka. Vextir eru ekki lækkaðir í stökkum úr 13,3% niður í 8% eða eitthvað álíka. Þetta er gert smám saman, á fárra mánaða fresti, jafnvel 30 daga fresti.

Einnig ber að athuga hvernig vaxtamunurinn við útlönd er, ekki einungis okkar vextir. Erlendir aðilar kaupa jöklabréfin vegna mikils vaxtamunar. En hann hefur farið töluvert minnkandi síðustu mánuði þar sem seðlabankar helstu mynta hafa hækkað vexti afar mikið frá áramótum.

Auk þess er annað verðbólguskot ekki eitthvað sem Seðlabankinn veit ekki nú þegar. Verðbólgan mun fara upp aftur þegar vextir lækka og erlendir aðila munu síður endurnýja jöklabréfin.

Aðalatriðið er að ef ekkert kemur markaðinum mikið á óvart þá verður ekkert hrun. Að lokum vil ég hrósa þér fyrir umfjöllun um þetta. Mjög gott og gagnlegt að ræða svona mál.

Anderson, 5.7.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband