Að eitra fyrir börnum ... með leikföngum

bindeez-2Í leit sinni að skjótfengnum gróða stytta margir sér leið og reyna að fara á svig við kostnaðarsamar reglur um vörugæði og eftirlit.

Bindeez leikföngin eru aðeins nýjasta dæmið af mörgum.  Þetta eru litskrúðugar perlur sem hægt er að raða upp og festast saman  þegar vatni er úðað á þær.

Perlurnar eru nefnilega húðaðar með efni sem verður að eins konar fljótþornandi lími þegar það blotnar.

Það virðist engum hafa dottið í hug að ef börn gleypa perlurnar komast þær líka í snertingu við vatn í meltingarveginum, þannig að .. ja, börnin eru í raun að gleypa fljótþornandi lím.

Hvað er að þeim sem framleiða þetta?  Hvað er að þeim sem útnefna þetta "leikfang ársins 2007"? Hvað er að þeim sem kaupa þetta?

Þegar síðan kemur í ljós að límefnið er efnafræðilega skylt ofskynjunarlyfi, þá verður það frétt - en börnin sem hafa lent á sjúkrahúsi fóru ekki þangað vegna ofskynjunaráhrifa, heldur vegna þess að samanlímdir kögglar af perlum sátu í meltingarvegi þeirra.

Ofskynjunarefnið er í raun aukaatriði - en það er leið til að vekja athygli á hættunni og losna við þessi leikföng úr verslunum.

Vonandi eru þessi leikföng ekki seld hér á landi, en Púkinn myndi gjarnan vilja sjá það staðfest af Leikbæ og Toys'r'us.


mbl.is Vinsæl leikföng innihalda ofskynjunarlyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: a

En og aftur ótrúlegt hvað hugur (að eiginsögn) vitirborna manna reikar stutt þegar svona á sér stað aftur og aftur. Ætli græðgi eigi eitthvað við þarna? Eða ætla menn að standa undir því að vera bara svona heimskir. Líklega. Betra að vera heimskur og ríkur í dag heldur en öfugt.

a, 6.11.2007 kl. 16:34

2 identicon

Þau tvö börn sem hafa látist eftir að hafa borðað perlurnar létust vegna efnisins í líminu.  

Fransman (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband