Kann enginn að spara?

Það sló Púkann að í þessum útreikningum um hvað fólk þyrfti að hafa í mánaðartekjur til að hafa efni á íbúð er ekki gert ráð fyrir neinum sparnaði.

Engum virðist koma til hugar að fólk gæti hafa lagt til hliðar einhverjar krónur frá því að það byrjaði að vinna og þangað til að íbúðarkaupum kom, en þannig er raunveruleikinn í dag - allir kunna að eyða, en enginn kann að spara.

Það er að vísu hægt að fara út í öfgar með sparnað - Japanir spara það mikið að það stendur efnahagslífinu þar hreinlega fyrir þrifum, en Púkinn er nú á þeirri skoðun að það geti allir launamenn lagt til hliðar eitthvað ofurlítið af mánaðarkaupinu.

Sumir barma sér yfir því að eiga aldrei peninga aflögu, en ef málið er athugað koma oft í ljós ógáfulegir og ónauðsynlegir útgjaldaliðir, eins og reykingar eða lottómiðar.  Síðan er líka sá ósiður margra Íslendinga að kaupa hluti á raðgreiðslum, í stað þess að spara fyrir þeim, safna vöxtunum og fá síðan staðgreiðsluafslátt þegar hluturinn er keyptur.

Nei, fólk hefði gott af að venja sig á að spara meira en það gerir.  Kannski hefur sparnaður fengið á sig óorð vegna sögunnar, þegar sparnaður fólks brann upp á verðbólgubálinu og fólk varð að koma peningunum í lóg sem fyrst, en sú afsökun gildir ekki í dag.


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Fá svo staðgreiðsluafslátt. Ertu ekki að grínast? Það fær enginn afslátt hér. Kaupmenn ertu bastards upp til hópa og menn eins og ég sem borga cash fyrir hlutina fá ekki mikið fyrir það. Til dæmis í Englandi sem ég hef smá reynslu af, þar færðu alltaf staðgreiðsluafslátt frá auglýstu verði. En hér er auglýst verð staðgreiðsluverð. Enda versla ég bara brýnustu nauðsynjar hér á landi. Kaupi allt annað erlendis frá.

Loopman

Loopman, 17.11.2007 kl. 12:35

2 identicon

Á unga fólkið sem er að skríða út úr skóla að hafa safnað einhverju? Það er nú bara eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt! Nógu erfiitt er að skrimta á þassum námslánum sem duga hvergi nálægt því fyrir leiguverðinu sem fer líka hækkandi vegna þess að enginn hefur efni á að kaupa sína fyrstu íbúð lengur. Málin eru komin í kleinu og það að miklu leiti þökk sé bönkunum okkar sem við elskum að hata. Það er ömurlegt að hugsa til þess að á meðan þeir eru allir (fyrir utan sparisjóðinn) á topp 50 yfir stærstu fyrirtækin á norðurlöndum þá erum við sem erum svo háð þeim í skítnum og höfum ekki efni á að lifa mikið lengur. Drullist til að gera eitthvað íslendingar og hættið að vera svona anskoti miklar pussur. Það virkar ekki lengur að hanga heima í eldhúsi og bölva öllu en gera svo aldrei neitt. Við berum sjálf ábyrgð á hvernig staðan er orðin. Við berum ábyrgð með því að hafa hlustað á og verslað við bankana þegar þeir tróðu sér inn á húsnæðismarkaðinn. Við berum ábyrgð á því vegna þess að við heimtum ekki viðbrögð frá ríkisstjórninni. Við berum ábyrgð af því að okkur finnst svo ógeðslega púkó og asnalegt að fara í mótmælagöngu. Og við berum svo sannarlega ábyrgð á því að borga fyrir hvað sem er. Við borgum fyrir skítinn sem við kaupum þó svo að hann sé mikið dýrari en við héldum en það er svo púkó að hætta við að kaupa hann. Förum svo út í horn og étum skítinn okkar.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:47

3 Smámynd: Púkinn

Þú færð auðvitað ekki staðgreiðsluafslátt í stærri, almennum verslunuml,  en mjög margar sérverslanir gefa hann.  Ef hann er ekki í boði, þá er auðvitað engin ástæða til að staðgreiða hlutina - þá er lalveg eins gott að borga t.d. með kreditkorti og sitja á vöxtunum í mánuð.

Púkinn, 17.11.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Púkinn

Púkanum finnst ekki fáránlegt að fólk sem er nýkomið úr skóla safni einhverju og viðbrögð eins og "eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt" sýna einmitt vandamálið í hnotskurn.

Púkinn, 17.11.2007 kl. 12:55

5 identicon

Vandamálið er að kjör námsmanna eru það knöpp að erfitt er að ná endum saman og þar afleiðandi nánast ógerningur að spara. Ég reyndi það meira að segja þegar ég var í námi, það leið ekki á löngu þar til að ég þurfti að taka sparnaðinn út vegna einhverra vandamála sem upp komu. Og ef námsfólk á námslánum vogar sér að vinna með skóla þá missir það námslán á móti. Ég skil að vel að skólafólk spari ekki þó svo að það hafi verið alið þannig. Það er bara drulluerfitt og verður erfiðara með hverjum degi.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:05

6 identicon

Fólk er jú börn síns tíma svo ég sé ferlega djúpur. Og hvernig er tíminn? Hvað sögðu Þursarnir á sínum tíma. Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus.

Þó svo að einhverjir séu í þeirri aðstöðu að geta sparað þá eru fæstir sem að gera það því við erum alin og mótuð af þessari neysluhyggju sem ræður ríkjum hér á landi. En eins og ástandið er á flestum sviðum hér þar sem allt virðist vera skrúfað uppí botn miðað við nágrannalöndin þegar kemur að verðlagi þá er ansi hæpið að fólk nái að spara þegar nema tekjurnar séu því meiri. Ef þú ert jafn duglegur að fylgjast með og segir í höfundarupplýsingum þínum ágæti púki þá hefði sú staðreynd ekki farið framhjá þér. Þýðir ekkert að vera með einhvern sofandahátt þarna uppá fjósbitanum kallinn

Enda tekur sinn tíma að spara einhverjar miljónir þannig að gagn sé að þegar kemur að húsnæðiskaupum. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:14

7 Smámynd: Púkinn

Púkinn tók ekki námslán á sínum háskólaárum, en kaus þess í stað að vinna með skóla.  Það var að vísu oft ekki mikið eftir í buddunni þegar húsaleiga og aðrar nauðsynjar voru greiddar, en það voru heldur engar skuldir sem söfnuðust upp. 

Púkinn efast ekki um að margir hafi það skítt, en í mörgum tilvikum er þar um sjálfskaparvíti að ræða - fólk kann ekki með peninga að fara.

Púkinn, 17.11.2007 kl. 13:54

8 Smámynd: Púkinn

Hækkun lánshlutfallsins er einhver versti bjarnargreiði sem íslensku launafólki hefur verið gerður.  Það að auðveldara varð að fá lán, þrýsti verðinu upp, sem hafði þær afleiðingar sem fólk nú sér. Hækkað núæðisverðkom síðan fram sem aukin verðbólga sem hefur valdið vaxtahækkunum.  Frá sjónarhóli Púkans var hækkun lánahlutfallsins í 90% ein verstu mistök síðustu áratuga. 

Púkinn, 17.11.2007 kl. 17:02

9 Smámynd: Kári Harðarson

Það er ekki hægt að spara segja sumir, og aðrir geta ekki grennt sig.  Það er rétt hjá púkanum að menn festast í viðjum hugarfarsins.   Hitt er svo annað mál að ástandið núna er ekki í lagi.

Ástandið sem nú hefur skapast hefur verið fyrirsjáanlegt lengi.  Ég bloggaði um vaxtavexti í febrúar þegar ég sá þessa nýju kynslóð skuldaþræla verða til.  Mér finnst merkilegast að fólk lætur fyrst almennilega heyra í sér núna.

Kári Harðarson, 17.11.2007 kl. 21:28

10 Smámynd: Kári Harðarson

PS : Í apríl setti ég inn hlekk á Excel skjal svo fólk gæti leikið sér að því að sjá afleiðingar vaxta og verðbólgu á lán og upphæðir afborgana.  Ég hef óttast að margir hafi látið bankann hugsa fyrir sig í staðinn fyrir að rifja upp/læra prósentureikning.

Kári Harðarson, 17.11.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband