Stóra vandamálið við afurðir klónaðra lífvera

clonedcowsÞrátt fyrir að Evrópusambandið hafi sagt kjöt- og mjólkurafurðir klónaðra lífvera hættulausar, setja margir sig upp á móti þeim.  Oft virðist það sökum fáfræði - Púkanum sýnist sumir t.d. ekki gera sér grein fyrir muninum á erfðabreyttum lífverum og klónuðum lífverum.

Það er hins vegar ein góð ástæða fyrir því að berjast gegn klónun lífvera sem eru notaðar til matvælaframleiðslu. Segjum t.d. að við höfum kú sem framleiðir 20% meiri mjólk en aðrar kýr.  Það væri freistandi að klóna þá kú - já koma upp heilli hjörð af kúm sem eru erfðafræðilega eins og sú upphaflega, því væntanlega myndu klónuðu kýrnar vera jafn góðar til mjólkurframleiðslu. Á svipaðan hátt mætti finna "besta" holdanautið, klóna það og svo framvegis.

Afurðirnar af þessum klónuðu gripum yrðu óþekkjanlegar frá afurðunum af upphaflegu gripunum og allir yrðu ánægðir, eða hvað?

Nei, það er nefnilega eitt vandamál til staðar, sem fæstir gera sér grein fyrir. 

Stóra hættan við þetta er sú að þetta leiðir til erfðafræðilegar einsleitni.  Yrði klónun útbreidd, er hætt við því að einhver gen myndu smám saman deyja út og við sætum eftir með mun fáskrúðugra genamengi.

Slíkt gerir tegundina mun viðkvæmari fyrir sjúkdómum.  Þetta sést í dag með bananaplöntur, en þeim hefur verið fjölgað með klónun áratugum saman og megnið af þeim bönunum sem eru á borðum Íslendinga eru af örfáum klónum.  Bananaplönturnar eru orðnar mjög viðkvæmar gagnvart plöntusjúkdómum sem ekki hrjá villta ættingja þeirra.

Ef einhver sjúkdómur kemur upp, þá eru allir klónuðu einstaklingarnir jafn næmir - það er kippt út möguleikanum á að hinir hæfustu lifi af - kippt út einu því mikilvægasta sem hefur stjórnað þróun lífsins hér á jörðinni síðustu milljarða ára. 

Þess vegna er klónun slæm hugmynd. 


mbl.is ESB: Kjöt og mjólkurafurðir klónaðra dýra skaðlausar mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zaraþústra

Klónun er ekki slæm í sjálfum sér.  Þetta er tækni sem er hægt að misnota alveg eins og það er hægt að nýta hana á skynsaman hátt.  Auk þess má leysa þetta vandamál sem þú nefnir með því að varðveita erfðamengið á góðum stað (á svipaðan hátt og við gerum með plöntur og menn í dag).  Svo má líka benda á það að klónun verður sjálfsagt nýtt í framtíðinni með öðrum hætti, til hvers að klóna heila kýr þegar þú étur bara hluta af henni?

Zaraþústra, 14.1.2008 kl. 18:01

2 identicon

Góður punktur púki.  Svo virðast klónin líka vera eitthvað verri til heilsunnar, en við viljum öll bíta í heilbrigða gripi, riðukrásir (eftir krauzfeld vini okkar), antrax svið eða krabbameins-sláturkeppir eru ekki söluvænleg vara.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Kári Harðarson

Gott dæmi um ókosti einsleitninnar er hvað vírusar fyrir Windows eru margir.

Ég setti Linux á tölvu sonarins til að hann geti farið á vefinn og MSN án þess að smitast í sífellu.

Fyrir mig eru það stærstu rökin með því að nota Linux ef ekki er þörf á sérstökum Windows hugbúnaði.

Afsakið að ég skuli sveigja umræðuefnið af leið.

Kári Harðarson, 15.1.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Mér fynnst þessi umræða á villugötum. Það mun aldrei koma til að Klónun spendría verði að raunverlukeika, vegna þess að það er mjög dýrt að framleiða klónuð dýr vegna ákveðins vandamáls sem kallast "Epigenetic Regulation", sem veldur því að lang flest klónuð dýr deyja mjög snemma vegna vandamála sem koma upp við klónun.

Vísindamenn telja að þetta vandamál verði ekki lagað í frammtíðinni, og þó svo að afðerðin verði 100% skilvirkari eru sammt minni líkur á að það takist að klóna einstakling heldur en með gömlu náttúrlegu aðferðinni. 

Pétur Eyþórsson, 15.1.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband