Borgarpólitík...eða Spaugstofan?

Púkinn bíður næsta þáttar af Spaugstofunni með eftirvæntingu - það er ekki oft sem jafn mikið af góðu "hráefni" er í boði handa þeim félögum, enda hafa atburðir undanfarinna daga verið með hreinum ólíkindum og það ætti engum að koma á óvart þótt hnífastungur, launráð og dularfull jakkaföt kæmu þar við sögu.

Undanfarið hefur pólitíkin minnt á farsa í leikhúsi - verk sem skilur ósköp lítið eftir, en leyfir fólki að skemmta sér um stund.

Nei, það er ekki skrýtið að aðeins 12% þjóðarinnar treysti stjórnmálamönnum meira en öðrum - og reyndar finnst Púkanum sú tala furðulega há.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta um daginn. Ég grét ekki einu sinni af hlátri því mér fannst þetta allt svo óraunverulegt.  Eiginlega var ég hneykslaður. Ekki gæti ég hugsað mér að starfa í stjórnmálum, svo mikið er víst.  Vonandi á ég þó eftir að njóta Spaugstofunnar...  

Ágúst H Bjarnason, 24.1.2008 kl. 11:08

2 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband