Út með álver, inn með...gagnaver?

Púkinn fagnar því að samið hefur verið við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vegna fyrirhugaðrar byggingar gagnavers (sem hljómar væntanlega betur en "netþjónabú") í Keflavík.

Reyndar verður Púkinn að viðurkenna að hann hafði vissar efasemdir um að af þessum framkvæmdum yrði og kemur þar ýmislegt til.  Eitt af því er kostnaðurinn við gagnaflutningana, eða réttara sagt, verðskrá Farice.

Fyrirtæki Púkans dreifir meiri gögnum en flest önnur íslensk fyrirtæki.  Þegar málið var athugað á sínum tíma kom í ljós að kostnaður við að dreifa gögnunum frá Íslandi var tífaldur kostnaður við að setja upp netþjóna í Bandaríkjunum og dreifa gögnunum þaðan.  Þessi kostnaður, ásamt óáreiðanleika netsambandsins frá Íslandi var einnig ástæða þess að CCP ákvað að staðsetja sína leikjaþjóna erlendis.

Vandamálið með óáreiðanleikann leysist að mestu með tilkomu Danice strengsins og Púkinn gerir ráð fyrir því að Verne Holdings hafi í krafti stærðar fyrirhugaðrar netumferðar náð mun hagkvæmari samningum en öðrum hafa boðist.

Hvað um það, það er ánægjulegt að sjá þennan vísi að orkufrekri, "grænni" starfsemi.  

Fleiri gagnaver, færri álver, takk fyrir.


mbl.is 20 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Gæti hugsanlega verið að þessi samningur muni lækka verðskrá hjá Farice?  Ég efast um það.  Efast Stórlega um það.  En, engu að síður, gott að það má byggja eitthvað annað upp heldur en álver.  Löngu kominn tími til.

Einar Indriðason, 26.2.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Lækkar örugglega ekki verðskrána hjá hinum almenna neytanda, þó gagnaverin fái mögulega afslátt vegna flutningsmagns.

En endilega fleiri svona, ekki alveg öll eggin í sömu álkörfuna (eða áleggin í körfuna, eða eitthvað)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þetta eru mjög gleðilegar fréttir.  En eru gagnaver "grænni" en álver?  Það er neyslan og velmegunin sem knýr heimshagkerfið áfram og skapar mengunina. Þeir íbúar heimsins sem tróna þar á toppnum eru líklega þeir sem nota netþjónabú mest.

Þorsteinn Sverrisson, 26.2.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski það, en tölver eru góð tilbreyting. Eins og Hildigunnur sagði, það er óþarfi að öll egg séu álegg.

Villi Asgeirsson, 26.2.2008 kl. 21:38

5 identicon

Við fáum kannski gagnaver víðar?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gott mál þetta & gott orð, 'Gagnaver'.

Hitt var eitthvað svo 'býflugulegt'...

Steingrímur Helgason, 29.2.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband