Skakki turninn - vísindi, trúmál og fleira

skakki0801Tímaritið Skakki turninn datt inn um lúguna hjá Púkanum nú nýlega en eftir lesturinn velti Púkinn því fyrir sér hvers vegna engir íslenskir öfgatrúmenn skuli hafa ráðist á blaðið og reynt að rakka það niður.

Blaðið er gott, engin spurning um það - svipar til blöndu af tímaritunum Sagan Öll og Lifandi Vísindi. Það tekur mjög einarða afstöðu með vísindum og rökhyggju gegn trúarfáfræði og lætur sér ekki nægja auðveld skotmörk eins og Mormónatrú, Vísindakirkjuna og Nýalsstefnu Helga Pjeturs, heldur fjallar ein athygliverðasta greinin um YHWH/Jahveh/Jehóva, guð Gamla testamentisins og hvernig hann leggur blessun sína yfir fjöldamorð, þjóðernishreinsanir og kynbundið ofbeldi.

Þessi grein er holl lesning þeim sem vilja meina að guð gamla testamentisins og þess nýja sé ein og sama fígúran - en Púkanum finnst alltaf jafn merkilegt að einhverjir skuli beinlínis hlakka til þess að eyða eilífðinni í samvistum við ósýnilegan súperkarl sem hegðar sér  eins og geðsjúkur fjöldamorðingi.   Verði þeim að góðu.

Í tímaritinu er líka fjöldi annarra greina um áhugaverð málefni og vill Púkinn sannarlega mæla með þessu blaði fyrir allt hugsandi fólk.

---

Þar sem Púkinn er á leiðinni í sólina á Kanaríeyjum, mun verða hlé á hans púkalegu skrifum næstu tvær vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góða ferð í sólina púki

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Magnús Unnar

Mér finnst skrýtið að púkinn sjálfur leggi blessun sína yfir blað sem ítrekað skrifar "Egiftar" þegar um er að ræða Egypta.

Magnús Unnar, 11.3.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: halkatla

þeir sem þú stimplar sem öfgatrúmenn eru einfaldlega ekki mikið í því að ráðast á hluti eða að rakka þá niður, þeir hafa jú að vísu öfgafullar skoðanir sem eru ólíkar  þeim sem þú og skoðanasystkyni þín hafið en það verður langt þartil "trúmenn" æsa sig jafn mikið yfir tilfinningum og skoðunum annarra og "trúleysingjar" gera. Ég myndi því ekkert vera að bíða eftir æsingnum - nema þú sért veldúðaður og hafir eitthvað fyrir stafni á meðan. Og talandi um vísindi og það sem er áreiðanlegt, þá ættirðu kannski að byrja á því að skoða eitthvað annað en svona áróðursrit, þ.e.a.s ef þú vilt fá alvöru haldbæra þekkingu á fortíðinni og trúarbrögðum sem nýtist þér eitthvað. Rúnk trúleysingja á þessum morðum í GT er bara orðið sorglega áráttukennt og það er ábyggilega tilgangslaust með öllu að lesa enn eitt vælið um það. Bara vinsamlega ábending

halkatla, 11.3.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú ég sá þetta blað, og held alveg vatni. Þið eigið rétt á ykkar skoðunum rétt eins og við "bókstafstrúarmennirnir".

Hvað ertu að biðja um kæri Friðrik?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

 Magnús Unnar: Skv. orðabók er það stafsett Egiftar þó Egyptar séu líka leyfileg stafsetning.

Ég skil ekki alveg hvers vegna það megi ekki fjalla um dráp Guðs í Gamla Testamentinu frá sagnfræðilegu sjónarhorni eftir allan lofsönginn sem maður fær að heyra um náð hans og mildi. Reglulega sér maður greinar í svipuðum blöðum um blóðfórnir Asteka, grimmilegar fyrirskipanir Allah í Kóraninum o.s.frv. Hvers vegna ættu sagnfræðingar að taka Jehóva Biblíunnar einhverjum vettlingatökum?

Kristján Hrannar Pálsson, 11.3.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Góða ferð til Kanarí.

Tek annars undir með síðuhöfundi og Kristjáni Hrannari hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 12:16

7 identicon

Takk fyrir að benda á þetta blað. Já það er furðulegt að fólk sækist eftir því að lenda í paradís þar sem guð einræðisherra ræður ríkjum. Ef þú hugsar eitthvað sem einræðisherranum líkar ekki eða gerir eitthvað sem honum líkar ekki þá mun sá hinn sami brenna í helvíti til eilífðar. Skrýtið að sækjast eftir slíku. Ég var að hugsa það í dag hvort trú væri ekki bara eins konar undirlægjuháttur, að vilja láta einhvern stjórna algjörlega hvernig viðkomandi hugsar og hvað hann gerir. Ekki myndi neinn heilvita maður vilja búa við stjórn Idi Amins en hann vildi gjarnan vita hvað fólk  var að gera og hugsa í ríki hans í Uganda, valdafrík sem hikaði ekki við að drepa andstæðinga sína ímyndaða og raunverulega. Svo er enn undarlegra að konur skuli gangast undir þessa feðraveldis trú, ótrúlegt.

Valsól (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband