Tvenns konar vandi í efnahagsmálum - er það Seðlabankinn og ríkisstjórnin?

500krGeir heldur því fram að tvenns konar vandi sé í efnahagsmálum - lausafjárkreppa og óvæntur skortur á gjaldeyri.

Púkinn er hins vegar þeirrar skoðunar að grunnvandamálið sé miklu einfaldara - markmið Seðlabankans sé einfaldlega rangt.  Málið er að Seðlabankanum er samkvæmt lögum skylt að halda verðbólgunni niðri umfram allt.  Þar falla menn í þá gildru að hálf-persónugera verðbólguna, eins og hún lifi sjálfstæðri tilveru, en sé ekki einkenni undirliggjandi vandamáls.

Þetta er svona svipað og ef læknir legði á það alla áherslu að halda sótthita sjúklings niðri með hitalækkandi lyfjum - en hirða ekki um það að sjúklingurinn sé með grasserandi sýkingu.

Markmið Seðlabankans ætti að vera að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu - jafnvel þótt það þýddi smávægilega verðbólgu stundum.

Seðlabankinn hækkaði til dæmis vexti til að halda verðbólgunni niðri, en þetta leiddi til fáránlegrar styrkingar krónunnar, sem nú er gengin til baka með hávaða og látum.  Það sem Seðlabankinn hefði átt að gera hefði verið að stórauka gjaldeyrisforðann samtímis - selja krónur og kaupa gjaldeyri.  Krónan hefði þá ekki styrkst eins mikið, og þegar kom að falli hennar hefði Seðlabankinn getað mildað það fall með sínum sterka gjaldeyrisvarasjóði.

Þetta hefði þýtt stöðugra gengi krónunnar, betri afkomu útflutningsfyrirtækja, minna kaupæði Íslendinga og færri sem hefðu gert þau mistök að taka lán í erlendum gjaldmiðli - ja, almennt meiri stöðugleika, en því miður - það er ekki markmið Seðlabankans, eins og það er skilgreint samkvæmt lögum.


mbl.is Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar skynsamlega hjá þér.  En ég get ekki annað en efast um að gengistryggðu lánin séu verri kostur en hinn afarkosturinn, verðtryggðu lánin.  Verðtryggingin er hægari hnífur í bakið, en gengur lengra inn og nær e.t.v. í að skaða fjárhagsleg líffæri heimilisins, meðan gengistryggðu lánin gusa miklu blóði þessa dagana, en sagan hefur sýnt að ef þú lifir fjárhagslega af áfallið af snöggri gengislækkun, þá kemur þú betur út á endanum.

Mér finnst persónulega að við ættum að nota tækifærið og reyna að varpa af okkur verðtryggingunni.  Hún hefur ekki skilað lægri vöxtum, né lágri verðbólgu, en hinsvegar hindrað eignamyndun almennings - eignamyndun síðustu ára hefur komið til með hækkandi húsnæðisverði, ekki afborgana af verðtryggðum lánum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband