Aprílgöbb erlendis

penguinsÍ dag hafa fjölmiðlar út um allan heim gert grín að lesendum sínum, eða að minnsta kosti fengið þá til að brosa út í annað.   Púkinn hefur verið að eltast við nokkur af göbbum dagsins, en það sem sendur upp úr var samstarfsverkefni BBC, The Daily Mirror og The Daily Telegraph um hóp mörgæsa sem hefði á ný þróað flughæfnina og tekið á loft fyrir framan hóp furðu lostinna sjónvarpsmanna.

Breska blaðið The Guardian birti frétt um að franska forsetafrúin, Carla Bruni-Sarkozy hefði tekið að sér að bæta breska fatamenningu og matargerðarlist og franskir ráðamenn voru einnig í sviðsljósinu hjá The Sun, sem  sagði Sarkozy vera á leiðinni í strekkingarmeðferð til að hækka sig um nokkra sentimetra.

Já, og svo var það The Daily Star, sem upplýsti lesendur sína um að í þágu jafnréttis yrði James bond hér eftir ekki bara kvennabósi, heldur jafn mikið gefinn fyrir karlkyns bólfélaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Ég hefði vijað sjá þá Bond mynd.  Hún hefði kannski heitið Brokeback Bonding

B Ewing, 1.4.2008 kl. 16:49

2 identicon

Þetta er nú að miklu leyti ekki alvöru aprílgöbb. Var einhver látinn hlaupa apríl?

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Google voru samt bestir, sjá hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband