Er smávegis kjaraskerðing nauðsynleg?

Íslendingar virðast ætlast til þess að kjör þeirra batni stöðugt.  Þetta á kannski sérstaklega við um yngra fólk sem aldrei hefur kynnst raunverulegum samdrætti og kjararýrnun.

Þessa dagana kvartar fólk yfir hækkunum á verði eldsneytis og öðrum innfluttum varningi.  Sumir virðast líta þannig á að hér sé um tímabundin óþægindi að ræða, sem hljóti að ganga yfir - aðrir líta svo á að hér sé um "vandamál" að ræða, sem stjórnvöld verði að leysa.

Púkinn er annarrar skoðunar - hann lítur svo á að þjóðin hafi lifað um efni fram í allnokkurn tíma og fólk verði einfaldlega að átta sig á því að "gömlu góðu dagarnir" séu ekki að koma aftur alveg á næstunni.

Verð hlutabréfa rauk upp langt umfram það sem eðlilegt mátti telja - V/H hlutfall markaðarins var komið út yfir öll velsæmismörk, fólk var farið að slá lán til að taka þátt í hlutabréfabraski og ýmis önnur einkenni hlutabréfabólu voru sýnileg.

Sama á við um gjaldmiðilinn.  Krónan var orðin allt, allt of sterk, sem sást meðal annars á því að meðaljóninn var farinn að taka 100% myntkörfulán til að kaupa risapallbíl frá Bandaríkjunum - og það þarf nú varla að minna á hvað þeir sem ekki töldu sig meðaljóna voru að gera.

Svo...*púff* krónan féll og margir sitja uppi með sárt ennið.  Ungt fólk sem er að átta sig á því að það á minna en ekkert í bílunum sínum - skuldar kannski 175% af verðmæti hans, svo ekki sé nú minnst á fasteignamarkaðinn.

Já fasteignamarkaðurinn - Púkanum finnst það furðulegt að einhverjum skuli hafa komið á óvart að íbúðaverð skyldi hækka, þannig að vonlaust yrði fyrir ungt fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð.  Fólk átti að geta sagt sér þetta - þegar bankarnir komu og buðu fólki upp á "hagstæð" lán, þá þýddi það meiri peninga að eltast við takmarkað framboð.  Eðlileg afleiðing er að varan hækkar, uns jafnvægi er náð. 

Líta maður hins vegar yfir allt sviðið er niðurstaðan einföld - þjóðin hefur lifað um efni fram og verður að gjöra svo vel að sætta sig við smávægilega kjaraskerðingu á næstunni - það er ekki hægt að velta öllum vandamálum endalaust á undan sér.

Svona fullyrðing er ekki líkleg til vinsælda, og því mun varla nokkur stjórnmálamaður taka undir þþetta, en sannleikurinn er stundum óþægilegur. 


mbl.is Seðlabankastjóri segir ástandið stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég umgengst ekki marga, sem hafa tekið þátt "velmeguninni", þannig að pistill þinn fengi ekki góðan hljómgrunn í mínum hópi.  Ég er heilbrigðisstarfsmaður, og við höfum verið að bíða eftir að stjórnmálamenn efni kosningaloforð sín og bæti kjör okkar, sem flestir voru sammála um að væru til háborinnar skammar fyrir ekki svo mörgum misserum síðan.  Nú er lag, samningar eru lausir!

Starfsmenn heilbrigðis- og menntastofnana hafa velt fjárskortsvandamálum á undan sér í langan tíma, en þeir gera það ekki endalaust

Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Púkinn

Tja, heilbrigðis- og menntastéttir landsins eru illa launaðar - Púkinn skal alveg samþykkja það - en þær stéttir hafa nú samt notið góðs af sumum hliðum ástandsins eins og aðrir ... bara ekki í jafn miklum mæli.

Púkinn, 2.4.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Krónan var orðin allt of sterk, klárt, sást til dæmis á því hvað erlendum ferðamönnum þótti allt hrottalega dýrt hér á landi. Væntanlega er hún nokkurn veginn á réttum stað núna, hún mun að minnsta kosti ekki fara upp í samskonar hæðir aftur í bili.

Ég kemst annars ekki yfir hvað ég er fegin að vera bara á gömlu bíldruslunni minni og eiga ekki eitt einasta myntkörfulán yfir hausnum. Tilheyri enda menntastétt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Langar bara að vita hvað Hildigunnur meinar með orðunum  "Tilheyri enda menntastétt..." Áttu við að það hafi bara verið ómenntað fólk sem að tók myntkörfulán eða skaffaði sér nokkurar miljónir á mánuði held einmitt að það sé mentastéttinn sem fór offari allavega voru greiningar og spár ekki gerðar af fólki úr öðrum stéttum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.4.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: proletariat

Fín grein.

Þjóðin í heild sinni hefur lifað um efni fram í mörg ár (fyrir utan nokkur viðrini).  Það er komið að skuldadögum, það tekur 6 til 9 mánuði fyrir gengis lækkunina að hrísla inn í verðlagið, það gerir hinsvegar lítið til að bæta upp fyrir fornar syndir, gengis lækkunin þjónar aðeins þeim tilgangi að stoppa frekari neyslu syndir. 

Það þarf líka að greiða fyrir gamlar neyslu syndir.

proletariat, 2.4.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Kebblari

Þetta hefur vissar aukaverkanir. Ég er búinn að heimsækja bílasölur undanfarið, nú getur reynst vonlaust að versla draumabílinn. Fann einn, tilboð 4.4 millj. ég fer inn, það hvílir á honum 3.4, svo allt í lagi, en sölumaðurinn hringi í Avant, fær uppfærða stöðu á láninu, úps, 100% JPY og stendur í 4.9 millj í dag. Þá reyndi hann að pranga inn á mig lyklunum af bílnum og bað mig vinsamleagast að taka bílinn, sem ég gerði ekki.

En það var bara svo ótrúlegt hvað krónan var lengi sterk, man að fyrir 2 árum var ég viss um að gengi hennar myndi falla skart og flutti séreignalíf.sp. yfir í erlenda sjóði.

Góða við þetta núna, er að þau fyrirtæki sem eru að skapa verðmæti, fá dáldin fókus núna og geta notið sín. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi lífskjörum okkar til lengri tíma.

En þetta eru ekki flókin hagfræði, bankar, íbúðalánasjóður o.fl. dældu inn fjármagni í hagkerfið okkar, þá hækkar allt, smbr. fasteignaverð, meiri peningar meiri verðbólga. Núna erum við að sjá merkilega hluti gerast, bankarnir eru hættir að lána, bara algjörlega, félagi minn fékk ekki 100þús yfirdráttarlán nema gegn fasteignatryggingu, enginn vill lána í erlendu, loks þegar það er orðið óhætt.

En við förum sennilega að sjá eðlilegra þjóðfélag, það verður aftur í tísku að fara vel með hlutina, spara og sína fyrirhyggju, safna sér fyrir einhverju, nýta hlutina vel, bera virðingu fyrir vinnu fáist hún o.sv.frv.

Kebblari, 3.4.2008 kl. 05:38

7 identicon

Ég þekki engan sem hefur lifað um efni fram, ekki hef ég gert það og er samt í djúpum skít.
Ég er td á 1999 árgerð af bíl...
Auðvitað áttu þeir sem stjórna að hafa stjórn á þessum málum, þess vegna eru þeir í stjórn.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband